Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Side 27
Einar Vilhjálmsson tollvörður I Reykjavík hefur verið Sjómanna-
blaöinu Víkingur mikil uppspretta fróöleiks aö undanförnu. Hann er
óþreytandi safnari þjóðlegs fróðleiks, hvort sem hann er að finna á
rituðu máli eða myndum. Greinarnar eftir Olaus Magnus og greinin
um Dýrafjörð eru frá honum komnar til blaösins og sömuleiðis
greinar um kraftblökk, Wathne og Seyðisfjörö, sem áður hafa veriö
birtar. Enn hefur blaðið mikiö efni frá Einari, sem væntanlega verð-
ur á siðum næstu blaöa. Við þökkum Einari fyrir skemmtilegt efni.
setjast niður og jafna sig. Allur
likaminn var á stöðugri hreyf-
ingu með bogin hné og sveifl-
andi arma. Eftir langa baráttu
komust þeir niður. Sumir tóku
á sig langan krók til þess að
hjálpa og leiðbeina smærri fé-
lögum sínum yfir hættulega
staði. Uppi á fjallinu fóru menn
i snjókast, sem ég og minir
samferðamenn tókum þátt i,
þegar við komumst um gil yfir
fjallið. Menn mega aldrei halda
að þeir eldri af áhöfninni hafi
talið sig of góða til þess að
klifa fjallið, sem er, ásamt
útreiðum og fuglaveiðum,
besta afþreying sem völ er á i
Dýrafirði.
Á mánudaginn var farið frá
skipinu i leiðangur inn i fjarð-
arbotn, með alla kadettana, á
3 bátum og skoðaður fallegur
foss. Ferðin var farin i fegursta
veðri og nestis, sem tekið var
með, neytt undir berum himni i
landi, i sólskini og hita svo við
gengum um á skyrtunum eins
og á heitum sumardögum i
skóginum okkar heima, þrátt
fyrir aö snjórinn umhverfis
minnti á annað en sjálenskan
sumarskóg. í bakaleiðinni vor-
um við minntir á hvar við vor-
um staddir. Við þurftum að róa
um eina og hálfa milu i hafgolu
en golan var svo nöpur að hún
smaug i gegnum frakka okkar
og vatnsþéttar regnkápur.
Þannig er hin dásamlega
veðrátta á Dýrafirði! Næstu
dagar liöu við æfingar um
borð, veiðar, útreiðar og fleira,
nytsamt eða til skemmtunar,
fram til síðdegis á miðvikudag
er við léttum akkerum og yfir-
gáfum hið islenzka Eldorado
eftir að hafa skipst á kveöjum
við franska nágrannan okkar
og héldum út á fiskimiðin. Um
kvöldið vorum við komnir
norður að heimskautsbaugn-
um og þar sem þetta var um
miöjan júní gekk sólin ekki
undir um nóttina. Veðrið var
fagurt og bjart. Allir hlökkuðu
til að sjá miðnætursólina. En
laust fyrir klukkan tiu kom
grænlenska isþokan yfir okkur
og huldi himin og haf. Von-
brigðin voru mikil. Samt gengu
menn um dekkið í von um
betra veður, jafnvel skipherr-
ann gekk ekki til svefns. Og
við vorum heppnir i þolinmæði
okkar.
Klukkan rúmlega ellefu leið
þokan inn yfir landið, sólin
sýndi sig i hátign sinni og viö
fylgdumst með henni til mið-
nættis þegar hún sem rauður
hnöttur skein yfir haf og himin,
þar sem þreyttir fuglarnir hóp-
uðu sig og vissu ekki hvort var
dagur eða nótt eöa hvenær sá
timi kæmi að þeir gætu tekið á
sig náðir. Auðvitaö voru allir
kadettarnir vaktir og kvaddir á
dekk til þess að sjá miðnætur-
sólina og tækin tekin fram,
athugun gerð á hinum sjald-
gæfa gesti, sem væri það allt
annar en sá sem á daginn
veitirokkuraf nægtum sinum.
Herra ritstjóri!
Þessi stutta lýsing á hluta
leiðangurs kadettskipsins
taldi ég að gæti vakið áhuga i
það minnsta þeirra lesenda
yöar, sem eiga ættingja eða
vini um borð hjá okkur, og ég
sendi yður hana hér meö til
birtingar i hinu virta blaöi yðar.
Þrátt fyrir að hún er rituð i
nokkru flaustri.
Á morgun yfirgefum við is-
land og höldum áfram ferð
okkar fyrir vestan írland, til
Sherburg við Ermarsund.
Skrúfukorvettan „Heimdal" í
Reykjavik, hinn 16. júni, 1860.
Yðareinlægur,
Z.
Úr lllustreret Tidende bls. 347
og 348.
... sólin sýndi sig i
hátign sinni og viö
fylgdumstmeö
henni til miönættis,
þegar hún sem
rauöur hnöttur skein
yfirhafog himin, þar
sem þreyttir
fuglarnir hópuöu sig
og vissu ekki hvort
vardagureöa
nótt ■ ■ ■
Víkingur 27