Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Síða 43
SKRAPIÐ
Ráðstefna um kulda
Dagana 1. og 2. október var
haldin í Reykjavík ráðstefna
um vandamál tengd kulda og
vosbúð. Bar hún heitið „Að
halda lifi i kulda“ og var haldin
fyrir forgöngu Nprrænu sam-
starfsnefndarinnar um heilsu-
farsrannsóknirá noröurslóð.
Fjöldi erinda var haldinn á
ráðstefnunni t.d. um lifeðlis-
fræðileg og tæknileg viöhorf, til
þess að halda lifi i sjávar-
háska, um köfun og köfunar-
slys, ógnir veðurfarsins og ein-
staklinginn, áhrif kulda á
vinnuafköst, að klæðast i
kuldao.fl.
Ennfremur var hjálpar- og
björgunarstarfsemi á Islandi
kynnt þ.e. Slysavarnafélagið,
Hjálparsveitir skáta, Flug-
björgunarsveitin, Vinnueftirlit
rikisins og Rauði korssinn.
Einnig var fjallað um almanna-
varnir með sérstöku tilliti til
kulda og vosbúðar og um al-
mannavarnirá Svalbarða.
Meiningin er að birta erindi
sem áhugaverðast þótt fyrir
sjómenn.í næstablaöi.
Orkusparandiaö-
gerðir
Sjávarútvegsráðuneytið gaf
út svohljóðandi fréttatilkynn-
ingu, 26. septembersl:
Ráöuneytiö hefur ákveðið
aö verja nokkru fétil lánveit-
inga til þeirra útgeröa sem
hyggja á orkusparandi að-
gerðir i skipum sínum. Ráðu-
neytið hefur fyrr á þessu ári
staðið fyrir lánveitingum sem
þessum, en þá var þeim lánað-
ervildu breyta yfirtil svartoliu-
notkunar i skipum sinum. Lán-
veitingarnar nú verða með
svipuðum hætti og þær hafa
verið að þvi undanskyldu aö
fleiri orkusparandi aðgerðir
eru lánshæfaren áður. Ætlunin
er að lána út á orkusparnaðar-
aðgerðir vegna svartoliunotk-
unar, raforkuframleiðslu með
aðalvélum, notkunar afgangs-
varma frá aðalvélum og vegna
aðgeröa á framdrifsbúnaöi. Þá
er einnig ætlunin að styrkja
menn til kaupa á olíueyðslu-
mælum i fiskiskip. Gert er ráð
fyrir aö 40% kostnaöar viö
hvern mæli verði greiddur en
þá ekki meira en 25 þús. kr. i
hverju tilviki. Styrkurinn greið-
ist framleiðenda mælisins að
lokinni niðursetningu hans og
gegn framvísun staðfestingar
um að verkinu sé lokið.
Umsókn um lán og styrki
skal senda ráðuneytinu ásamt
greinargóöum upplýsingum
um viðkomandi framkvæmdir.
Allar nánari upplýsingar eru
veittar i ráðuneytinu.
Víkingur 43