Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Blaðsíða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Blaðsíða 56
Hreiðar og Matthías úr Laugalækjarskóla. „Einn keyrði á baujuna þegar við vorum að æfa okkur að leggja að.“ fara í lengri túra, segir Ævar. Þá myndu örugglega fleiri velja þetta fag. Það væri gott að fara einn túr fyrst um haustið, læra svo fögin og fara svo aftur um vorið, lengri túr, heldur hann áfram. Maður veit miklu betur hvað maður er að læra eftir að hafa kynnst þessu í reynd. Það er mjög mikilvægt að hafa góða kennara, bætir Guð- laugur við. Við vonum að næsti árgangur njóti þessarar byrjunar- reynslu okkar, segja strákanir og við þökkum þeim spjallið. Átti að leggja upp að bauju en rakst á hana Úr Laugalækjarskóla heimsóttu okkur Matthías Pálsson og Hreið- ar Haraldsson. Það var nú mest tilviljun að við völdum sjóvinnuna segja þeir, við spurðum stráka sem voru í þessu í fyrra og þeir sögðu þetta skemmtilegt segir Matthías og það hefur ekki brugðist, þetta er það skemmtilegasta í skólanum. — Áhuginn vaknaði mjög mikið þegar við fórum á sjóinn, segir Hreiðar. Maður skildi betur hvað maður var að læra í sigl- ingafræðinni, heldur Matthías áfram. Það var mjög gott að vera búinn að læra hana áður en við fórum, bætir Hreiðar við. 56 —- Hvernig fiskaðist hjá ykkur? — Okkur gekk betur í fyrri túmum, þá seldum við aflann en seinni daginn skiptum við aflan- um á milli til að eiga í frystikistu. Við fengum um 250 kíló fyrri daginn. — Voruð þið sjóveikir? — Það voru allir sjóveikir nema við. Einn fór ekki seinni túrinn vegna sjóveiki. — Hvaða veiðiaðferð fannst ykkur skemmtilegust? — Netin, segir Hreiðar, það var svo gaman að ná þeim upp. Mér fannst handfærin líka skemmtileg, bætir Matthías við, samt fengum við næstum ekkert á þau. — Hvað finnst ykkur megi leggjd meiri áherslu á í kennslunni? — Það mætti fara fleiri túra, segir Matthías snöggur, meira verklegt. Leggja meiri áherslu á kunnáttu í tækjum, segir Hreiðar, við höfum bara skoðað tækin sem voru um borð í Þorsteini og svo fengum við að skoða Farsæl. Það væri gaman að fá að skoða tækja- salinn í Sjómannaskólanum. Við erum að klára það bóklega, tökum lokapróf í siglingareglum í janúar, segir Matthías, eftir það fáum við meira verklegt. Fyrri túrinn var maður mjög óöruggur, var aðeins farinn að kynnast þessu seinni daginn en þá var allt búið. — Kom ekki eitthvað skemmti- legt fyrir hjáykkur? — Jú, jú, við fengum að æfa okkur að leggja að bauju og ég var ekki klárari en það að ég rakst á baujuna, segir Matthías kímileit- ur. Eldamennskan gekk nú líka upp og ofan, segir Hreiðar. Einn var sendur niður að kokka en kom grænn upp aftur og gafst upp. Þá var annar sendur niður en hann sauð pylsumar alltof mikið, þær urðu að mauki. Seinni daginn stíflaðist eldavélin og allt fylltist af sóti. — Fáið þið ekki pungapróf eftir þetta? — Við fáum allavega 30 tonna próf ef við náum og kannske verður það hækkað upp í 60 tonn. Það kemur sér betur ef maður fer út í trilluútgerð. — Haldið þið að sjómannslífið sé spennandi? — Ekki til að vera í því alla ævi, eftir því sem maður hefur heyrt. Fiskveiðamar held ég að séu meira spennandi en far- mennska, segir Hreiðar. Það gæti nú verið ágætt að prufa siglingar en það fylgja því miklar fjarvistir, bætir Matthías við. — Við viljum hvetja alla til að fara í sjóvinnu næsta ár, segir Hreiðar ákveðinn. Það er mjög gott að fá þetta í skólanum en þurfa ekki að sækja námskeið annars staðar, heldur Matthías ákveðinn áfram og við kveðjum þessa ungu, ef til vill verðandi sjómenn. E.Þ. Það bezta við vinsæla tónlist er að hún er ekki vinsæl lengi . .. ★ Það er aðeins eitt verra en umtal. — Og það er ekkert umtal... ★ Kirkjugarðurinn erfulluraf fólki, sem hélt að það væri ómissandi VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.