Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Page 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Page 29
FUNDUR FORSVARSMANNA STÝRIMANNASKÓLA Á NORÐURLÖNDUM Dagana 22.-23. september s.l. var hér á landi á Hótel Loftleiöum haldinn fundur forsvarsmanna stýrimannaskóla á Noröurlöndum. Vinnuhópur þessi hefur hist á hverju ári undanfarin 5—6 ár. Var nú komin rööin aö íslandi og sá Stýrimannskólinn í Reykjavík um skipulag fundarins og framkvæmd. Vinnuhópurinn hefur verið nefndur NORSIM þar eö eink- um hefur veriðfjallað um notk- un samlíkja (simulators) við kennslu i stýrimannskólunum. Fundinn sóttu 8 fulltrúar frá hinum Norðurlöndunum en auk þess sátu ráðstefnuna skólastjóri Stýrimannaskól- ans í Reykjavík, kennarar skól- ans og fulltrúar frá Landhelgis- gæslunni, FFSÍ, og BÍK. Fulltrúar komu sérstaklega frá SIMRAD og NORCON- TROL í Noregi. Fulltrúi Simrad, Trond Helland flutti fyrirlestur um notkun minni samlíkja við kennslu, annað hvort eina sér eða í stærri heild. Þá sýndi hann notkun þessara kennsh i- tækja á dýptarmælissamliki og svo á löransamliki Stýri- mannaskólans, sem hefurver- ið notaður við kennsluna und- anfarin ár. Bjorn Julsen yfir- kennari við sjómannaskólann i Frederiksstad í Noregi flutti erindi um siglingareglurnar, kennslu þeirra og próf í reglun- um á samliki. Urðu mjög gagnlegarumræðuriframhaldi af erindi Bjorns um túlkun á siglingareglunum t.d. þeirri grein, sem var ný í reglunum frá 1972, sem tóku gildi 15. júli 1977 — 10. reglu um aðskildar siglingaleiðir, en mjög hefur þessi regla verið rædd, eftir að hún tók gildi. Við breytingar á reglunum 1981, sem tóku gildi 1. júni s.l. voru einmitt gerðar umtalsverðar breytingar á þessari reglu og allartil mikilla bóta. Þarna tók til máls Bo Högbom lektor við Stýri- mannaskólann i Kalmar í Svi- þjóð, en hann hefur fyrir hönd Sviþjóðar fjallað mikið um þessi mál á fundum IMO i Lon- don, sem ástæða væri til að fulltrúar sjómannamenntunar hér á landi fengju að fylgjast betur með en verið hef ur. Þá flutti Birgir M. Norðdahl skipaverkfræöingur fyrirlestur um notkun tölva um borð i skip- um, en Birgir er kennari í þeirri grein í 3. bekk Stýrimanna- skólans og skoðuðu fundar- menn tölvur Sjómannaskól- ans. Skólastjóri Stýrimanna- skólans, Guöjón Ármann Eyj- ólfsson, kynnti Myndbanka Sjómanna og sýndir voru kafl- ar úr mynd Hampiöjunnar, sem gerð var í sumar, um vörpu i til- raunatank í Hirtshals i Dan- mörku. I heild var fundurinn hinn gagnlegasti og þótti takast vel. Fundarmenn og hinir norrænu gestir nutu hér gestrisni og vin- semdar fjölmargra aðila, m.a. bauð Halldór Ásgrimsson sjávarútvegsráðherra til há- degisverðar, svo og Friðrik A. Jónsson hf. og Simrad/Mar- ine. Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði bauð til kvöldverðar i hinum glæsi- legu húsakynnum DASI Hafn- arfirði. Hrifust frændur okkar mjög af þvi góða og mikils- verða starfi, sem þar er unnið og var vart unnt að fá betri landkynningu. Veörið og landið skartaði Stýrimannaskólinn i Kaupmannahöf n hef ur fengið vandaðan samliki til að æfa stjórntök og er hann notaður við endurmenntun skipstjórnar- manna, lóðsa o.fl. Hægt er aö taka kennsluna upp og endurspila svo hægt sé aö læra af góðum og slæmum viðbrögðum. Skólinn býður upp á námskeið við samlíkinn, sem standa fimm daga hvert. GuðjónÁ. Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimanna- skólans. ... Hrifustfrændur okkarmjög aö því góöa og mikilsveröa starfi sem þar er unniö og var vart unnt aöfáþetri land- kynningu... Víkingur 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.