Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Síða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Síða 51
Blóðgun og slæging bolfisks — í tilefni fræðslumyndar Sjávarútvegsráðuneytisins Höfundur greinarinnar, Ásgeir Matthíasson, er 29 ára gamall, vél- stjóri og tæknifræöingur aö mennt. Hann hefur unnið á tæknideild R.F. sl. tvö ár, m.a. viö hönnun flutnigskerfis í fiskilestarog vinnslubún- aöarumborö. í kjölfar myndarinnar „Fagur fiskur í sjó“, sem Sjávarútvegsráðuneytið lét gera, til kynningar og fræðslu um meðhöndlun sjávarafla, hefur spunnist nokkur umræða i fjölmiðl- um um blóðgun og slæg- ingu bolfisks. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hefur, á undanförnum árum staö- ið fyrir rannsóknum á meðhöndlun bolfisks um borð í fiskiskipum. Hafa í þvi skyni verið farnir róðrar með mismunandi fiskiskipum, til þess að framkvæma tilraunir og taka sýni við sem eðlileg- astaraðstæður. Markmið rannsókna þessara er, að fá úr því skorið með hvaða hætti meðhöndla eigi fiskinn til þess að sem bestu hráefni sé skilað i vinnslu í landi, þar á meðal hvernig haga eigi blóðg- un og slægingu. Þó að rannsóknum sé ekki lok- ið i heild, eru komnar nið- urstöður sem sýna ótví- rætt hvernig standa skuli að meðhöndluninni i megindráttum. En áður en nánar verður farið út í meðhöndlun aflans, ætla ég aðeins að fjalla um vinnuaðstöðu um borð i fiskiskipum. Vinnuaðstaða um boró í fiski- skipum Eins og allir vita, er vinnuaðstaða til með- höndlunar fisks, ærið misjöfn um borð, svo ekki sé meira sagt. Víða t.d. um borð i mörgum nýj- ustu togurunum, hefur verið reynt að leiða hug- ann að þessu atriði, við smíði þeirra, en annars staðar virðist lítið sem ekkert hafa verið hugað að þessum hlutum. Þrátt fyrir mjög hraða þróun i búnaði skipa, sem miðar aðallega að þvi að auka afkastagetu þeirra við veiðar, hefur gæðum fiskafla sem bor- ist hefur á land á undan- förnum árum, farið hrak- andi. Auðvitað eru fleiri þættir sem hafa áhrif á gæði aflans s.s. togtími og lengd hverrar veiði- ferðar, og stundum hafa þessir þættir afgerandi áhrif. En samt má ekki líta fram hjá mikilvægi góðrar vinnuaðstöðu. Það þættu sjálfsagt ekki góð vinnuþrögð, í vinnslustöðvum í landi að þurfa að beygja sig niður eftir fisknum, halda hon- um síðan með annarri hendi á_meðan gert er að honum, og henda honum því næst upp fyrir sig í þvottabúnaðinn eða á dekkiðaftur, til að endur- taka þetta síðan, ef blóðgaö er og slægt í sitt hvoru lagi. Þá er öll með- höndlun fisksins i lestinni ótalin. Auk þess hvað þessi vinna er mikið álag á mennina, er þetta ákaflega varasöm með- höndlun á fiskinum. Hættan á skemmdum er mjög mikil á þessu stigi og þær verða ekki aftur teknar, heldur er liklegar aö fiskurinn falli i verði. Notkun færibanda til þess að flytja fiskinn upp á aðgerðarborð og síðan áfram frá aðgeröarborð og yfir í blóðgunar- eða þvottakar, er ekki algeng sjón um borð i skipum, þó þetta þyki sjálfsagt mál i landi.Tæknilega séð eru á þessu fáir eða engir þröskuldar. En hvað er það þá? Niðurstöður tilraunaR.F. Hvað niðurstöður úr til- raunum okkar varðar, þá Ásgeir Matthíasson, tæknifræðingur ... Þaö þættu sjálfsagt ekki góö vinnubrögö í vinnslustöövum í landi, aö þurfa aö beygja sig niöur eftir fiskin- um, halda honum síöan meö ann- arri hendi á meö- an gert eraö honum og henda honum því næst upp fyrir sig í þvottabúnaöinn. Víkingur 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.