Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Page 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Page 4
Guðjón A. Kristjánsson Nokkuö er um liöiö síöan þessi leiöari var skrifaöur og á jbe/m tíma hafa sumar forsendur breyst, t.d. hefur loönuverö nú veriö ákveöiö. Breytingarnar hafa þó sáralítil áhrifá meginþætti málsins og þvi þótti ekki ástæða til aö endurskrifa greinina. Sjóðakerfið verður að Atvinnuöryggi sjómanna á þessu ári hefur verið mjög óvíst vegna aflatakmarkana og horfur i haust eru slæmar. Úthlutaðir aflakvótar á bolfisk i sumum sjávarplássum eru búnir. Miklir erfiðleikar eru á sölu og verðlagningu á þeim afla sem ráðgert var að veiða i haust. Söltuð síld virðist illseljanleg á erlendum mörkuðum og verð á loðnuafurðum erlendis lækkandi. Þeir sem reka loðnubræðslur hér á landi segjast alltaf tapa stórfé á þeim rekstri, jafnvel má leiða likur að þvíað þeir töpuðu þó að hráefnið væri ókeypis. Skyldu þær verksmiðjur í Færeyjum og Dan- mörku, sem fengu loðnu af Jan Mayen-mið- unum i haust vera reknar sem góðgerðar- stofnanir? Svarið við þessari spurningu er: Nei, þetta er atvinnustarfsemi sem er irekstri vegna arðsemi. Verölagning á loönu Þegar loðna er verðlögð hjá verðlagsráði sjávarútvegsins eru notuð gögn Þjóðhags- stofnunar, með sama hætti og þegar aðrar tegundir eru verðlagðar. Meðaltal er allsráð- andi og kemur út eins og annarsstaðar hjá vinnslugreinunum að skussunum er hampað á kostnað þeirra sem betur gera. Afleiðing þess er að litlar eða engar framfarir verða og margir kostnaðarliðir i vinnslu og markaðssetningu eru slíkir að óverjandi er. Nýja tækni og ný vinnubrögð er full þörf á að innleiða í íslenskar loðnubræðslur. Nú starfar þar óhóflegur mannafli og engar breytingar á því eru i sjón- máli. Flutningsgjald héðan er reiknað inn í verðlagninguna á nánast þreföldu verði á við það sem gerist hjá Færeyingum. Færeyingar greiddu á síðustu vertíð $24 fyrir flutning á tonninu, en íslendingar þurftu þá að greiða $77 á tonnið. Þegar hæst verð var greitt til útgerð- armanna hér fyrir loðnu á síðustu vertið, fékk útgerðin i Færeyjum 55—60% hærra verð. Tólfta september i ár fékkst verð sem svarar 1780 íslenskum krónum fyrir hvert tonn af loðnu sem landað var í Færeyjum, kr. 2400 ef henni var landað i Danmörku. Þá var enn ekki búið að ákvarða loðnuverðið á íslandi. Það ber allt að sama brunni i verðlagningu á sjávarafla til sjómanna, laun fyrir sjómennsku eru orðin óviðunandi. Ef vel á að fara, þarf verðið að vera svipað og í næsta nágrenni okkar. Það getur reynst örlagaríkt ef ekki er hægt að koma afurðum okkar til verðs í sam- ræmi við það sem gerist hjá öðrum fiskveiði- þjóðum. Okkur ber að vinna að því að verk- smiðjur okkar séu samkeppnisfærar við það sem best gerist í öðrum löndum. Góðir verkmenn til sjós leita nú í störf í landi og fá þau, vegna þess að þeir eru duglegir og góðir verkmenn, sem ekki þurfa eftirlit við störf sín og geta unnið sjálfstætt. Föst kvótaskipting á skip hefur þau áhrif að sjómenn treysta ekki lengur á fiskveiðar sem heilsárs vinnu. Fisk- vinnslufyrirtæki bregða fyrir sig stöðvun á móttöku i tíma og ótima, án þess að sjómenn fái nokkra vitneskju um það fyrirfram og geta þar af leiðandi ekki skipulagt sína ársvinnu af neinu viti. Því sem talin voru eölileg aflabrögö í viku hverri fyrir fáum árum, og að vinnslan gæti afkastað á einni viku íeðlilegri vinnslurás, er nú verið að dreifa á miklu lengri tíma. Laun sjó- manna eru ákvörðuð af magni og gæðum afl- ans (afkastahvetjandi launakerfi), en þeim er nú ætlað að minnka afköst sin og vinna fleiri daga á lægri launum. Skipstjórar og skips- hafnir, sem árum saman hafa aflað vel og verið undirstaðan í arðbærum útgerðarrekstri og uppbyggingu fiskvinnslustöðva víða um land, eru nú mesta meinsemdin í sjávarútvegi vegna dugnaðar og aflasældar. Vel þjálfaðir tilvon- andi skipstjórar sem áður komu úr skipsrúmum þeirra fá nú litla eða enga möguleika á að sýna hvað íþeim býr. Athafnafrelsiþeirra erfyrirfram heft. I öllum öðrum atvinnurekstri er talið nauðsynlegt að frelsi sé til innbyrðis sam- keppni, svo þeirsem bestgera bæti greinina og þeirsem lakari eru verði annað hvort að taka sig á eða verða undir. Þessi grundvallaratriði eru ekki að verða til lengur í íslenskum sjávarút- vegi. Hvort sem litið er til vinnslu eða veiða er endalaust haldið áfram að fulltryggja alla með svo víðtækri samhjálp og millifærslum innan sjávarútvegsins að þeir sem best gera halda þeim uppi sem verið hafa með taprekstur árum saman. Lausnir ríkisstjórna á hverjum tfma á vanda sjávarútvegsins eru ævinlega þær sömu: Að færa fé frá sjómönnum til útgerða. Að lögbinda tvöfalt fiskverð. Að lögbinda greiðslur í sjóði útgerðaraðila utan hlutaskipta. Að lögbinda greiðslur af útflutningi í sjóði fisk- vinnslu og útgerðar. Að lækka greiðslur úr fæðissjóði til sjómanna. Að færa greiðslur úr aflatryggingasjóði til út- gerðar. Samtals um 50% af raunverulegu fiskverði eins og það ætti að vera fer til útgerðarmanna f einhverri mynd.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.