Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Qupperneq 68
„Þetta kalla menn sílda
Olaus Magnus var á dögum á sextándu öld í Svíþjóó og var, aö því er virtist, æöi
langt á undan sinni samtið og fékk af þeim sökum aö þíta í ýms súr epli. Hann fæddist
áriö 1490 í Linköping og dó í Róm 67 árum seinna. Á lífsleiðinni kom hann víöa viö.
Hann varö sóknarprestur í Stokkhólmi og dómprófastur í Strángnás. Um 1520 var
hann diplomat í þjónustu Gustavs Vasa, en komst í andstöðu við hann er konungur
vildi koma á lútherskum siö í Svíþjóö. Hann varö landflótta og sem kirkjupólitískur
flóttamaður flæktist hann um Evrópu í hálfan annan áratug. Þá, áriö 1537, settist
hann að á Ítalíu og hóf þýöingarmikið og árangursríkt vísindastarf.
Olaus Magnus kom á fót prentverki í Róm og gaf þar úr ýms merk rit. Merkasta rita
hans er af mörgum talið vera sagnfræðiritiö Historia De Gentibus Septentrionalibus.
— Saga noröurþjóöa. Hún kom fyrst út áriö 1555, en síöar kom hún út í ýmsum
gerðum, bæöi auknum og styttum, og var þýdd á ítölsku, frönsku, hollensku, þýsku
og ensku. Hún var gefin út í 20 útgáfum fyrstu 100 árin, en hún kom ekki út á sænsku
fyrr en á þessari öld, þótt hún fjalli um líf sænsku þjóöarinnar.
Saga noröurþjóöa er safn sérstakra rannsókna og lánsefni úr lærðum ritum mið-
alda og renesanstímans. Þar er margháttaöan fróðleik aö finna, þ.á.m. um fiskveiðar
og meöferö aflans. Þaö sem fer hér á eftir er þaðan komiö og viö munum síöar, eftir
því sem tilefni gefst til, birta meira úr því ágæta riti.
Þvisíldin kemur upp
að ströndinni í
þvílíku magni að net
veiðimannanna rifna
og efstungiðerí
torfuna tvíeggjaðri
stríðsöxi eða
borðstúf, standa þau
þar.
68 Víkingur
Um síldina
Við strönd Skáneyjar í suður Gautalandi,
landshluta, sem samkvæmt gömlum rétti tilheyrir
Gautaríki, er stunduð síldveiöi undir haustið. Sildin
er söltuð í tunnur, fleiri en tölu verður á komið og
útskipað í þvíliku magni að ætla má að fullnægi
þörf mestallrar Evrópu fyrir saltaðan fisk. Til
Skáneyjar safnast ýmsir kaupmenn frá öllum
grannlöndunum og setjast þar að um tveggja
mánaða skeið, á hinni löngu breiðu strönd, búa
um sig i húsum eða tjöldum og kaupa síld fyrir
peninga eða í vöruskiptum og flytja hana síðan
burt á skipum sínum. Oft má kaupa hana fyrir
vægt verö, vegna mikillarsíldargengdar, því síldln
kemur upp að ströndinni í þvílíku magni aö net
veiðimannanna rifna og ef stungið er í torfuna
tvíeggjaðri striðsöxi eða boröstúf standa þau þar.
Þessi mikla veiði færir hinni konunglegu skatt-
stofu umtalsverðar tekjur, því nefndir kaupmenn
eru háðir ströngum refsilögum og lögum sem
segja að fyrst og fremst skuli þeir gjalda krúnunni
til þess að vera frjálsir til heimfarar, með öðrum
oróum, leyfi fógeta konungs til þess aó fara frjálsir
ferða sinna og leyfi til endurkomu, og þá með rétt-
um pappírum að geta sannað að á þessum stað,
þar sem þeir stunduðu jafnt veiðar sem verzlun,
hafi þeir ekki beitt neinn ofbeldi eða traðkað á rétti
neins eða valdið neinu tjóni. Einnig veiðist síld
tvær til þrjár rómverskar mílur frá landi, en hún
bragðast verr og er því ekki skattlögð jafn hátt. Á
sama tima er einnig mikil síldveiói við strendur
Englands og Skotlands, sem stunduð er af fiski-
mönnum frá Flandern og eftirþeim færsíldin nafn,
þannig að þegar hún kemur til Rómar kallast hún
flandrisk síld. Þótt þessi sildartegund sé löng og
gróf er hún vegna hins magra hafbotns ekki eins
góð og lystug, sem hin norræna síld er vegna hins
góöa bragðs og selst allsstaðar fyrir hærra verð.
Svo virðist sem síldin lifi ekki eingöngu á hinu
hreina efni, þaó er vatninu, eins og Isodórus taldi
áður, svo sem salamandran lifir eingöngu af eldi,
heldur nærist af hinu mikla æti, sem hún finnur á
hafsbotninum og klöppunum á þeim tíma árs sem
hún kemurafhafi inn til strandarinnar.