Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Síða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Síða 37
Háheilög mannblót Fyrir skömmu rakst ég á grein eftir Halldór Laxness um slysfarir meöal sjó- manna, ritaöa árið 1944. Við lestur hennar vaknaöi spurning í huga mér. — Hvaö hefur breyst á þessum rúmum 40 árum?? Eftir hæfilegar þenkingar haföi ég samþand viö Halldór, sem góöfúslega veitti mér leyfi sitt til aö nota greinina aö vild — heila eöa í þútum. Hérþirtistgreinin í heild og dæmi núhver fyrir sig. Rétt ádur ellefu; í þetta sinn tuttuguogníu — viö sjáum myndir þeirra í blööunum: úngir glaöir hraustir menn, kjarni þjóöarinnr. Ef viö lítum á skýrslur um skipatjón síöustu ára kemur í Ijós hvernig mannfólkinu er kastaö ísjóinn gegndar- laust einsog ónýtu rusli. Þessi sóun mannslífa er talin nokkurskonar sjálfsagöur skattur sem þjóöin greiöir útgeröinni, i hæsta lagi aö ein- hverjar viökvæmar landkindur tala um „fórnir“ eins og þaö væri einhver háheilög mannblót aö drepa þannig fólkiö, og guöfræöingar fara á stúfana í blööum og kirkjum og segja „þeir hafa hreinan skjöld“, rétt eins og einhverstaöar væru einhverjir sem álitu þetta glæpamenn. Síöan þegja allir þángaö til næstu handfylli af úngum glööum hraustum mönnum er kastaö niöur til fiskanna. Hvenær lýkur þessari morööld? Fiskveiöar á íslandi eru stundaöar meö þess- konar aöferö aö mannfalliö er sambærilegt aöeins viö allra mannskæöustu höfuöorustur í nútíma hernaöi. Bandaríkjamenn lýstu yfir því á dögunum aö í látlausum orustum á Ítalíu í und- angengna sex mánuöi væri manntjón þeirra rúm tvö þúsund fallnir. Þaö samsvarar því aö viö ís- lendingar heföum misst rúmlega tvo menn. Upp og ofan er heimstyrjöld meinlaust grín hjá því aö veiöa fisk á íslandi. Hvern er veriö aö afsaka og fyrir hverjum aö hræsna meö því aö prýöa þessa sóun mannslífa meö heitinu „fórn“ og öörum há- tíölegum nöfnum? Væri ekki næg aö spyrja: Hvar er moröínginn? Þegar þrettán létust á Reykjaborg, fjórtán á Heklu og fimm á Fróöa þurfti ekki aö fara í graf- götur um hver væri moröínginn. Þaö voru þýskir fasistar sem drápu mennina hreinlega. En þetta sama ár, 1941, fóru í sjóinn á annaö hundraö manns fyrir utan þá sem fasistar drápu. Hver borgar fyrir þá? Hver nauösyn veldur því aö viö íslendingar eigum í friöi aö kasta i sjóinn fleirum af okkar bestu sonum árlega en stórþjóöirnar missa í geigvænlegum styrjöldum? Er þaö jafn auöskiliö aö stærstu fiskiskip okkar, og þau sem fullkomn- ust eru talin, sökkvi af „náttúrulegum orsökum“ hér í kríngum landiö, eitt og tvö á ári auk smærri- skipa, einsog óvopnuö skip hljóta aö fara i kaf Þorvaldur Axelsson, erindreki S.V.F.I. undan skothríö herskipa? Hverskonar verkfæri eru þessi skip? Og hverskonar hafdjúp ómenn- ingar fær því valdiö aö menn eru látnir vinna meö verkfærum sem tefla lifi þeirra í slika hættu? Þaö er normalt aö til fjalla á islandi geri frost og hríö- ar á vetrardegi — hitt er ekki normall maöur sem fer eöa lætur senda sig i einni léreftskyrtu til fjallaferöa á vetrardegi, þó hann fari á staö i góöu. Hvaö ætlar þjóöin aö eiga leingi heima á islandi áöur en hún skilur aö þaö er normalt aö hér sé stórviörasamt i hafinu kríngum landiö á vetrardegi, en ónormalt aö gera ráö fyrir ein- hverju ööru? Þaö er ónormalt af þjóö aö kunna ekki aö haga sér eftir normulum veöurskilyröum lands síns. Ef verkfæri einsog fiskiskip þolir ekki normalt veöurlag á þeim staö þar sem þaö er notaö — ef viö finnum ekki upp aöferö til aö fiska á þessum heimamiöum okkar hér ööruvisi en drepa fólkiö, þá er sýnt aö viö höfum ekki þá menningu sem til þarf aö búa á íslandi, eigum ekki heima hér, ættum aö fara héöan burt. í landi er leynilögregla til aö hafa upp á þjóf- um, og vísindamenn sitja á rökstólum til aö rann- saka pest i sauökindum. Mundi þaö móöga nokkurn ef komiö væri á leynilögreglu og vís- indastofnun til aö rannsaka hvernig úngir glaöir og hraustir menn eru dregnir unnvörpum niörá hafsbotn á hverju ári? Fróöirmenn lúka upp einum munni aö ísvipinn séu fiskiskip hér í hættu vegna ofhleöslu, mörg hafi veriö gerö upp meö lestarstækkun fyrir aug- um, þannig aö þau séu illnothæf til sjósóknar viö ísland eöa i millilandasiglíngum á vetrardegi. Dæmi hafa veriö dregin fram um þaö aö íslensku fiskiskipi hafi hvolft í sumarblíöu og sléttum sjó aö veiöum, og mannbjörg oröiö rétt meö naum- indum. Sum eru svo illa smíöuö aö þau liöast í sundur ef eitthvaö er aö veöri, einsog t.d. morö- tóliö Þormóöur sem sá fyrir nokkrum tugum manna í farþegaflutningum í fyrra. Skipaeftirlit ríkisins þyrfti þó vendilegrar rannsóknar viö fyrst af öllu, ef orsakir sjóslysa yröu teknar til athug- unar af vísindamönnum eöa leynilögreglu. í bili viröist mest þörf á því aö sjómannafélögin komi sjálf á stofn skipaeftirliti, samansettu af sínum trúnaöarmönnum, til aö skera úr því hvaöa ís- Halldór Laxness skáld. í síðasta tölublaði Víkingsins var grein eftir Höskuld Skarphéðinsson skipherra um ör- yggismál sjó- manna. Þar vitnaði hann itrekað í grein sem Halldór Lax- ness skrifaði fyrir röskum 40 árum um fyrirhyggjuleysi þeirra sem ráða búnaði og ferðum skipa á íslandsmiö- um. Þar fjallar skáldiö tæpitungu- laust um málið og því miöur virðist greinin vera í flestu jafn tímabær nú og hún var þá. Meðan „mannfólkinu er kastað í sjóinn gegndarlaust eins- og ónýtu rusli", er góð vísa um það efni ekki of oft kveðin. Þess vegna aflaði Víkingurinn sér leyfis til að birta grein Halldórs hér. VÍKINGUR 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.