Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Síða 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Síða 53
FÉLAGSMÁL Kynning á starfi undanþágunefndar í samræmi við ákvæði ný- samþykktra laga um atvinnu- réttindi vélfræöinga, vélstjóra og vélavarða nr. 77/1984 svo og laga um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna nr. 81/1984 skipaði samgöngu- ráðherra hinn 17. júlí s.l. nefnd til að fjalla um undan- þáguveitingar. í nefndinni eru: Magnús Jóhannesson, formaður, Halldór Ibsen, tilnefndur af L.Í.Ú., Helgi Laxdal, tilnefndur af F.F.S.Í., Jónas Haraldsson, tilnefndur af L.Í.Ú., og Viðir Sigurðsson, tilnefndur af F.F.S.I.. Nefndin hefur haldið viku- lega fundi þar sem umsóknir um undanþágur hafa veriö teknar fyrir og afgreiddar auk þess, sem nefndin hefur unnið að því að setja sér ákveðnar vinnureglur og leiðbeiningar sem nefndin mun styðjast við, við veitingu undanþága, þann- ig að sem best megi tryggja framkvæmd ofangreindra laga og undanþágum fækki frá því sem verið hefur. Nefndinni er þó Ijóst að til þess að svo megi verða þurfi með einum eða öðrum hætti að efla áhuga þeirra sem stundað hafa sjó- mennsku án tilskilinna rétt- inda undanfarin ár. Nú þegar er boðið upp á námskeið fyrir vélstjórnarmenn er starfaö hafa á undanþágu og sérstök nefnd á vegum samgöngu- ráðuneytisins vinnur nú að endurskoðun fyrrnefndra at- vinnuréttindalaga meö það fyrir augum að skipstjórnar- mönnum er starfað hafa á undanþágu verði gefinn kost- ur á styttra námi til að afla sér takmarkaðra réttinda. Endan- legar starfsreglur nefndarinn- ar munu taka mið af niður- stöðum þessa starfs. Fyrst um sinn verða fundir vikulega á miðvikudags- morgnum kl. 8.00 og verða þá teknar fyrir allar umsóknir er borist hafa samgönguráðu- neytinu, á sérstökum eyðu- blöðum er þar fást, svo og öll- um skráningarstjórum. Nefndin mun ekki fjalla um umsóknir sem ekki eru fylltar út eins og eyðublaðið gerir ráð fyrir. Ef um er aö ræða umsókn um undanþágu fyrir mann er ekki hefur áður starfað á und- anþágu, fylgi umsókninni Ijós- rit af prófvottorði og atvinnu- skírteini viðkomandi. Til að nefndin geti betur metið það hvort skortur sé á mönnum með fullnægjandi réttindi eins og skilyrt er i lög- unumfyrirveitingu undanþága mun nefndin, þar til annað verður ákveðiö, eigi fjalla um umsóknir um undanþágur til skipstjórnarmanna á skipum yfir 80 brl. að stærð og vél- stjóra/vélavarða á skipum með aðalvél yfir 500 hö. nema að auglýst hafi verið eftir manni með full réttindi í fjöl- miðli (útvarpi eða dagblaði). Þessu til staðfestingar skal fylgja umsókninni sönnun þess að auglýst hafi verið, svo sem skeyti vegna útvarps- auglýsingar eða úrklippa úr blaði. Umsóknir um undanþágu skal eigandi eða skipstjóri skips undirrita. Þá má nefna aö í samræmi við lögin um at- vinnuréttindi skipstjórnar- manna, vélavarða og vélstjóra er stefnt að því að frá og með næstu áramótum verði inn- heimt sérstakt undanþágu- gjald, sem undanþáguhafar greiða og verður ákveðið mánaðargjald og greiðist fyrir- fram fyrir veittar undanþágur. Gjald þetta mun renna í sjóð er veita mun mönnum er starfað hafa á undanþágu fjárhags- lega aðstoð við að sækja sér réttindi með námi. Nú er unnið að þvi að undirbúa þessa gjaldtöku. Að endingu skal það ítrek- að, að nauðsynlegt er, að um- sóknareyðublaðið sé rétt og fullnægjandi fyllt út. Sérstak- lega er þýðingarmikið að ná- kvæmar upplýsingar liggi fyrir um fyrri undanþágur, hvenær og á hvaða skipum. Mörg dæmi eru þess, að umsóknum hafi verið synjað vegna ófull- nægjandi upplýsinga á um- sókninni, sem ella hefðu verið veittar, ef réttar og fullnægj- andi upplýsingar hefðu komið fram. Upplýsingar um veittar und- anþágur er hægt aö fá á skrif- stofu F.F.S.Í., í Borgartúni 18, alla virka daga, frá klukkan átta til sextán, nema á föstu- dögum, þá er opið til klukkan fimmtán. Siminn er 29933. Útbúum lytjakistur fyrir skip og báta. Eigum ávallt tilbúin lyfja- skrín fyrir vinnustaði, bif- reiðar og heimili. INGÓLFS APÓTEK Hafnarstræti 5. Sími 29300 Nefndinni erþó Ijóst aö til þessa að svo megi veröa, þurfi meö einum eöa öörum hætti aö efla áhuga þeirra sem stundaö hafa sjó- mennsku án tilskilinna réttinda undanfarin ár. Víkingur 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.