Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Síða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Síða 42
Taflalll jj; (/> co oo o. 15 (0 15 (0 102 stk. 60 stk. 160 stk. 502 stk. togarar bátar stærri en 39 m bátar26—39 m bátarminnien 26 m skipta litlu í botnf iskveiðum Aöeins 38% flotans skipta máli þegar rætt er um endurnýjunarþörfina 70% botnfiskafla lands- manna árið 1982. Þessar tölur gefa til kynna, að huga þurfi sér- staklega að þessum skipum, þeg- ar fjallað er um endurnýjun flotans. Þær sýna einnig, að almennar al- hæfingar um allan flotann geta verið villandi. Örartækniframfarir Alla þessa öld hafa átt sér stað miklar tækniframfarir i fiskveiðum. Fyrst snerust framfarirnar um að gera skipin stærri og öflugri, en nú i seinni tíð um að gera þau hag- kvæmari. Sem litið dæmi um þetta má nefna, að ein togaraáhöfn er nú 15 manns, en var 30 manns fyrir 20 árum, þrátt fyrir aö gert sé að fisk- inum á sama hátt og áöur. Það er erfitt að spá um hvað framtiöin muni bera i skauti sér, þótt sjá megi ýmis teikn á lofti. Þaö fyrirkomulag, sem nú er viðhaft við fiskveiðar byggist á þvi að „sækja" fiskinn á haf út. Þetta er kostnað- arsöm aðferð og þvi er ekki ólík- legt, að meira verði gert af þvi aö „lokka" fiskinn i framtiöinni. Þá er Ijóst, að fiskirækt hvers konar mun vaxa i framtiðinni, þannig að hið hefðbundna fyrirkomulag á kannski eftir aó liða undir lok, eða a.m.k. dragast mikið saman. En hvaö sem öllu þessu liður er mikilvægt að aðlaga fiskveiðarnar tækniþróuninni jafnharðan og komast hjá tröppugangi i þeim efn- um. Niðurstöður I þessari stuttu grein, er aðeins drepið á nokkra þætti af mörgum. Þannig er ekki minnst á byggða- sjónarmiö eða hina félagslegu hlið fiskveiöa. i umfjölluninni um fiski- skipin erekki minnstá hluti einsog arðsemi, fiskvernd, fiskimið og staösetningu fiskiskipa, fiskmiðl- un né ástand og viðhald skipa, svo eitthvað sé nefnt. Þessi atriöi og eflaust mörg önnur þarf að skoða i þessu sambandi. Hins vegar hefur verið bent á að aldur og rúmlesta- tala eru ekki einhlitir mælikvaröar á ágæti fiskiskipa. Það er einnig varasamt að draga ályktanir af töl- um um meöalaldur fiskiskipaflot- ans. Aldur og stærö skipa er mis- þýðingarmikill þáttur í útgerð þeirra eftir þvi hvaða veiöiskapur er stundaður og hvaðan hann er stundaður. Það hefur einnig veriö bent á nauðsyn þess að athuga endur- nýjunarmálin í stærra samhengi en nú er almennt gert. Endurnýjun fiskiskipaflotans þarf að taka mið af æskilegri fiskveiðistefnu og afrakstursgetu fiskveiöistofn- anna. Tengslunum milli fiski- stofna, fiskveiða og skipastóls má ekki gleyma i umfjöilun um endur- nýjun islenska fiskiskipaf lotans. SKIPAVI DGEHDIR H F. Vestmannaeyjum Framleiðum: 26 feta fiskibát (Færeyingur) 25 feta planandi fiskibát 20 feta planandi fiskibát Nú er rétti tíminn til að tryggja sér bát fyrir vorið. Bjóðum hagstæð greiðslukjör Skipaviðgerðir hf. Vestmannaeyjum Stofnað1958 Sími: 98-1821 Kvöldsími: 98-1822

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.