Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 57
V élstj órafélagid kaupir fullkomið tölvukerfi Ritvinnslutölvan North Star Horizon í öllu sínu veldi, komin inn á skrifstofu Vélstjóra- félagsins og farin að lúta stjóm Soffíu sem kom til starfa hjá félaginu í sumar. Enn er ekki búið að ákveða hvað tölvan á að heita þó nafnið „Sjússa“ hafi notið nokkurra vinsælda meðal starfsfólks Borgartúns 18. Við þennan tölvuskerm hefur Bolli Héðinsson unnið að áætlanagerð fyrir F.F.S.Í. Soffía er nemandi í viðskiptafræðum við H.í. en starfar á skrifstofunni eftir hádegi. Eins og fram hefur komið hér í félagsmáladálknum, hefur Vél- stjórafélagið fest kaup á full- komnu tölvukerfi af gerðinni North Star Horizon. Tölvukerfið býður upp á marga möguleika og mun Vélstjórafélagið setja inn í það félagaskrá sína, fyrirtækja- skrá og greiðsluskrá félagsgjalda þar sem hægt er að reikna drátt- arvexti á vangoldnum félags- gjöldum. í tölvunni er einnig rit- vinnsluforrit þar sem hægt er að prenta inn launatöflur og kjara- samninga og prentast þeir þá út á blöðum í stærðinni A4. Hægt er að geyma öll bréf sem send eru út, inni á forriti og ef t.d. þarf að leiðrétta eina línu í kjarasamningi er hægt að gera það á tölvuskján- um og fá samninginn prentaðan í sinni nýju mynd. Geir Reginn Jóhannsson hefur séð um að rita forritin inn í tölv- una en Soffía Hrafnkelsdóttir viðskiptafræðinemi er í hálfu starfi hjá félaginu við tölvuvinnsl- una. Hagfræðingur F.F.S.Í., Bolli Héðinsson, mun einnig nota tölv- una við vinnslu á áætlunargerðum fyrir sambandið og Sjómanna- blaðið Víkingur fær afnot af tölv- unni fyrir áskrifendaskrá sína og innheimtuskrá svo og við prentun límmiða og gíróseðla. E.Þ. VÍKINGUR 57

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.