Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Page 79

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Page 79
Hann Skötti og hann tók magann úr Skötta, og það verð ég að segja að enda þótt fiskur þessi væri býsna Ijótur útvortis var hann ennþá Ijótari innvortis. ,,Hérna, “ sagði Gísli og rétti Lúlla magann og var ákaflega akademískur. ,,Kreistu hann.“ Lúlli tók við maganum og sagði við Ingólf: „Langar þig ekki að kreista hann?“ ,,Jú,“ sagði Ingólfur. ,,Það er bezt að ég kreisti hann. “ Lúlli fékk Ingólfi magann úr Skötta og Ingólfur kreisti hann. Hálfmeltur smákoli féll úr maganum niður í fjörusandinn. ,,Lúra,“ sagði Gísli og sþarkaði kolanum til hænsnanna. ,, Smákoli, “ sagði ég. ,,Þú mátt kalla þetta kvikindi hvað sem þér sýnist, gæzkur, “ sagði Gísli, ,,en við köllum það lúru." leiður á öllu, jafnvelþvíað horfa upp ískötusel, og þeir skelltu saman skoltunum á Skötta íallra síðasta sinn, og Gísli þreifí sporðinn og fleygði Skötta, kviðristum og krufnum og magalaus- um, framundir flæðarmálið. Hann kom niður rétt hjá æðarkollunni og ungunum hennar. Þau ruku upp með andfælum og syntu burt eins og þau ættu lífið að leysa. Eða að minnsta kosti eins og þau væru að búa sig undir að taka tvöhundruð metrana í sundkeppni samnor- rænna fugla. Og viti menn! ísömu andrá kvað við gríðarleg skothríð frá gömlu púströri. Senior Glóðarhaus var kominn í gang. „Láttu mig heyra vísuna,“ sagði kunningi minn þegar ég var aftur kominn um borð til hans og setztur á framþóftuna. . „Já, “ sagði ég.,,Hún ersvona: „Gísli er snjallasti lúrupilkarinn hérna,“ sagði Ingólfur. „Ingólfur er nú líka seigur, “ sagði Gísli. „Við höfum oft pilkað lúru í hálfa skjólu,“ sagði Lúlli. Þegar nú búið var að kryfja Skötta, hvað gerðist þá? Æ, þá varð stemningin dálítið mis- lukkuð, því miður. Hænsnin horfðu lystarleysislega á lúruna sem komið hafði úr maga Skötta, en fóru svo aftur á stjá um fjöruna rótandi og goggandi eins og hver önnur hænsn, öll heimspeki horfin úr fasi þeirra. Félagarnir þrír opnuðu kjaftinn á Skötta ennþá einu sinni, en maður verður Af miðum utan má nú heyra mávakvak, því hinn spræki sprotafiskur með sporðablak er kominn ennþá einu sinni að endurnýja gömul kynni. Á flot ég ýti fleytu minni, fer á skak. “ Að svo búnu var stýrt sem leið lá út um Hornafjarðarós. Og þaðan tók það ekki nema eitt einasta óakademískt kortér að komast austur fyrir Eystrasker þar sem við hittum í bandóðan fisk. En það er önnur saga. Þau ruku upp meö andfælum og syntu burt eins og þau ættu lífiö aö leysa. Eöa aö minnsta kosti eins og þau væru aö búa sig undiraö taka tvöhundruö metrana í sundkeppni sam- norrænna fugla. Víkingur 79

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.