Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Blaðsíða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Blaðsíða 49
er til önnur andanefjutegund, ná- skyld þeirri sem við þekkjum. Norræni-svínhvalur Norræni-svínhvalur er smá- hvalur (4—5 m) af andhvalaætt sem sáralítið er vitað um annað en hann lifir í N-Atlantshafi. Stöku dýr hefur rekið á strendur hér í nágrannalöndunum svo sem í Noregi. Hermt er að tveir þessara hvala hafi verið skotnir við Aust- firði um aldamót og annan rak nokkru síðar á Vatnsleysuströnd. Háhymingur Háhymingur er stærstur (5—7 m, upp í 9 m) hvala af höfrunga- ætt er sjást hér við land. Hann er auðþekktur á háu horninu (mjög stórt á törfunum) og auk þess með áberandi hvítar skellur á hliðum. Þessi hvalur er með algengustu hvalategundum jarðar og fyrir- finnst í flestum heimshöfum, jafnt innhöfum sem úthöfum. Hann er þó talinn algengari í köldum höf- um og þá sérstaklega þar sem mikið æti er að hafa eins og við íslandsstrendur. Bjarni Sæmundsson telur háhyrninginn ekki reglulegan farhval þótt megnið af honum færi sig víst eitthvað suður fyrir landið á vetr- um. Háhyrningurinn er sagður éta VÍKINGUR mest síld og annan uppsjávarfisk. Á ýmsum tungumálum ber þessi skepna óhugnanleg nöfn sem vitna um dauða og grimmd (killerwhale, spekkhugger). Til mun að háhyrningar ráðist á stór- hveli og beinlínis rífi þau í sig, en alla jafna virðist þetta hin mesta friðsemdarskepna. Marsvín Marsvín, sem Færeyingar nefna grind, er meðal smáhvalur, tíðast 5—6 m. Hann er auðþekktur á horninu sem dregst mjög í línu við bakið upp af skrokknum, en er þó nokkuð myndarlegt og bogið. Marsvínið er úthafshvalur sem ferðast rnikið um í leit að æti. Heimkynni þess eru í N-Atlants- hafi (fer þó ekki ýkja norðarlega). I suðurhluta Atlantshafs og í Ind- landshafi er að finna marsvín sem sennilega eru af sérstakri tegund. Það sama gildir og um hvalateg- und þessa er finnst í N-Kyrrahafi. Marsvín fara mikið um í stórum hjörðum (skipa sér í breiðfylking- ar og leita uppsjávarfiska sem er aðalfæðan) er í geta verið allt að 1000 dýr. Stundum hlaupa hjarðir þessar á land af ókunnum ástæð- um, en oft eru þær og reknar á land er dýrin koma nærri strönd- um eins og i Færeyjum. í Ljós- faraleiðangrinum sl. sumar sáust nokkrum sinnum marsvínshjarðir hér fyrir vestan land er í voru fleiri hundruð dýr. Mjaldur Mjaldur er tíðast 4 m að lengd (stundum 6 m) og er auðþekktur á litnum sem er ljósleitur allt upp í mjólkurhvítan. Þetta er eiginlegur íshafshvalur er fyrirfinnst aðeins í Norðurhöfum, og þar svo nærri pólnum sem vakir eru opnar, eða allt norður á 81°. Hann slangrar þó iðulega nokkuð langt til suð- urs, hefur t.d. sést við Noregs- strendur, Nýfundnaland og Japan. Mjaldur er sagður lifa á flestu sem að kjafti kemur, bæði fiski, blekfiski og kröbbum. Hann er hér mjög sjaldgæfur og hefur orðið vart hér við land í svo sem 10 skipti það sem af er þessari öld. Náhvalur er svipaður að stærð og mjaldur (4—6 m) og á sér sömu heimkynni og fæðutegundir og hann. Náhvalurinn er auðþekkj- anlegur á mikilli snúinni skögul- tönn sem gengur fram úr haus 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.