Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Qupperneq 33
Utan úr iKimi
heldur lúxus húsgögn ásamt
austurlenskum teppum. Aö
utan er allur bolur skipsins
meðhöndlaður með „epoxy"
þannig að engin samskeyti
sjást á plötum við rafsuður né
heldur dældir eða hrufur. Litur
skrokkurinn allur út eins og
hann sé úr glertrefjaefni. í
lestinni er 30 feta hraðbátur,
tveggja hæða með opinni brú.
Niu tonna krani er til að sjó-
setja gripinn þegar eigandann
langar á veiðar, væntalega
stórfiskaveiöar. Það munu
hæg heimatökin þvi væntan-
lega mun eigandinn ferðast
mikiö á heimslóðum, og eins á
þeim slóðum er Hemingway
reit um hina ódauðlegu bók
sina „Gamli maðurinn og haf-
ið“. Brúin er að sjálfsögðu
búin öllum nýjustu siglinga- og
öryggistækjum og ekkert til
sparað.
Enn um Broström
í Vikingnum birtist nýlega
þáttur um hrun skipaveldis
Broströms hins sænska.
Reynt hefur verið að bjarga
þvi sem eftir var og gera
„hrossalækningu" á fyrirtæk-
inu. Af skipaflotanum, er í voru
yfir 100 skip á stórveldistím-
anum, eru 3 eftir, tvö skip und-
ir sænskum fána, sérhönnuð
til flutninga á timbri og pappír,
og undir enskum fána siglir
eitt skip (specialtankskip).
Nokkra smá hluti á Broström i
skipum annarra félaga. Þetta
er þvi miður hið eina er eftir
stendur af þeirri áður fyrr
glæstu stórútgerð.
Minnkandi
atvinnuleysi
norskra sjómanna
Atvinnuleysi norskra far-
manna hefur minnkað frá ára-
mótum, '83 —’84 úr 3000 í
2305 menn. Þar af eru 470
yfirmenn.
Damerne forst
40 nemendur luku skip-
stjórnarprófi frá sjómanna-
skólanum í Svendborg. 4
dömur voru i hópnum, og
hæstar á prófinu urðu þær
Mette Hundhal og Helle
Jensen. Verðlaun voru sjón-
auki og sekstant, er afhentir
voru við mikinn fögnuö félag-
anna (sjá mynd).
Norrona,
færeyska ferjan í
ísiandssiglingunum,
fær nýtt verkefni
Þegar sumarsiglingunum
lýkur hjá Norronu, fer skipið i
verkefni fyrir TT-linuna
sænsku, siglir frá sept. til júní
næsta ár milli Trelleborgar og
Travemunde.
Lítinn tíma þarf til að
sigla inn í höfn
hjónabandsins
Per Henriksen er eigandi
Mercandia-skipafélagsins og
fleiri félaga, sem látið hafa
byggja fyrir sig i Fredrikshavn
yfir 100 kaupskip. Athafna-
maðurinn lét ekki giftingu sina
eða núverandi frú tefja sig frá
störfum. (Hann var ekkjumað-
ur fyrir). Í kaffitímanum skaust
hann og samverkamaöur, er
unnið haföi lengi hjá honum, út
i Vor Frelsers Kirke, og létu
pússa sig saman. Að athöfn-
inni lokinni héldu þau til starfa
á nýjan leik og engin vissi
neitt, fyrr en snuðrarar Billed-
blaðsins komu með fréttina,
að frk. Vivi Fram var allt i einu
orðin frú Henriksen. Þessi
háttur er þessum sívinnandi
dugnaðarmanni eðlilegur.
Hann byrjaöi sinn útgerðarferil
fyrir 20 árum, með hlut i 600
tonna strandferöaskipi, en
hefur nú byggt á annað hundr-
að skip, og gerir að jafnaði út
yfir 20 kaupskip, auk annarra
athafna. Þá fer hann ekki
heldur troðnar slóðir við skirn
skipa sinna. Fyrir nokkrum
árum neitaði hann, af öryggis-
ástæöum, að láta skrásetja
kvenháseta á skip sin, er
sigldu á hafnir Vestur-Afriku.
Konurnar kæröu til jafnréttis-
ráðs og unnu málið. Við næstu
skirnarathöfn hjá Mercandia
skirði karlmaður skipið og
síðan hafa einar 30—40 disir
misst af kærkomnum silfur-
armböndum og viðlika skart-
gripum, er jafnan hafa fylgt
slíkum athöfnum. Karlmenn
hafa nefninlega yfirtekið
þessa athöfn hjá Mercandia.
Dömurnar sem slógu
strákunum við i skip-
stjórnarfræðum.
/ kaffitimanum
skausthann og
samverkamaður,
sem unnið hafði
lengi hjáhonum, úti
Vor Frelsers Kirke
og iétu pússa sig
saman.
Víkingur 33