Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Page 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Page 29
Samantekt Guðmundur Sæmundsson: Seglskipið Grána Hinn 10. semptember s.l. voru liðin eitthundrað og ellefu ár frá því að fyrsta verslunarskip bændasamtaka við Eyjafjörð létti akkeri á Akureyrarpolli og sigldi með vörufarm til Kaupmanna- hafnar. Grána, en svo hét skipið kom til Hafnar átján sólahringum síðar og ekki er annars getið en ferðin gengi eftir atvikum vel. Með í ferðinni var Tryggvi Gunn- arsson, fyrsti framkvæmdastjóri þessa félagsskapar, sem nefnt var Gránufélagið. Nafngiftina hlaut það af hinum gráa lit skipsins, sem sagt var að kaupmenn á Akureyri hefðu gefið skútunni í háðungar- skyni fyrir elli sakir. Meðal þeirra íslendinga sem tóku á móti Gránu í Kaupmannahöfn var Jón Sig- urðsson forseti. Stærð skipsins var talin vera 95 brúttórúmlestir og 88 lestir nettó. Áhöfnin á Gránu í þessari ferð voru sex menn og allir danskir. Laurítz Petersen, skipstjórí á „Grána“. VlKINGUR Skipstjóri varð strax hinn góð- kunni, J. P. Petersen frá Rudköp- ing. Síðar jafnan kallaður Gránu-Petersen. Aðrir í áhöfn skipsins voru: Stýrimaður, beykir, timburmaður og tveir hásetar. Upphaflega var Grána frönsk fiskiskúta sem hét Emelie frá Dunkerque og komst skipið í eigu Islendinga með all ævintýralegum hætti. Hinn 3. ágúst 1868 strand- aði Emelie á Hafnarrifi við Skaga. Öllum skipverjum sextán að tölu var bjargað um borð í tvo fiskibáta frá Skagaströnd. Þegar uppboð átti svo að fara fram á strand- staðnum nokkrum dögum síðar var skipið gjörsamlega horfið. Það var þá komið til Siglufjarðar í fylgd með tveim enskum fiski- skútum, heldur illa útleikið og var talið að átt hefði að ræna því. A.m.k. urðu réttarhöld í Siglufirði og voru Englendingar látnir skila ýmsu góssi, sem þeir höfðu tekið úr skipinu. Uppboð fór svo fram í Siglufirði dagana 14.—15. ágúst og var Emelie þar sleginn Jóhanni í Haga á Árskógsströnd og fleiri bændum við Eyjafjörð fyrir 346 ríkisdali. Síðan var skipinu fleytt inn á Gásavík, þar sem það lá tvö næstu árin. Upphaflega munu hinir eyfirsku bændur hafa ætlað að nota byrðing skipsins til húsa- gerðar, en með stofnun Gránufé- lagsins 1869, varð skipið eign þess og gert haffært að nýju. Helstu hvatamenn að stofnun félagsins voru séra Amljótur Ólafsson á Bægisá, Einar Ásmundsson í Nesi og Tryggvi Gunnarsson í Laufási. Mun sá síðastnefndi hafa staðið að viðgerð skipsins í félagi við fleiri norðlenska bátasmiði. Grána kom svo aftur til Akureyrar þann 13. júní, ári síðar eða 1871, fullhlað- inn vörum frá Kaupmannahöfn. Næstu árin var skipið svo í för- um milli verslunarstaða Gránufé- lagsins Norðan- og Austanlands og útlanda. Fór Grána venjulegast tvær til þrjár ferðir milli landa yfir sumartimann, en var erlendis yfir vetrarmánuðina. Þau lönd sem vitað er um að skipið sigldi til voru: Danmörk, Noregur, Sví- þjóð, Skotland, England og Hol- land. Þá gerði Petersen tilraun til síldveiða með Gránu á Eyjafirði sumarið 1884. Afdrif Gránu urðu þau að skipið strandaði á leið til Liverpool með saltfiskfarm þann 17. október 1896. Rak skipið stjómlaust að landi í ofsaveðri, skammt frá bóndabæ á eynni Lewis, þar sem Mangursta heitir á Suðureyjum. Húsfreyjan var ein heim á bænum er strandið bar að, en hún aðstoðaði við björgun skipveija með því að festa línu sem þeir létu reka í land frá skip- inu. Þannig urðu sögulok fiski- skútunnar frá Dunkerque, skips- ins sem varð með svo einkenni- legum hætti nátengt verslunar- sögu okkar síðari hluta nítjándu aldar og um leið sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Grána hafði þótt óvenju happasæl og fljót í ferðum að þeirra tíðar hætti. Hefur þar ef- laust ráðið mestu um úrvals skip- stjóm og gifta þeirra feðga, fyrst J. P. Petersen og síðar sonar hans, Lauritz Petersen. Sá síðamefndi var í þjónustu Gránufélagsins í nær aldarfjórðung og síðast á seglskipinu Rósu, sem félagið átti 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.