Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Blaðsíða 46
Þau er erfitt að teikna nákvæm- lega, bæði vegna þess að sumar tegundir hvala eru miklar farteg- undir, og um aðrar er lítið vitað. Þótt ófullkomin séu, segja kort meira en mörg orð og eru því látin fljóta með. í lýsingum á tegundum eru nær eingöngu dregin fram einkenni sem hægt er að þekkja hvalina á í náttúrulegu umhverfi, þ.e. á hafi úti, svo sem blástur, horn og litur. Nú sl. sumar fékk höfundur tækifæri til að kynnast stórhvelum (og smáhvelum) allnáið er hann tók þátt í mesta hvalmerkingar- leiðangri sem gerður hefur verið hér við land (Ljósfaraleiðangur- inn). Síðar verður ef til vill sagt nokkuð af þeim leiðangri hér í blaðinu. .•» i ycz Steypireyður, út- breiðsla reyðarhvala Steypireyður er eins og allir vita stærst allra hvala (og allra dýra fyrr og síðar), allt að 28 m í Norðurhöfum, en 30 m í Suður- höfum. Stærsta steypireyður sem um getur vó 112,5 tonn og mældist 33,5 m að lengd. Hún er skíðis- hvalur af ættkvísl reyðarhvala sem fyrst verður hér fjallað um og til teljast þrjár aðrar tegundir hér við land þ.e. lang-, sand-, og hrafnreyður. Hornið er lítt áber- 46 andi og blásturinn hár og grannur strókur. Heimkynni steypireyðar- innar eru í N-Atlantshafi og í Suðurhöfum (umhverfis Suður- heimskautslandið) og í N-Kyrra- hafi. Yfirleitt er lítill sem enginn samgangur milli hvalategunda sem lifa á suður- og norðurhveli jarðar eða Atlants- hafi og Kyrrahafi. Oft eru áhöld um hvort tala á um sömu tegund eða náskyldar tegundir. Steypireyðurin heldur sig í hlýrri höfum á vetrum og kaldari á sumrum. Göngur þessar koma mest til vegna fæðuöflunar, en hvalurinn nærist nær eingöngu á svifi, mest á smáum sviflægum krabbadýrum sem nefnast ljósáta (krill) svo og að einhverju leyti á örsmáum krabbadýrum er nefnast rauðáta. Hún er alfriðuð enda stofninn ekki nema svipurhjá sjón frá því sem áður var. Menn hafa giskað á að áður en veiðar hófust hafi heildarstofninn verið vel yfir 100 þús. dýr (sumir segja 200 þús.). Menn tala nú um 7000 dýr sem heildarfjölda. Langreyður er næststærst hvala, tíðast 20—22 m, en getur orðið allt að 26 m. Hornið er áberandi og lítið bogið. Blásturinn hár og grannur. Heimkynni og göngur eru svipuð og hjá steypireyð, en hvalurinn lifir á svifi og að tölu- verðu leyti á fiski. Langreyður er nú alfriðuð nema hér við land og við Spánarstrendur. Veiðin hjá Hval h/f hefur nánast byggst upp á langreyði og hafa verið veidd 200—300 dýr á ári frá því 1950. Talið er að af skíðishvölum hafi fjöldi langreyðar verið mestur. Hafa menn áætlað að stofninn Langreyður hafi talið allt að 450 þús. dýr áður en veiðar hófust á honum. Nú hefur talan 110 þús. verið nefnd um heildarfjölda. 4 Sandreyður Sandreyður er næstminnst reyðarhvala, tíðast 12—15 m (sögð geta náð 20 m í Suðurhöf- um). Hornið mjög áberandi og vel bogið. Sandreyði er að finna í flestum heimshöfum eins og báða áðurnefnda hvali. Hún er far- hvalur, en sögð ekki ganga eins langt í köld höf eins og steypi- og langreyður og kemur tíðast seinna en þær á íslandsmið, oft ekki fyrr en um miðjan júlí. Þá er koma hennar hingað ekki árviss. Sand- reyðurin er nær eingöngu svifæta og sögð nærast mikið á rauðátu. Norska (og alþjóðlega) nafnið á henni, seiwal, þ.e. ufsahvalur, kemur víst ekki til af því hún éti ufsa, heldur gekk hvalurinn oft í norsku firðina samtímis ufsanum, er. flóar voru fullir af átu, og fékk því þetta nafn. Fjöldi sandreyða í heiminum áður en veiðar komu til hefur verið áætlaður 200 þús. dýr, en nú 75 þús. Hér hafa mest veiðst 240 dýr á einu sumri, en önnur sumur hefur veiðin fallið niður í örfá dýr af áðurnefndum ástæð- um. Hrefna Hrefna eða hrafnreyður er minnst reyðarhvala og verða stærstu dýr vart lengri en 10 m. Hún þekkist vel á „smæðinni" auk þess sem hornið er áberandi og bogið vel. Hrefnan fyrirfinnst í flestum heimshöfum. Hún er VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.