Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Qupperneq 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Qupperneq 29
Samantekt Guðmundur Sæmundsson: Seglskipið Grána Hinn 10. semptember s.l. voru liðin eitthundrað og ellefu ár frá því að fyrsta verslunarskip bændasamtaka við Eyjafjörð létti akkeri á Akureyrarpolli og sigldi með vörufarm til Kaupmanna- hafnar. Grána, en svo hét skipið kom til Hafnar átján sólahringum síðar og ekki er annars getið en ferðin gengi eftir atvikum vel. Með í ferðinni var Tryggvi Gunn- arsson, fyrsti framkvæmdastjóri þessa félagsskapar, sem nefnt var Gránufélagið. Nafngiftina hlaut það af hinum gráa lit skipsins, sem sagt var að kaupmenn á Akureyri hefðu gefið skútunni í háðungar- skyni fyrir elli sakir. Meðal þeirra íslendinga sem tóku á móti Gránu í Kaupmannahöfn var Jón Sig- urðsson forseti. Stærð skipsins var talin vera 95 brúttórúmlestir og 88 lestir nettó. Áhöfnin á Gránu í þessari ferð voru sex menn og allir danskir. Laurítz Petersen, skipstjórí á „Grána“. VlKINGUR Skipstjóri varð strax hinn góð- kunni, J. P. Petersen frá Rudköp- ing. Síðar jafnan kallaður Gránu-Petersen. Aðrir í áhöfn skipsins voru: Stýrimaður, beykir, timburmaður og tveir hásetar. Upphaflega var Grána frönsk fiskiskúta sem hét Emelie frá Dunkerque og komst skipið í eigu Islendinga með all ævintýralegum hætti. Hinn 3. ágúst 1868 strand- aði Emelie á Hafnarrifi við Skaga. Öllum skipverjum sextán að tölu var bjargað um borð í tvo fiskibáta frá Skagaströnd. Þegar uppboð átti svo að fara fram á strand- staðnum nokkrum dögum síðar var skipið gjörsamlega horfið. Það var þá komið til Siglufjarðar í fylgd með tveim enskum fiski- skútum, heldur illa útleikið og var talið að átt hefði að ræna því. A.m.k. urðu réttarhöld í Siglufirði og voru Englendingar látnir skila ýmsu góssi, sem þeir höfðu tekið úr skipinu. Uppboð fór svo fram í Siglufirði dagana 14.—15. ágúst og var Emelie þar sleginn Jóhanni í Haga á Árskógsströnd og fleiri bændum við Eyjafjörð fyrir 346 ríkisdali. Síðan var skipinu fleytt inn á Gásavík, þar sem það lá tvö næstu árin. Upphaflega munu hinir eyfirsku bændur hafa ætlað að nota byrðing skipsins til húsa- gerðar, en með stofnun Gránufé- lagsins 1869, varð skipið eign þess og gert haffært að nýju. Helstu hvatamenn að stofnun félagsins voru séra Amljótur Ólafsson á Bægisá, Einar Ásmundsson í Nesi og Tryggvi Gunnarsson í Laufási. Mun sá síðastnefndi hafa staðið að viðgerð skipsins í félagi við fleiri norðlenska bátasmiði. Grána kom svo aftur til Akureyrar þann 13. júní, ári síðar eða 1871, fullhlað- inn vörum frá Kaupmannahöfn. Næstu árin var skipið svo í för- um milli verslunarstaða Gránufé- lagsins Norðan- og Austanlands og útlanda. Fór Grána venjulegast tvær til þrjár ferðir milli landa yfir sumartimann, en var erlendis yfir vetrarmánuðina. Þau lönd sem vitað er um að skipið sigldi til voru: Danmörk, Noregur, Sví- þjóð, Skotland, England og Hol- land. Þá gerði Petersen tilraun til síldveiða með Gránu á Eyjafirði sumarið 1884. Afdrif Gránu urðu þau að skipið strandaði á leið til Liverpool með saltfiskfarm þann 17. október 1896. Rak skipið stjómlaust að landi í ofsaveðri, skammt frá bóndabæ á eynni Lewis, þar sem Mangursta heitir á Suðureyjum. Húsfreyjan var ein heim á bænum er strandið bar að, en hún aðstoðaði við björgun skipveija með því að festa línu sem þeir létu reka í land frá skip- inu. Þannig urðu sögulok fiski- skútunnar frá Dunkerque, skips- ins sem varð með svo einkenni- legum hætti nátengt verslunar- sögu okkar síðari hluta nítjándu aldar og um leið sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Grána hafði þótt óvenju happasæl og fljót í ferðum að þeirra tíðar hætti. Hefur þar ef- laust ráðið mestu um úrvals skip- stjóm og gifta þeirra feðga, fyrst J. P. Petersen og síðar sonar hans, Lauritz Petersen. Sá síðamefndi var í þjónustu Gránufélagsins í nær aldarfjórðung og síðast á seglskipinu Rósu, sem félagið átti 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.