Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Blaðsíða 42
Þýska vöruflutninga- skipið „Widar“ (stóra myndin) og disilvél þess (fyrir ofan). Vél- in er átta-strokka (þvermál hvers strokks er 105 sentí- metrar og bulluhæð 180 sentímetrar) og framleiðir v 32.000 hestöfl. Sams konar vél með 12 strokka framleiðir 48.000 hestöfl. Á vélinni eru margar dyr meö stálhuröum fyrir, svo aö menn geti gengiö inn í véiina, en aö sjálfsögöu er þaö aldrei gert nema þegar vélin er kyrrstæö. Við skulum ímynda okkur eftirgreindar aðstæður: Þú ert á ferð i bilnum þínum i stór- borgarumferðinni og sérð bíla- stæði sem þú vilt leggja í en verður að bakka inn i það. Þá stígurðu einfaldlega á kúpl- inguna og setur i afturábakgír . . . En imyndaðu þér nú að afturábakgír væri ekki til á neinum bilum. Hvað er þá hægt að gera? Stöðva vélina og — þaö hljómar að vísu lygi- lega — setja vélina aftur i gang en með öfugum snún- ingi. Þá seturðu bilinn i fyrsta gír og bakkar inn í bílastæðið. Þetta kann að hljóma eins og siðbúið aprílgabb i eyrum bilstjóra en þetta er einmitt það sem skipstjórar og stýri- menn á risastórum oliu- og flutningaskipum verða að gera þegar þeir eru að mjaka þeim að hafnargarði í þröngum höfnum. Nokkra metra áfram — stöðva vélina — ræsa hana aftur með öfugum snúningi — o.s.frv. þar til skipið er lagst að. 42 Víkingur Afturábakgír, búnaöur sem gerir kleift að láta skipsskrúf- una snúast öfugan snúning, Dísilvélar eða skiptiskrúfa, þar sem hægt er að stilla skrúfublöðin fyrirvaralaust til að knýja skip- iö áfram eða afturábak, koma ekki til greina á mjög stórum skipum vegna kostnaðar segja skipafélögin. Og á þvi leikur enginn vafi aö skipafé- lögin og vélaframleiðendur eru viðurkenndir heimsmeistarar í sparnaöi, þ.e. sparnaði á elds- neyti. Eldsneytiskostnaður er röskur helmingur af heildar- rekstrarkostnaöi stórs flutn- ingaskips. Á tímum hækkandi oliuverðs skiptir þessi liður þvi meginmáli um afkomu útgerð- arinnar. Okkur ökumönnum þykja þetta engar stórfréttir því að við höfum um árabil lagt áherslu á að fá okkur spar- neytna bila. Sparneytinn nú- timabill eyðir aðeins 200—300 grömmum af elds- neyti á klukkustund fyrir hvert framleitt hestafl. Þetta er mikill sparnaðaur miðað við það sem áður þekkist og af þess- um sökum ættu menn að ganga um með þyngri pyngju en áður. En hjá skipafélögunum litur dæmið öðru visi út. Þau yrðu fljótlega gjaldþrota ef eyðslan væri svona mikil hjá þeim. En þeim hefur tekist að fá æ sparneytnari skipavélar sem eyða aó jafnaði minna en 120 grömmum af eldsneyti á klukkustund fyrir hvert fram- leitt hestafl, sem sagt minna en fólksbill. Ekki eru nokkrar líkur á þvi að ökumenn geti nokkurn tima vænst þess að hafa svo sparneytnar vélar í bílum sínum. Hvers vegna ekki? Framleiðendur skipavéla vinna með allt aðrar stærðir. Jafnvel þó að við ökum um stoltir með 100 til -150 hestöfl undir vélarhlifinni, eru slikar „smávélar“ aðeins eins og leikfang i samanburði við „al- vöruvélar". Hámarksafköst stórrar skipsdísilvélar eru rösk 50.000 hestöfl. Stór og stæðileg tveggja-litra bilvél sýnist smávaxin þegar stærð brunahólfa þeirra er borin saman. Hver bulla i skipsdisil- vél er allt að einn metri i þver- mál og allt að tveir metrar á hæð. Hvert brunahólf er allt að 1500 litrar á stærð. Brunahólf- in eru tólf á stærstu vélunum með þá samtals 18.000 litra brunarými. Þessar stóru vélar eru jafn- þungar og u.þ.b. 1500 fólks- bílar af meöalstærð, um 1500 tonn. Þær eru um 23 metrar á lengd og 12 metrar á hæð. Til þess að huga að vélinni verða menn að klifra upp á hana i stiga og er komið fyrir pöllum utan á henni á mörgum hæð- um. Á vélinni eru margar dyr með stálhurðum fyrir svo að menn geti gengið inn í vélina en að sjálfsögðu er þaö aldrei gert nema þegar vélin er kyrr- stæð. Og hvernig skyldi standa á þvi að vél i slikum ofurþyngd- arflokki getur orðið heims- meistari i eldsneytissparnaði? Það tók nokkurn tíma. Fyrstu stóru gufuskipin tóku að leysa seglskipin af hólmi á síðustu öld. Marga útgerðarmenn rak i rogastans er þeir urðu varir við hve gifurleg kostnaðarhækk- un var þessu samfara. Árið 1858 var hleypt af stokkunum stærsta farþegagufuskipi heims á þeim tíma, „Great Eastern". Það var 211 metrar stafna á milli, knúið tveimur risastórum gufuvélum, sem hvor um sig framleiddi 4200 hestöfl. Önnur var látin snúa spaðahjóli en hin skrúfu. Auk þess var hafður nokkur segla- búnaður til þess að létta undir með vélunum. Great Eastern
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.