Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 32
Kolbeinn Bjamason, í rúm fimm ár. En lengstan starfsaldur hjá fyrirtækinu á kokkurinn, hún Magnea, sautján ár. Hún byrjaði fyrst á Leó litla og fór síðan austur á Raufarhöfn þar sem unnið var að björgun á Susönnu Reith. Þar kokkaði hún oní strákana, fyrst í skúr í landi en síðan settust þau að aftan i flakinu, strax og það var mögulegt. Síðan vann Magnea á Sandeynni í fimmtán ár en fékk pláss á Perlu fyrir einu og hálfu ári. Fyrir utan eldamennsku og uppþvott sér Magnea um þrif á göngum og salemum, þvær þvotta í gamaldags þvottavél og þrífur skipstjóraíbúðina. Hreinn Hreinsson útgerðarstjóri Björgunar h/f, hefur unnið við fyrirtækið í aldarfjórð- ung en fyrirtækið var stofnað 1952. Ekki er alveg Ijóst hve niikið erdælt á land á ári en u.þ.b. fimm ferðireru famará sólarhring og komið með um 600 tonn að landi í hverri ferð. Getur þá hver reiknað út sem áhuga liefur. svo hægt sé að byggja og fylla upp. Felix kokkur sem var að fara í frí, var búinn að elda matinn svo Magnea Guðlaugsdóttir sem tók við, dekkar borðið og síðan er snætt á útleiðinni. Pétur Jóhanns- son, stýrimaður sem nú er á vakt, sér um að koma okkur á réttan stað. Sigurgarðar Sturluson háseti, sá sem vann við löndunina áðan og hefur unnið i 14 ár hjá fyrirtækinu er nú að fara á frívakt. Hann var á vakt frá sex í morgun til hádegis. Garðar er miðaldra maður með mikið hvítt ár og virðist vera spaugarinn í hópnum. Félagar hans titla hann „skipstjórann á Þristinum" og að því er hent mikið gaman. Seinna kemst ég að því að Þristurinn er lítill prammi í eigu fyrirtækisins sem stendur nú á þurru landi. Á meðan á máltíðinni stendur, kemst ég að því að flestir hafa skipverjamir unnið lengi hjá fyr- irtækinu. Skipstjórinn, Jón Óli Gíslason, hefur verið við að dæla sandi, ýmist sem stýrimaður eða skipstjóri, í fimmtán ár. Áður stundaði hann sjó á fiskiskipum. Öm Tyrfingsson, vélstjóri, sem nú var að taka við, hefur unnið við þetta í tíu ár og hinn vélstjórinn, Sjónvarpslaus sjónvarpshilla Maturinn bragðast prýðisvel, steikt fiskfars, kartöflur og ávaxtagrautur á eftir. Klukkan er rúmlega tólf og hádegisútvarpið að hefjast. Á eftir er sötraður molasopi. Messinn, aðalsamkomustaður skipveija, er ekki stór. Varla getur Gegnum rörið streymir sandur, möl og sjór og „hreinsunardeildin“ er mætt á vettvang. Það eru mávarnir sem fúslega hirða ýmislegt ætilegt góðgæti sem fylgir með og þeim finnst óþarfi að sé steypt inn í hús. Til vinstri sjást geymar Sementsverksmiðju Ríkisins á Sævarhöfða. 32 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.