Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Side 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Side 17
frá gervitunglakerfinu þegar þess er kostur, en annars tek- ur það merki frá Omegakerf- inu. Transit og Omega ná yfir alla jörðina og því er staðsetn- ingartækið sem nefnist MX 1105 hepþilegt sem nemi fyrir VMS eftirlitskerfið, sem áður er nefnt, enda fellur það þeint inn i kerfið. ’l stað MX 1105 má reyndar nota fleiri gerðir staðsetning- artækja svo sem Racal-Decca MNS-2000, en þá þarf milliliö. MNS-2000 getur notaö merki frá 4 siglingakerfum þ.e. Tran- sit, Omega, Loran-C og Decca. MNS 2000 velur sjálft þestu möguleikana hverju sinni. T.d. mundi það velja Deccakerfið i Norðursjónum, þar sem það kerfi er mjög nákvæmt. Þegar komið er út á Atlantshafið mundi það skipta yfir á Loran- C. Ef siglt væri i suðurátt verður Loran-C kerfið óná- kvæmt, fjarlægð til sendi- stöðva of mikil, þá skiptir MNS 2000 yfir á Transit og Omega. MNS 2000 frá Racal-Decca var sýnt á Sjávarútvegssýn- inguni. Radaraðvörun Þegar fylgst er með skipi úr fjarlægð og vitað er hvar það er statt, hver stefna og hraði þess er og hvernig veðrið er vantar vitneskju um nánasta umhverfi skipsins svo hægt sé að fylgjast með þvi sem er að gerast umhverfis það, til dæmis hvort önnur skip eru i nágrenninu og hvort þau nálg- ast. Koden fyrirtækið framleiðir radartæki sem kynnt var á Sjávarútvegssýningunni sem gefur aðvörun, ef endurvarp kemur inn á visst svið á radar- myndinni. nýJUMGAR Radar þessi sýnir myndina i litum þannig að sterkt endur- varp er rautt, frekar veikt gult og veikt grænt, þakgrunnur (ekkert endurvarp) er þlár eða svartur. Sé viðvörunarþúnað- urinn settur á, koma fram á skjánum tveir rauðir hringir sem annaðhvort eru hálfhring- ir eða fjórðipartur úr hring (fer eftir þvi hvaö notandinn velur) og er hægt að ráða þvi hvar hringirnir koma á skjáinn. Bilið milli hringanna er 1/12 af sviðinu sem radarinn er stilltur á, ef radarinn er stilltur á 12 sjóm. sviðið er þvi þilið 1 sjó- mila. Viðvörun er gefin, ef end- urvarpið sem lendir á milli hringanna er sterkt þ.e. rautt og er á milli þeirra á meðan radarloftnetið fer tvo snún- inga. Hollendingurinn fljúgandi Áður en lagt er af stað i sjó- ferð er hægt að stilla inn á tölvur sem eru sambyggðar siglingatækjum (tölvu-loran o.fl.) breidd og lengd þeirra punkta þar sem breyta skal stefnu á leiðinni, sé sjálfstýr- ing, kompás og vegmælir tengd tölvunni, breytir skipiö sjálfkrafa um stefnu i þessum punktum. Tölvan sér einnig um að leiðrétta stefnuna fyrir drift og straumi. Ef breyta þarf á leiðinni út af fyrirhugaðri stefnu, eins ef breyta þarf hraðanum, er það gert með stjórntökum um borð. Ekki virðist neitt þvi til fyrirstöðu að gera þetta úr landi með þvi að nota INMARSAT kerfið. VMS-eftirlitskerfið frá Magnavox ásamt upplýsing- um um umhverfi skipsins t.d. radarmynd mundu gera fært að stjórna siglingu skipsins frá aðalskrifstofu útgerðarinn- ar. Þótt tækin geri kleift að sigla mannlausu skipi um úthöfin verður það sennilega ekki alveg á næstunni sem það verður gert nema i tilraun- arskyni. Engar alþjóðarreglur um siglingar gera ráð fyrir að mannlaust skip sé i förum og þyrfti þvi væntanlega að setja reglurumþaö. Hingað til hefur það aðeins veriö Hollendingurinn fljúg- andi sem siglt hefur mann- laust um höfin, draugaskip sem sjómönnum stóð ógn af. Umboð fyrir Magnavox hér á landi hefur R. Sigmundsson h.f. Tryggvagötu 6, Reykjavik. Fyrir Racal-Decca er umboðið hjá Rafeindaþjónustunni Eyjar- slóð 9, Reykjavik. Radíómiðun h.f. Grandagarði 9, Reykjavik, hefur umboð fyrir Koden. Benedikt H. Alfonsson Vinnur bæöi úr merkjum frá Transit gervitungla- kerfinu og Omega sigl- ingakerfinu. Víkingur 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.