Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Qupperneq 10
Gamli Oldufáninn
— afhentur Þjóöminjasafni
Ragnar.formaöur
Öldunnar, afhendir
ÞórMagnússyni,
þjóöminjaveröi,
gamla Öldufánann til
varöveislu. Ljósm.
eik.
10 Víkingur
Á níutiuára afmælisdag-
inn, 7. október sl. afhenti
stjórn ÖldunnarÞjóðminja-
safni til varðveislu, fyrsta
félagsfána sinn, sem jafn-
framt er fyrsti stéttarfé-
lagsfániáíslandi.
Ragnar Hermannsson,
formaður félagsins, rakti
aðdraganda að gerð fán-
ans. Þar kom m.a. fram að
fyrst var rætt um að Aldan
ætti að eiga fána í nóvem-
ber árið 1900. Var þá kosin
nefnd í málið sem skilaði
skömmu siðar áliti um útlit
fánans. Þar var lagt til að
hann yrði blár með kútter-
sigldu skipi í miðju, sem
yrði hvítt að lit, svo og nafn
félagsins.fyrirofan.
Ekki var vitað um kostn-
að viö gerð fána og liggur
fánamálið niðri þar til í
október 1906 og i janúar
1907 var gerð teikning að
fánanum og fyrirspurn til
útlandaumkostnað.
Fáninn er búinn til i Dan-
mörku og i fundargerð í
nóvember 1907 er sagt að
ágóði af tombólu hafi orðið
509,30 og hafi stjórnin
fengið af þvi 180 kronur að
láni.fyrirfánafélagsins.
Ragnar afhenti einnig
fánastöng og fót, sem not-
aður var til að stinga fán-
anum niður i jörðina, á úti-
samkomum. Fáninn var oft
notaður á útisamkomum,
svo og við jarðarfarir fé-
lagsmanna.
Þór Magnússon, þjóð-
minjavörður, þakkaði
Öldumönnum þann hug
sem þeir sýndu safninu
með þessari afhendingu og
sagði að fánin yrði varð-
veittur i Sjóminjasafni, sem
fyrirhugað er að koma á fót
ávegumsafnsins.