Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Side 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Side 12
Viðtal Áhöfnin á Sigrúnu AK 71 sem lenti í mannskaðaveörinu. Fremri röö f.v. Þóröur Sigurösson, stýrimaöur, Guömundur Jónsson skipstjóri og Gunnar Jörundsson 1. vélstjóri. Aftari röð f.v. Trausti Jónsson háseti, Ás- geir Ásgeirsson matsveinn og Kristján Fredreksen 2. vélstjóri. Ég skal segja þér aö ég hugsaði til hennar móöur minnar, sem beiö heima á Akranesi. 12 Víkingur sé einhver dýrðlegasta sjón sem ég hef séð, þegar Þór birtist. Við lifnuðum allir við, enda mikið öryggi að hafa varðskipið þarna hjá sér. Guðmundur hafði staðið við stýrið illa klæddur í meira en 30 klukkustundir, utan hvað ég haföi hvilt hann stund og stund, áður en mig tók út. Hann missti utanyfir frakka sinn þegar stýrishúsið fylltist og það var því annað en leikur að standa við stýrið i opnu stýrishúsinu á peysunni einni allan þennan tima. En þetta gerði þetta mikla heljarmenni. En þegar við komum að varð- skipinu var hann orðinn svo úrvinda aö hann vildi fara inn til Keflavikur. Ég vildi það ekki, heldur aö við héldum heim til Akraness og það varð úr að við gerðum það í fylgd varð- skipsins. Þetta var einhver þrái i mér og auðvitað tóm vit- leysa, við áttum að fara inn til Keflavikur. Eftir að talstöðin eyðilagðist á laugardeginum gátum við ekkert látiö af okkur vita. Við höfðum samband við miöun- arstöðina á Akranesi kl. 10 á laugardagsmorgninum, eftir það heyrðist ekkert i okkur. Nú lét varðskipið vita uppá Akranes, Sigrún komin fram og allir lifandi um borö. Það var múgur og margmenni á bryggjunni á Akranesi þegar við komum heim. Raunar lagði fólk sig í lífshættu með þvi að koma niður á bryggju, svo vont var veðrið og sjógangur yfir bryggjuna. Valur AK var týnd- ur og þvi ekki litill fögnuöur yfir þvi að við skyldum koma fram eftir að hafa verið týndir svona lengi. Hugsaðitil móður minnar — Þú sagðir áöan Þórður að þú hefðir talið allt vera búið þegar þig tók úr og þig bíða dauöa þíns. Hvað hugsa menn á svona stundum? — Ég skal segja þér að ég hugsaði til hennar móður minnar sem beið heima á Akranesi. Ég gerði þaö upp við mig á örskotsstund að nú væri

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.