Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Page 76

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Page 76
Hann Skötti karlinn Jónas Árnason rithöfundur ásamt Jóni Sigurðssyni, sem er miklu þekktari sem Jón Kristófer kadett í hernum. Um lífshlaup Jóns kad- etts og þann demon sem honum hefur lengi fylgt, skrifaði Jónas bókina „Synd- in er lævis og lipur“, sem mikið hefur verið lesin. Nafn hennar er fengið úr Ijóði Steins Steinars um kadett- inn. „Syndin“ er að koma út öðru sinni um þessarmundir. Hér var um aö ræöa mótor af hinni alkunnu Glóöar- hausaætt. Þaö ereitt afprinsípum þeirrar ættar aö ætla sér góöan tíma til aö fara ígang. 76 Víkingur Ný bók eftir Jónas Árnason er að koma út um þessar mundir. Hún ber nafnið „Fleira fólk“, sem mönnum þótti eðlilegt í framhaldi af aö fyrsta bók Jónasar hét „Fólk“. Nú eru liönir tveir tugir ára síðan Jónas sendi frá sér bók, enda þótt hann hafi síður en svo setið aðgeröalaus og nagað pennastöngina á þeim árum. íslenska þjóö- in, og aðrar þjóöir reyndar einnig, hafa notiö leikrita sem hann hefur skrifaó, og sung- iö marga söngva eftir hann. En nú er sem sagt aö koma út ný bók frá honum, og kann aö vera aö sumum þyki þaö vonum seinna. í „Fleira fólk“ er aö finna pistla af ýmsu tagi, dagblaöapistla, dagbókarbrot og upp- rifjun gamalla minninga. Þar er sagt frá raunverulegum atburóum og raunverulegu fólki og kemur höfundurinn þar meira og minna við sögu. Flest þaö sem áöur hefur veriö birt af efninu er endurunniö og aöeins litið, ef nokkuö, hefur áöur birst í þeirri mynd sem þaö birtist á hinni nýju bók. Kjartan Guöjónsson listmálari teiknaði myndir viö suma þætti bókarinnar og er gildi hennar enn meira fyrir þaö. Víkingurinn fékk leyfi til þess aö birta eina frásögnina í bókinni, ásamt myndskreyt- ingum Kjartans Guöjónssonar. Sagan „Hann Skötti karlinn" var skrifuö í júlí 1954. Trúlegt þykir mér aö hún eigi eftir aö vekja áhuga margra á aö eignast bókina. S.V. Skötuselurinn er ófríöur fiskur, vægast sagt, ákaflega breiðleitur eins og Egill Skallagríms- son með ferlega skolta. Hann hefur átt heima á miklu dýpi í liðlega 100000000 ár, og líklega er hann orðinn svona breiðleitur vegna þess þrýstings sem verið hefur á hausnum á honum allan þennan tíma. Þar í djúpunum er svo dimmt að eiginlega hefur það ekki neitt upp á sig að vera þar með augu; miklu heppilegra að vera með radar. Enda er skötuselurinn með nokkurskonar radar upp úr hausnum, langa og næma fálmara. En hann er líka með augu. Ekki verður sagt að þau augu auki mikið á fríðleik hans. Sumum finnst hann ijótari en sædjöfull- inn. Skötuselir eru yfirleitt heimakærir. Stöku sinnum verður þó vart við skötuseli sem hafa synt úr djúpunum og jafnvel alveg upp íþirtuna við yfirborðið. Ekki veit ég hvernig á því stendur. Nema mér dettur í hug að kannski séu þessir skötuselir að athuga til hvers þeir séu með augu. Og nú kemur saga um einn slíkan, dapurleg saga því miður, en það er ekki mér að kenna. Hann ætiaði að gá sem snöggvast inn í Hornafjarðarós í byrjun þessa mánaðar, júli, á innfallinu. Sem aldrei skyldi verið hafa. Hann er harður straumurinn íþeim ós. Hann kemst upp í níu mílur. Hann tók skötuselinn með sér inn í fjörðinn. Og þá hætti skötuselnum að lítast á blikuna. Því að hér var sjórinn næstum alveg ósaltur og annarlegur á bragðið og svo ægi- lega gruggugur að skötuselurinn sá ekki glóru, og jafnvelradarinn brást honum aldreislíku vant, og hann þvældist fram og aftur um fjörðinn það sem eftir var af innfallinu og allan liggjandann og drjúgan part af útfallinu líka. Þá biluðu í honum taugarnar og hann ,,panikkéraði“ og hljóp á land. Það mun hafa gerzt um svipað leyti og ég klöngraðist um borð í tveggja tonna trillu sem lá við vesturhornið á uppfyllingunni í Höfn og settist á framþóftuna. Trilla þessi kom á sínum tima hingað til Hornafjarðar norðan frá Bakka- gerði við Borgarfjörð. Eigandi hennar, ágætur kunningi minn, hafði boðið mér með sér í færaróður. Hann hófst handa um að koma mótornum i gang. Það tók sinn tíma. Eins og reyndar við var að búast. Hér var um að ræða mótor af hinni alkunnu Glóðarhausaætt. Þaðer eitt af prinsípum þeirrar ættar að ætla sér góðan tíma til að fara í gang. Þeir frændur heimta sitt akademíska kortér eins og fleiri. Nema hann þessi gerði sig ekki ánægðan með eitt slíkt kortér. Þegar liðnar voru rúmlega tutt- ugu mínútur var hann enn ekki farinn að sýna nein afgerandi merki þess að hann ætlaði sér í gang. Þá tók ég eftir þvíað leikbræðurnir Lúlli, Gísli og Ingólfur voru að koma inn eftir vesturfjör- unni sem blasti við méryfir trillustafninum. Þeir drógu á eftir sér einhvern ókennilegan hlut og ég gerði mér strax Ijóst að miklir atburðir höfðu gerzt. Svo ég sagði við kunningja minn að ég

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.