Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Blaðsíða 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Blaðsíða 63
eitthvað stundað flutninga á vegum Einars Guðfinnssonar, en ég held að ísfirðingar og aðrir hér við Djúp niuni best eftir Særúnu sem flutningaskipi Einars Guð- finnssonar, en Særún stundaði flutninga til Vestfjarða um margra ára skeið, en á það er ekki minnst í skipasögunni. Hvaða skipstjóri er nefndur? Á öðrum stað segir (bls. 265, neðarlega í 3. dálki) „Þá kom Guðrún Jónsdóttir 156 brl. ísa- firði, sks. Hermann Skúlason.“ Hér er verið að segja frá því að skipið hafi komið, en síðan er nefndur skipstjóri, sem er með skipið um eins árs skeið fjórum árum eftir að það kom til landsins. Vignir Jónsson varfyrsti skipstjóri á Guðrúnu Jónsdóttur og var með skipið frá því það kom til landsins síðla árs 1962 og þar til í árslok 1966 að hann tók við skipstjórn á nýsmíðuðu skipi. Hermann Skúlason var skipstjóri á Guðrúnu Jónsdótturfrá því síðla árs 1966 til ársloka 1967. Síðutogari eður ei? „Enn má geta þess að 1967 létu ísfirðingar smíða í Flekkefjord Guðbjart Kristján 313 brl. Hann var síðutogari, en hafði áhrif að sannfæra menn um að láta litla togara afla frystihúsum hráefnis." (bls. 266, 4. dálkur fyrir miðju). Nokkru síðar er sagt að enn þrauki þrír síðutogarar: „þriðji má segja að það sé Orri, áður Guðbjartur Kristján, norskur tog- ari frá 1968.“ Hér má í fyrsta lagi benda á að ekki er samræmi á milli ártala, en Orri mun smíðaður árið 1967 og er hitt ártalið því rangt. í öðru lagi má benda á að þetta skip var smíðað á þeim árum sem síldveiðar voru hvað mestar og systurskip þess voru Brettingur og Birtingur. Þessi skip voru ætluð aðallega til síldveiða, eins og flest VÍKINGUR þau skip sem voru smíðuð á þessu tímabili fyrir íslendinga og byrj- aði Guðbjartur Kristján strax á síldveiðum þegar hann kom til landsins. Eftir að síldin hvarf byrjuðu ís- firðingar, eins og margir fleiri, að nota síldarskipin til togveiða og gáfust þær vel bæði á Guðbjarti Kristjáni og eins á a.-þýskbyggð- um skipum ísfirðinga, sem voru Júlíus Geirmundsson og Guð- björg. Sú reynsla sem fékkst af þessum togveiðum ýtti undir þá ákvörðun að hefja smíði á litlum skuttogurum, eins og Vestfirðing- ar urðu fyrstir til á árunum upp úr 1970. Hins vegar finnst mér mikil ónákvæmni að geta einungis unt Guðbjart Kristján og segja að hann hafi verið smíðaður sem síðutogari, og geta í engu um systurskip hans. Einnig má geta þess að Guðbjartur Kristján, nú Orri, hefur ekki stundað togveiðar um árabil, hefur að mestu stundað línuveiðar síðan 1973, þegar skut- togari leysti hann af hólmi. Hverjir voru fyrstir með kassana? Ofarlega á bls. 267 er rætt um togara þá, sem smíðaðir voru fyrir íslendinga í Japan og þar segir svo: „Með þessum togurum ruddi sú aðferð sér til rúms að setja allan afla í plastkassa, sem hafði í för með sér stórbætta meðferð afl- ans.“ Ekki ætla ég að draga í efa að þessi ráðstöfun hafi bætt meðferð aflans, heldur vil ég segja að það sé ónákvæmni að segja að jap- önsku togararnir hafi sérstaklega rutt þessa braut. Fyrsti togarinn af minni gerðinni, sem smíðaður var fyrir íslendinga, kont til landsins 5. desember 1972 og í frétt í blað- inu Vestra á ísafirði 7. desember 1972 segir svo: „Allur fiskur mun verða ísaður í kassa um borð og rúmast 2000 kassar í lest.“ Sá tog- ari sem hér er rætt um var Júlíus Geirmundsson ÍS 270, smíðaður í Noregi og mældist 407 brl. Hann kom nokkru áður en japönsku togararnir til landsins, og hefur því sennilega verið fyrsta íslenska skipið sem ísaði fisk í kassa, eða því fyrirkomulagi sem nú er ríkj- andi í togaraflotanum. Flotvörputromlur næsti tískufar- aldur? Eitt af því kostulegasta í ís- lensku Skipasögunni hjá Fjölva, stendur á bls. 268 (ofarlega í 1. dálki) og sýnir það ákaflega vel vankunnáttu höfunda á íslenskum sjávarútvegi. Þar stendur orðrétt: „Til flotvörpuveiða þarf dýran og fyrirferðarmikinn búnað, mest berá risastórri tromlu í skut, þegar komið fyrir í nokkrum skuttogur- um Dagrúnu, Páli Pálssyni, Ólafi Bekk og stóru togurum Bjarna Ben, Ingólfi Arnarsyni og Snorra Sturlusyni. en einnig nótaskipum Guðntundi RE, Hákoni Grenivík, Sæborgu RE, Huga Vestm. og Jóni Kjartanssyni Eskifirði. Lík- lega næsti tískufaraldur að allir fái tvörputromlur." Við þetta er nú ýmislegt að at- liuga. fyrsta lagi er að mínum dómi nokkuð mikið að segja að flotvörputromlur í togurum séu risastórar, en satt er að þær eru nokkuð stórar. í öðru lagi er þeim ekki komið fyrir aftur í skut á skuttogurum, heldur fram við brú, þ.e. framarlega á skipinu. Ég vil nú aftur vitna í frétt í Vestra í desember 1972 um komu Júlíusar Geirmundssonar ÍS 270, þar segir: „Skipið er sérstaklega útbúið til flotvörpuveiða og meðal annars er það búið nýrri tromlu af Brussel gerð, sem flotvarpan er undin upp á þegar hún er tekin inn. Gefur þetta möguleika á skipta veiðarfæri á mjög skömm- um tíma.“ Eins og hér kemur fram voru flotvörputromlur í sumum af fyrstu togurum íslendinga, þ.a. í flestum vestfirsku togurunum og 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.