Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Blaðsíða 67

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Blaðsíða 67
Sildaræði, hrepparígur og Marsjall fé Var það slys, hrein óheppni, hvernig fór fyrir þeim félögum, Faxa og Hæringi, eða var stofnun þessara fyrirtækja „fjárfestingarmistök", eins og það mundi nú vera kallað? Flest bendir til að báðar bræðslurnar hafi verið not- hæfar en gagnýna má 'nvernig að kauþunum var staðið og hvar verksmiðjurnar voru staðsettar. Hráefnisskortur kom i veg fyrir að hægt væri að láta Faxa og Hæring mala Reykvikingum gull, sildin hvarf og birtist ekki aftur fyrr en rúmum áratug siðar, svo heitiögæti. Já, sildin hvarf, en eru ekki haldlitil rök að benda á þaö, — hvaö með ef svo hefði ekki verið? Augljóslega var mjög óhagkvæmt að flytja þá síld sem veiddist við Suður- og Vesturland á árunum 1947 — 1948 til vinnslustöðva á Norðurlandi, en kostnaður við þaö á þessum árum var álitinn vera milli 20 og 25 millj- ónirkróna. Vinnslugeta fiskmjölsverk- smiðjanna á Faxaflóasvæðinu var svo litil i ársbyrjun 1948, aö alveg var óhætt aö fjölga þeim og stækka. En hversu mikið? Þvi er vandsvarað, en benda má á, að i ársbyrjun 1948 var hafin vinna við ný- byggingar og stækkanir á sild- arbræðslum á Faxaflóa- svæöinu, þannig að af- kastageta þeirra var talin verða um 2000 tonn á sólar- hring að þvi loknu. Samkvæmt þvi hefði mátt bræða um 100 þúsund tonn á u.þ.b. tveimur mánuðum. Ákvarðanirnar um Faxa og Hæring voru teknar eftir að þetta var Ijóst og með þeirri viðbót var hægt að bræða þennan afla á rúmum mánuöi, en þaö samsvarar þvi magni sem veiddist metárið 1948. Rétt er þó aö geta þess, að trúlega hefði veiöst enn meir, ef ekki hefði verið löndunarbið og hægt að vinna aflann aö mestu leyti jafnóðum. Hvaða skýringar eru þá á þessum ákvörðunum? Tæp- ast dugar að benda á, að þær hafi verið rangar eða fávisleg- ar. Það er margt sem kemurtil: Greinilegt er aö eigendur skipsins og verksmiðjunnar hafa talið aö síldveiðin yrði veruleg á næstu árum og jafn- vel meiri en metárin 1947—48, að hafin væri nýt- ing á áður óþekktri auðlind. Stemmningin, sem skapaðist, þegar aflanum var ausið á landi úr Faxaflóanum, hefur haft sitt að segja, sjálfsagt má kalla það sildaræði og þeir sem áttu verksmiðjur græddu vel. Þá er eins vist að hrepþa- rigurinn góðkunni hafi lagt lóð sitt á vogarskálina. Reykvik- ingar áttu aðeins eina af þeim verksmiðjum sem til voru eða hafin smiði á í ársbyrjun 1948. Gat það talist eðlilegt með hliðsjón af þvi hversu stór hluti fólks á Faxaflóasvæðinu var búsettur i Reykjavik? Loks má geta þess að auðvelt hefur verið að útvega fé til þessara framkvæmda, en verksmiðj- urnar voru báðar að verulegu leyti greiddar með Marsjallfé. Hæringur og Faxi reyndust vera mistök. Slikt var ekki hægt að sjá fyrir. Á hinn bóg- inn hljóta stjórnendur borgar- innar og aðrir eigendur fyrir- tækjanna aö verða sakaðir um óvarkárni, þegar þeir tóku ákvörðun um stofnun þeirra. Þær ákvarðanir hafa byggst á mikilli bjartsýni, en vanþekk- ingu á lífsháttum síldarinnar, ásamt smáskammti af hreþþarig og slatta af Marsj- allfé sem hafa hjálpað til að gera þær að veruleika. Prentaðar heimiidir: Alþingistíöindi, 1948.Umræður ogtillögurum Hæring. Blaðaúrkliþpur. — Útvegur, sildarverksmiöja, höfn, árin 1948-1954. Unnið úr Alþýöublaöinu, Morg- unblaöinu, Tímanum og Þjóö- viljanum. Varðv. í BsR. Aðf.nr. 3707. Óprentaðar heimildir: Borgarskjalasafn Reykjavikur (BsR): Málefnadagbók borgarstjóra 1948—1954. Aðf.nr. 2088. Síldarverksmiðja við Faxa- flóa. Aðf.nr. 3773. Viðtöl: Höfundur átti stutt viðtöl við eftirfarandi um Hæring: Kristin Baldursson hjá Sildarverk- smiðjum rikisins, Pétur Sig- urðsson, fyrrverandi forstjóra Landhelgisgæslunnar, og Sigurð Jónsson, forstjóra Sjóvár. Varþaö slys, hrein óheppni, hvernig fór fyrir þeim félögum Faxa og Hæringi, eöa varstofnun þessara fyrirtækja „fjárfestingar- mistök", eins og þaö mundi nú vera kallaö? Víkingur 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.