Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Blaðsíða 83
FÉLAGSMÁL
marka síefnu um heildarafl-
ann og fiskveiðistjórnun til
næstu 3—5 ára. Tölur um
heildarþorskaflann til næsta
árs 280—380 þúsund tonn og
einhver lágmarks viðmiöun
sem ekki væri farið niður fyrir.
Siðan skiptust menn i hópa
— annarsvegar þeir sem fjöll-
uðu um veiðar bátaflotans og
hinsvegar þeir sem fjölluðu
um veiðar togaraflotans. Helgi
Laxdal stjórnaði umræðum
bátamanna og Guðjón A.
Kristjánsson umræðum tog-
aramanna eins og þingiö 1983
ákvað i þingskjali nr. 50. Kl.
19:30 var fundi frestað til
næsta dags. Samþykkt aö
forsetar settu fram valkosti
um 3—4 leiðir til stjórnunar
fiskveiðannna næsta dag,
sem fundarmenn tækju af-
stöðu til eða þlönduðu saman.
Kl. 9:00 23. október mættu á
fund nefndarinnar menn frá
Hafrannsókn:
Jakob Jakobsson, forstjóri.
Ólafur K. Pálsson, fiskifræö-
ingur.
Guðni Þorsteinsson, fiski-
fræðingur.
Einar Jónsson, fiskifræðingur.
Ævar Steinarsson, fiskifræð-
ingur.
Ræddu þeir um hvað betur
mætti faramætti fara viö stofn-
stærðarmælingar á þorski og
kynntu hugmyndir um sam-
eiginlegt átak Hafrannsóknar-
stofnunar og fiskimanna við
stofnstærðarmælingar sem
þeir og fulltrúar á fiskveiöi-
nefndarfundi töldu að gerð all-
ar spár um stofnstærð þorsks
á næstu árum miklu marktæk-
ari og öruggari ef vel tækist til.
Þessar hugmyndir og tilbrigði
veiða og aflahorfur ásamt lið-
inni fiskveiöifortið mikið og al-
mennt rædd til hádegis.
Kl. 13:00 var fundað um
fiskveiðistefnu og valkosti.
3—4 leiðir i fiskveiðistjórnun
næstu ár — togaraveiðar ann-
arsvegar og veiðar bátaflot-
ans hinsvegar. Málin mikiö
rædd, farið yfir krossapróf
Sjávarútvegsráðuneytis um
kvótamál. Rætt um sölur á
óveiddum fiski og þeim
harðlega mótmælt. Lagaheim-
ildir til ráðherra taldar tvi-
mælalaust of rúmar og ef
stjórna ætti almennum botn-
fiskveiðum siðar með afla-
kvótum i skip ætti að fækka
tegundum i beinni kvótaskipt-
ingu eins og frekast væri kost-
ur. Þorskur og karfi á togarana
en bara þorskur á báta. í öllum
stjórnkerfum ætti að hafa eins
mikið frjálsræði og framast
væri unnt, útdeila heldur
aðeins minna magni til að
skapa frjálsræöi fyrir sem
flesta.
Hjálagt eru þeir valkostir
sem settir voru fram og menn
tóku afstöðu til.
Endanlegar tillögur sem
samþykktar voru eru merktar
fiskveiðistefna 1985—1988.
Fundir var slitið kl. 18:40 23.
október og þakkaði forseti,
Guðjón A. Kristjánsson, fund-
armönnum komuna og óskaði
þeim góðarar heimferöar.
F.F.S.Í.
Valmöguleikarfyrir
Fiskveiöistefnu
1985-88
Fiskveiðistefna i almennum
botnfisktegundum verði mörk-
uð til næstu fjögurra ára.
Stefnan verði mörkuð, með
það að markmiði að veiðar á
botnlægum tegundum nægi
sjávarútvegsfólki til heilsárs-
vinnu i greininni. Frjálsræði
verði sem mest innan þess
heildarafla sem veiddur veröur
á hverju ári. Þorskaflanum
veröi skipt upp milli báta og
togara. Bátar veiði 47% og
togarar 53% þorskaflans. Á
næstur fjórum árum verði
stefnt að 300—360 þúsund
lesta þorskafla. Á árinu 1985
verði viðmiðunarafli af þorski
um 300 þúsund tonn. Árin
1986,87 og 88 verði gengið út
frá þvi að þorskaflinn verði að
lágmarki 300 þúsund tonn.
Rannsóknir á lífríki sjávar
verði stórauknar og veiðiskip-
in notuð i mun meira mæli en
nú er til fiskirannsókna og
stofnstærðarmælinga. Sam-
starf fiskifræðinga og fiski-
manna við fiskrannsóknir
verði aukið og þekking þeirra
sameiginlega lögð til grund-
vallar við ákvörðun heildar-
aflans. Nauðsynlegt fjármagn
til hafrannsókna veröi tryggt
og rannsóknarskipum leyft að
veiða fyrir kostnaði. Þorskaf-
linn verði aukinn næsta ár aö
360 þúsund tonnum, þegar
stofnstærð hans leyfir.
Veiðar togaraflotans.
VAL 1.
1. Veiðiárið skal stytt með
beinni fækkun sóknar-
daga.
A. Allar veiöar skulu stöðv-
aðar í 25 daga á timabil-
inu 10. desember til 20.
janúar. Jól og áramót
verði i þessu 25 daga
timabili. Þau skip sem
stundað hafa siglingar aö
staðaldri um jól og ára-
mót síðustu 5 árin fái aö
uppfylla þessa skyldu á
tímabilinu 1. desember til
30. janúar, enda verði
þeim mönnum sem þess
óska veitt jólafri.
B. Þorskveiðar togara i júli
og ágúst verði takmark-
aðar við 20 sóknardaga
hvern mánuð. Hvert skip
láti af þorskveiðum
Ræh um sölur á
óveiddum fiski og
þeim harölega
mótmælt.
Lagaheimildir til
ráöherra taldar
tvímælalaustof
rúmarog efstjórna
ætti almennum
botnfiksveiöum
síöarmeö
aflakvótum á skip,
ætti aö fækka
tegundum...
Víkingur 83