Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Síða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Síða 38
BEINHAKARLINN GunnarJónsson fiskifræðingur Ólafur E. Einarsson útvegsfræðingur. Beinhákarl Mynd: Goode and Bean 38 Víkingur Stærð Beinhákarlinn er næst- stærstur fiska og sá stærsti sem finnst á Islandsmiðum. Sagt er aö hann geti orðið 12—15 m langur og 3—4 tonn á þyngd en ekki hefur orðið vart við lengri fiska en 9 — 10 m á siðari árum. Hrygnur verða lengri en hængar. Minnsti beinhákarl sem vitað er um var 165 cm langur og er talið að hann sé svo langur við got. Heimkynni Beinhákarlinn finnst i Atl- ants- og Kyrrahafi. I N-Atl- antshafi finnst hann frá Is- landsmiðum norður og austur til Noregs og Múrmansk og þaðan allt suður til NV-Afriku og inn i Miðjarðarhaf. I vestan- veröu N-Atlantshafi finnst hann frá Flórida norður til Ný- fundnalands. I S-Atlantshafi er hann við sunnanverða Brasilíu suður til Eldlands og við suðurodda S-Afríku. I Kyrrahafi finnst hann viö N- Ameriku frá Alaska suður til Kaliforniuflóa og frá Ekvator til suöurodda Chile. Þá finnst hann viö Japan, Kóreu, Kina og við Nýja Sjáland og sunn- anverða Ástraliu. Hér við land hefur hann sést frá SA-landi vestur og norður með landi allt inn i Skjálfanda en algengast- ur er hann á svæðinu frá Dyr- hólaey að Látrabjargi. Lífshættir Beinhákarlinn er uppsjáv- arfiskur i kald- og heittempr- uðum höfum og sést oft i vatnsskorpunni. Hann kemur oft mjög nærri landi og jafnvel inn á hafnir, siðast sást einn syndandi i Ólafsvíkurhöfn snemma i september s.l.. Ýmist sjást einstök dýr eða nokkur saman, stundum heilar hjarðir, hundrað eða fleiri. Vera beinhákarlsins i yfirborðinu er sett i samband við fæðuöflun hans en hann lifir einkum á ýmsum smákrabbadýrum. Hefur fundist allt að hálfu tonni af fæðu í maga þessa risa. Su árátta beinhákarlsins að synda oft i röð tveir eða fleiri saman með bakuggana uppúr sjónum hefur komið af stað allskonar sögum um sæslöngur eða sjóskrýmsli. Einnig hafa dauðir sjóreknir beinhákarlar hjálpaö upp á þessar skrýmslasögur. Á kreiki eru sögur um aö beinhákarlinn eigi þaðtil að stökkva upp úr sjónum og hefur það verið talið stafa af löngun hans til leysis eða þyngsla og sé hon- um ruglað saman við höfrunga eða „sporléttari" háfiska. Beinhákarlinn er mikill göngufiskur. Alkunnugt er aö hann sést hér einkum fyrri hluta sumars og fram á haust en hverfur á veturna. Sama er að segja annars staðar þar sem hann þekkist. Hvað um beinhákarlinn verður á vet- urna er ekki vitað nákvæm- lega en giskað er á að hann hverfi út á djúpið og sé þar í vetrardvala. Lifir hann þá á forðanum úr lifrinni sem er bæði mikil og stór. Hljóðmerk- íngar á beinhákörlum eru hafnar i NA-Atlantshafi til þess að fylgjast með ferðum þeirra um höfin. Þá hefur verið reynt að aldursákvaröa bein- hákarla með aðstoð hryggjar- liða. Beinhákarlinn er talinn vera rólegheita skepna sem lætur þaö óáreitt þótt komiö sé nærri honum en hann getur þó slegið hraustlega frá sér með sporöinum ef honum finnst sér vera freklega misboðið. Nytsemi Beinhákarlaveiðar voru áður fyrr stundaðar í smáum stil frá Noregi, Irlandi, Skot- landi og íslandi en einnig frá snikjudýr eins og t.d. sæstein- sugur ofl. sem angra hann. Margir telja þó ólíklegt að beinhákarlinn geti stokkiö mjög hátt upp úr sjónum eða lyft sér nokkuö vegna ferð- Perú og Ekvator. Norðmenn stunda þessar veiðar ennþá auk Kinverja og Japana. Er beinhákarlinn skutlaður. Einn- ig veiðist hann i nei og vörpur og er litið á hann sem plágu i þeim veiðarfærum því hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.