Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Blaðsíða 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Blaðsíða 57
Kristján G. Jóhannsson: Kemur ekkert nema kvóti tO greina? Þróun sjávarútvegs, Álitsgerð um stöðu og horfur í sjávarútvegi, helstu rannsóknarverkefni, heitir skýrsla sem starfshópur á vegum Rannsóknarráðs ríkisins sendi frá sér nú fyrir skömmu. Starfshóp þennan skipuðu eftirtaldir: Björn Dagbjartsson, Jónas Blöndal, Jakob Jakobsson, Þorkell Helga- son, Páll Guðmundsson og Jón Ármann Héðinsson. í formála að skýrslunni segir svo: „Meginniðurstaða skýrsl- unnar er sú, að ekki sé að vænta aflaaukningar sem orð er á ger- andi í framtíðinni. Tímaskeið aukningar er liðið. Ennfremur má vænta þrengri markaðsstöðu. Með tilliti til þessa, hlýtur megin- viðleitni næstu ára að beinast að betri nýtingu auðlinda ásamt lækkun kostnaðar við veiðar og vinnslu.“ Einnig kemur fram í niðurstöðum skýrslunnar að búast megi við hraðari tækniþróun í frystiiðnaði á næstu árum, en verið hefur undanfarinn áratug. Ég hygg að þessar meginniður- stöður starfshópsins komi fáum á óvart, þær eru í samræmi við það sem flestir búast við. Að sjálf- sögðu geta ýmsir svona spádómar reynst rangir þegar fram í sækir og er nærtækasta dæmið um það, að fyrirrennari umræddrar skýrslu, Bláa skýrslan, sem gerð var árið 1975 gerði ráð fyrir að þorskafli yrði 230 þúsund tonn á árunum 1975 til 1979 og minni árið 1980. Nú er hins vegar komið í ljós að aflinn varð mun meiri þessi ár og einnig er komið í ljós að forsendur VÍKINGUR fyrir styrkleikaútreikningum á þorskstofninum voru á þessum árum að miklu leyti rangar. Kvóti eini valkosturinn Ein af niðurstöðum starfshóps- ins kemur á óvart. Starfshópurinn setur fram hvað ætti að vera markmið fiskveiðistjórnunar og hvaða leið sé fær til að ná þessu markmiði. Við þessa niðurstöðu finnst mér tvennt athugavert, í fyrsta lagi er markmiðið ekki nógu ítarlegt að mínum dómi og í öðru lagi er einungis bent á eina leið, þ.e. einhvers konar kvóta og þá helst aflakvóta. niðurstaða starfshópsins varð- andi markmið fiskveiðistjórnunar er svohljóðandi: „Markmið fisk- veiðistjórnunar ætti að vera að veiða hverju sinni æskilegt magn úr hverjum stofni á sem ódýrastan hátt og ná þannig fram hámarks- afrakstri veiðanna.“ Ég tel að slíkt markmið þurfi að vera ítarlegra og get nefnt hér dæmi um hvernig það ætti að líta út að mínum dómi. Markmið fiskveiðistjórnunar væri að veiða hverju sinni æskilegt magn úr hverjum stofni, að gæði þess sjávarafla sem á land berst verði sem mest, öryggi sjómanna verði sem mest og tilkostnaði við veiðamar verði haldið í lágmarki. í þessu dæmi eru settir tveir var- naglar, þeir eru að lækkun til- kostnaðar megi ekki koma niður á öryggismálum sjómanna, né heldur verða til þess að skerða gæði aflans. Ég held að reyndin verði sú að þessi atriði rekist oft meira og minna á. Starfshópurinn sér einungis eina leið til að ná því markmiði sem fiskveiðistjórnun ætti að hafa að þeirra dómi. I ágripi af niður- stöðum er þetta orðað þannig: „Nauðsynlegt mun reynast að skipta afla niður á skip á einhvern hátt við allar meiriháttar veiðar.“ Ég tel að slíkur starfshópur sem þessi, ætti að benda á valkosti í þessum málum, þessir menn eiga ekki að taka pólitískar ákvarðanir, það er annarra að gera það. Þessir menn virðast það þröngsýnir að þeir sjá ekki nema eina leið til að ná markmiðum sínum. Kvóta- kerfi hefur mikla ókosti og segja má að óheft sókn í fiskistofnana hafi einnig ókosti, en það er hægt með ýmsum aðgerðum að draga úr þeim ókostum, því athuga verður að samkeppnin hefur sína kosti. Ég skal benda hér á nokkur dæmi. Það er til dæmis hægt að hvetja til gæðaaukningar á afla með því að beita verðkerfi og fiskmati í því skyni enn frekar en nú er gert. í sama skyni mætti setja ákvæði um hámarksútivistartíma skipa, t.d. að togarar megi ekki vera nema 7—8 daga í veiðiferð, eða jafnvel styttri tíma. Þessi tvö atriði myndu leiða til aukinna gæða sjávarafla, en um leið sjálf- sagt rýra afkastagetu flotans. Hins vegar myndu betri gæði væntan- lega leiða til hærra verðs á afurð- um okkar. í stað skrapdagakerfis- ins gæti komið kerfi sem gerði ráð fyrir að þorskur í afla á 3—4 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.