Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Page 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Page 15
STOFNA Brjóstmynd af Guðmundi heitnum sem Sjómannadagsráð gaf honum á sjötugsaf mælinu fyrir tveim árum. ÞEIR VILDU uðum á fundinum, síðan var kosin undirbúningsnefnd og var ég formaður hennar. Við héldum tvo fundi, undirbjugg- um lög félagsins og siðan var boðað til stofnfundar. Á bann fund mættu 53 konur og á fyrsta fundinn tíu i viðbót svo stofnfélagar eru taldir 63. Þetta var 11. febrúar 1959 svo Kvenfélagið Aldan veröur 25 ára eftir áramót. Það er nóg af afmælum um þessar mundir, segir Laufey og hlær. Ég var kosinn fyrsti formaður, heldur hún áfram og var það í tólf ár. Sumarbústaðurinn Ölduvör Andinn i kvenfélaginu okkar er alveg sérstakur. Sem dæmi get ég nefnt að aðeins ein hjón úr þessum hópi, hafa skilið þessi 25 ár, segir Laufey. Við erum að meðaltali 100 i félaginu, en það eru bara konur af Reykjavíkursvæðinu. Við höldum alltaf Vorhátið um ver- tiðaskiptin og bjóðum mönn- unum okkar sem eru i landi. Við höfum alltaf viljað halda uppi svolitilli menningu, t.d. hafa konurnar farið á málanám- skeið, farið í Námsflokkana að læra ýmis konar handavinnu og svo komum við saman og gerum handavinnu. Núna hitt- umst við t.d. hvert mánudags- kvöld og saumum fyrir basar sem við ætlum að halda til ágóða fyrir nýju ibúðirnar við Hrafnistu i Hafnarfirði. Mér finnst þetta óskaplega skemmtilegt, á svona kvöldum blómstrarfélagsandinn. Viðþurfum mikiðaðvinnaað fjáröflunarmálum þvi við réð- umst í það fyrir sex árum að kaupa sumarbústað i Gríms- nesinu þar sem bústaðir sjó- mannafélaganna eru. Hann heitir Ölduvör. Þaö er nokkuð dýrt að reka bústaðinn, þvi tim- inn sem hægt er að leigja hann ersvo stuttur. Félagsstarfið mætti dreifast meira á konurnar, það eru ekki nema svona 40 virkar a.m.t. Kannski erum við svo ráðrikar, þessar gömlu að þær komast ekkiað. Þessi félagsþátttaka hefur verið mér mjög mikils virði, ég skildi mun betur þá félagsþátt- töku mannsins mins. Strák- arnir miniryngri voru orðnirþað stórir að ég vildi annað hvort fara að vinna úti eða fara út í fé- lagsmálin og valdi það siðar- nefnda. ÁEiðumá síldarárunum Ég minnist eins sem ég hafði mikla ánægju af að beita mér fyrir í kvenfélaginu. Það var á síldarárunum að við Guð- mundurfórum austuráfirði.en þá var allur flotinn þar. Ég hitti nokkrar konur úr Öldunni sem ætluðu að heimsækja mennina sina en voru húsnæðislausar, fengu bara aö liggja einhvers staðar inni. Við fórum þá að athuga hvort ekki væri hægt að fá heimavistarhúsnæði fyrir þær og tókst að fá leigð tiu her- bergi á Eiöum. Árið eftirflugum við svo austur um hvita- sunnuna og ég gleymi þvi ekki þegar þær komu tíu saman í bil að sunnan. Þarna voru þærsvo eins lengi og hveróskaði, með börnin sin og mennirnirkomu i heimsókn þegar þeir höfðu tækifæri til. Þettavarskemmti- legtævintýri. Slæmtaðtala ítal- stöðina Að lokum Laufey, hvernig finnst þér lif sjómannskonunn- ar? — Ég held að sjómanns- hjónabönd séu oft sterkari en önnur, þar sem alltaf er um vissa endurnýjun að ræða, til- hlökkun og hátið þegar maöur- innog faðirinnerilandi. Það er eitt sem mér finnst Frh.ábls.63 ... Þarna voru þær einslengioghver óskaði, meðbörnin sín og menninir komu íheimsókn þegar þeir höfðu tækifæritil... Víkingur 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.