Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Page 70
Jakob
Jakobsson
forstjóri
Hafrannsóknar-
stofnunar
... vekur þaö strax
athygli aö þær
byggjast á yngri
árgöngum en þeim
sem voru íHvalfiröi,
þannig aö Hval-
fjaröarsíldin hefur í
raun og veru hvergi
fundist eftir aö hún
hvarf úrfiröinum.
70 Víkingur
HVALFJARÐARSÍLDIN
Eins og kunnugt er hófust
reknetaveiðar í Faxaflóa rétt
fyrir síðustu aldamót. í marga
áratugi voru veiðar þessar
einkum stundaðar til beitu-
öflunar. Síldaraflinn sunnan-
lands var því oftast aðeins lít-
ið brot af því sem fékkst við
Norðurland þar sem síldin óö
á sumrin og unnt var að nota
herpinætur til veiöanna. í
desember árið 1946 varð þó
vart allmikillar síldargengdar
í Sundunum viö Reykjavík og
einnig í Kollafirði. Veiðar hóf-
ust þegar með hinum hefð-
bundnu reknetum en einnig
voru reyndar nýjar veiðiað-
ferðir á þessum slóðum, þar
með talin botnvarpa. Eftir
áramótin eöa nánar tiltekið
hinn 18. janúar 1947 hófust
veiöar með herpinót. Þá kom
brátt i Ijós að herpinætur þær
sem notaðar voru viö Norður-
land dugðu ekki vegna þess
að sunnansíldin var smá-
vaxnari og ánetjaöist í
möskvum Norðurlandsnót-
anna. Því varö að nota smá-
riðnari nætur ef takast ætti
að yeiða síld í hringnót hér
sunnanlands. Þennan vetur
áttu tiltölulega fá skip slíkar
nætur. Um 42 skip munu þó
hafa stundað herpinótaveið-
ar á Sundunum og inní Kolla-
firði þennan vetur.
Hinn 1. nóvember 1947
varö vart mikillar sildar í
Hvalfirði og meö því hófust
vetrarsíldveiöarnar þar. Er
skemmst frá því að segja að
á tímabilinu frá nóvember-
byrjun 1947 og fram í byrjun
mars 1948 veiddust um 180
þúsund tonn af síld í Hval-
firði. Þetta voru margfalt
meiri veiðar en þekkst höfðu
áður utan Norðurlands. Talið
er aö allt aö 168 skip hafi
tekið þátt í veiðunum að ein-
hverju leyti. Á þeim tíma var
talið að mikið síldarmagn
væri í Hvalfiröi en aö jafnaði
var það á mjög litlu svæöi.
Var kvartað undan því að svo
væri bátafjöldinn mikill að oft
væri erfitt að athafna sig við
veiðarnar sem fóru fram á
mjög takmörkuöu svæöi
hverju sinni eins og að fram-
an getur.
Sýni sem tekin voru af
Hvalfjaröarsíldinni og aldurs-
greind á fiskideild Atvinnu-
deildar Háskólans veita góða
vitneskju um aldursdreifingu
síldarinnar. I sýnunum var
síld allt frá þriggja til sextán
ára aldurs en lang mest bar á
síld meö fjórum vetrarhringj-
um í hreistrinu. Átti þetta
jafnt við um íslensku vorgot-
síldina og íslensku sumar-
gotsíldina og virtist aflinn
skiptast nokkuð jafnt á milli
þessara tveggja síldarstofna.
Eins og fram kemur í grein
þeirra Árna Zóphaníassonar
og Sumarliða ísleifssonar
sem birt er hér að framan
kom síldin ekki aftur í Hval-
fjörð og hefur ekki gert það
að neinu ráði frá því hún hvarf
úr firðinum í mars 1948. Þeg-
ar reknetaveiöar hófust svo
við Suð-vesturland 1949 og
einkum eftir 1950, vekur það
strax athygli aö þær byggjast
á yngri árgöngum en þeim er
voru í Hvalfirði, þannig að
Hvalfjaröarsíldin hefur í raun
og veru hvergi fundist eftir að
hún hvarf úr firöinum.
Hin síöari ár eftir að fariö
var að fylgjast með síldar-
göngum að vetrarlagi hefur
það oft komiö í Ijós að meg-
inþorri íslensku sumargot-
síldarinnar hefur safnast á
mjög lítið svæði um hávetur-
inn. Á tímabilinu 1973 til
1979 hélt síldin sig oftast í
einni torfu sem var allt að
fjórtán sjómílur að lengd.
Þessi vetrartorfa var ýmist
milli Ingólfshöföa og Hroll-
augseyjar vestur í Meðal-
landsbug eða austur í Lóns-
vik. Hin síöustu ár hefur sildin
hins vegar safnast að vetrar-
lagi í Austfirði og hefur þá
komið fyrir að mælst hafa á
einni fermílu í Berufirði allt aö
200 þúsund tonn af síld.
Miöað viö þá reynslu sem
fengist hefur af hegðun síld-
arinnar aö vetrarlagi hin síö-
ari ár svo og stóraukna
þekkingu á stærð síldar-
stofnanna við ísland virðist
eðlilegt aö álykta að veturinn
1947 — 1948 hafi íslensku
síldarstofnarnir valiö sér
Hvalfjörð til vetursetu. Aflinn
þessa vetrarmánuði var eins
og áður sagði um 180 þús.
tonn. Þar sem Hvalfjaröar-
síldin (árgangurinn frá 1943
og eldri) kemur ekki að neinu
ráði fram í síldveiðum aftur
verður aö draga þá áiyktun
að Hvalfjarðarveiðarnar hafi
höggvið mjög stór skörö í
síldarstofninn og því ekki viö
því aö búast að slíkar veiöar
gætu haldið áfram. Sem bet-
ur fór átti Hvalfjarðarsíldin
sína afkomendur og rekneta-
veiðarnar sem stundaðar
voru á tímabilinu
1959—1960 hér suðvestan-
lands byggðust á þessum af-
komendum Hvalfjaröarsíld-
arinnar.