Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Page 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Page 19
32. þing FFSI þannig að um raunhæfan val- kost sé að ræða fyrir öll skip miðað við sókn þeirra og veiðar undanfarin ár, þá geti F.F.S.Í. fallist á að sóknar- mark sé samþærilegur val- kostur fyrir þá sem eru á móti kvótakerfi, eins og vel útfært skrapdagakerfi gæti verið, til takmarkaðs sjálfræðis i veið- um og gæfi nýjum mönnum og skipum sanngjarna reynslu. Ég tek þetta svo skýrt fram i þessari setningarræðu vegna þess, að þess mis- skilnings hefur gætt að F.F.S.Í. hafi mælt með afla- kvótakerfi á einstök skip á al- mennum botnfiskveiðum. Það hefur ekki verið gert til þessa og verður vonandi ekki á þessu þingi. Vissulega eru skiptar skoðanir um þessi mál og lýðræðislegur meirihluti ræð- ur stefnumótun. Þeir sem ná fram stefnu sinni eru þá lika skyldugir til að taka að sér forsvar málsins og fylgja stefnunni fram. Endurmenntun og kauptrygging Ýmis sameiginleg hags- munamál stéttarfélaga F.F.S.Í. hafa náð fram að ganga á þessu og síðasta ári eða verið þokað til betri veg- ar. Á árinu 1984 fékkst fram viðurkenning á þvi að yfir- menn ættu rétt á endur- menntun og komið var á fót endurmenntunarnefnd F.F.S.I., L.I.Ú. og S.Í.K. Nefndin hefur skilað tillög- um um endurmenntun i 14 lið- um og nu er reynt að ýta þvi máli á framkvæmdastig en fjárveitingu skortir. Á þessu ári var skattafrá- dráttur sjómanna samræmd- ur með breytingu á lögum og njóta farmenn nú þess sama í þvi efni og fiskimenn. Með samþykkt nýrra sigl- ingalaga i vor, náöum við fram leiðréttingu á slysa-, örorku- og dánarbótum, en þar var þó einungis stigið eitt skref til leiðréttingar á þeim málum. Tillögur F.F.S.i. i þessum málaflokki fylgja skýrslu stjórnar og verða ekki raktar nánarhér. Þá mun ég vikja lauslega að samninga- og kjaramálum fiskimanna. Hvað varöar fiskimenn þá hafa verið gerðir tveir heildar- samningar á þessu timabili. Sá fyrri var gerður 3. april 1984. Helstu lagfæringar frá eldri samningum voru þær að hlutfall kauptryggingar yfir- manna var hækkaö, en, vegna láglaunabóta frá fyrri árum, var ekki lengur sam- ræmi milli kauptryggingar yfirmanna og undirmanna. I þessum samningum komu einnig inn ákvæöi um réttindi afleysingarmanns og endur- greiösla á útlögðum bifreiða- og simakostnaöi og ný grein um greiðslur þegar farið er með skip til viögerðar utan heimahafnar. Tvær yfirlýsingar fylgdu þessum samningi um viöur- kenningu á endurmenntunar- rétti yfirmanna og greiðslu kauptryggingar þann tima sem yfirmaður sækir slikt námskeið og greiðslu uppi- halds- og ferðakostnaðar. Tryggingar og lífeyrir Siðari yfirlýsingin er um könnun á kaupum vátrygg- ingar vegna sóttdauöa til sjós. Þessi mál hafa verið skoð- uð, og voru aftur tekin upp i samningum i vetur leið. Þess var einnig farið á leit við Al- þingi aö sóttdauði til sjós yrði bættur eins og dauðsfall af slysförum og tekið inn i 172. gr. siglingalaga, en náðist ekki fram, vegna andstööu viðsemjenda okkar og trygg- ingafélaganna. Þetta sýnir okkur að alþingi afgreiðir ekki mál með laga- setningu, þrátt fyrir að um réttlætismál sé að ræða, ef ekki næst samstaða viðsemj- enda um málið. Þess vegna var það, að valinn var sá kost- ur i siðasta verkfalli að gera samkomulag við útgerðar- menn um lagfæringar á 172. gr. siglingalaga og koma þeim Hampiöjan bauð þing- mönnum aö skoöa vinnusali og þiggja síö- an veitingar. Krásir voru á borðum og tölu- legar upplýsingar á spjöldum, sem Gunnar Svavarsson forstjóri skýröifyrirgestum. VÍKINGUR 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.