Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Síða 88
Guðlaugur
Gíslason.
Talsveröar umræöur
uröu um íslensku
skýrsluna, sérstaklega
þann þátt sem
sneri aö veitingu
undanþága álslandi.
Norðurlandaþing
skipstjórnarmanna
Hínn 6. og 7. september
1984 hélt Samband skip-
stjórnarmanna á Norðurlönd-
um (Nordisk Navigatörkon-
gress) annan fund sinn. Fund-
urinn var haldinn í húsakynn-
um Stýrimannafélags Dan-
merkur i Kaupmannahöfn. Af
hálfu Stýrimannafélags Is-
lands sóttu fundinn þeir Sigur-
björn Guðmundsson varafor-
maöurfélagsins og Guðlaugur
Gíslason starfsmaðurþess.
I upphafi fundarins urðu
formannaskipti. Við for-
mennskunni tók fram-
kvæmdastjóri Skipstjórnar-
mannafélags Finnlands, Mark-
us Sinisalo. Fráfarandi for-
maður, Alex Toft formaður
Skipstjórnarfélags Danmerk-
ur, verður nú varaformaöur.
Að venju lögðu öll aöildar-
félögin fram skýrslur sinar,
sem voru kynntar og ræddar.
í finnsku skýrslunni kom
fram aö Finnar hafa gert
samning um að skipstóri taki
vakt á skipum upp að 1600
BRL. Er þá um að ræða að
skipstórinn standi 2 tima á
sólarhring.
Öll Norðurlöndin að Islandi
undanskildu hafa lög um
mönnun skipa, sem taka til
allra stétta. Þessi lög hafa
tekið miklum breytingum nú á
síðustu misserum. Allar breyt-
ingar ganga í þá átt að fækka
fólki. Mönnun er ekki eins og
áður þundin alfarið við stærð
skips eða vélar heldur er nú
einnig miðað við gerð, húnað
og verkefni. I Danmörku eru á
næstunni væntanleg ný lög
þar sem hverju skipi verður
ákveðin áhöfn á þennan hátt,
ef svo fersem horfir.
Talsverðar umræður urðu
um íslensku skýrsluna. Sér-
staklega þann þátt sem sneri
að veitingu undanþága á is-
landi. Var gerð um þetta mál
sérstök samþykkt sem er birt
neðan við þessa grein.
Eitt var það mál sem setti
mjög svip sinn á fundinn,
það sem Norðmenn kalla
„Germa Lioneir málið. M.s.
Germa Lionell var kyrrsett í
Tripoli í Libiu frá 11. mai til 20.
júli. Eins og flestum er efalaust
kunnugt af fréttum var einn
hásetinn kvalinn til dauða og
fleiri af áhöfninni máttu þola
pyntingar. Um þetta var gerð
sérstök samþykkt á fundinum.
I Noregi eru miklar umræöur
um samvinnu eða jafnvel
samruna Stýrimannafélagsins
og Vélstjórafélagsins. Á aðal-
fundi norska Stýrimannafé-
lagsins kom fram tillaga um að
sameina Stýrimannafélagið
og Vélstjórafélagið. Nú er í
undirbúningi skoðanakönnun
meðal félaganna um þetta
efni.
Nokkrar umræður urðu á
fundinum um samvinnu viö
vélstjórana. Starfandi er
nefnd sem skipuð er 2 fulltrú-
um frá hvorum aðila. Þetta mál
er mjög áhugavert og verður
fróðlegt að vita hvað kemur út
úr þessum viðræðum, sem
vélstjórarnir „störtuðu" á sið-
asta ári. (Þessu máli eru gerð
skil i síðasta tölublaði Vik-
ingsins af Helga Laxdal og
visasttil þess.)
Allar þjóðirnar (nema Is-
land)hafa gert kröfu til stjórn-
valda um aö sjómannalögum
verði breytt i þá veru að sjó-
menn geti krafist afskráning-
ar, ef skip þeirra eiga að sigla
inn á styrjaldarsvæði, án þess
að tapa stöðu sinni hjá út-
Gott hráefni
þarf góöa
meðferö
EimSalt ifc
Hvaleyrarbraut Hafnarfirði Simi 52166
88 Víkingur