Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Page 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Page 48
I Áhöfnin í lúkarnum, Hilda Bianco, Lars Toft Rasmussen og Henning Sloth Pedersen. Áeinni bullu Skemmtisiglingar hafa á undanförnum árum færst mjög i vöxt eins og við islendingar höfum orðið varir við. Bæði hefur fjölgað mjög skemmti- bátum hér á landi og útlend- ingum sem koma hingað sjó- leiðina á allskonar fleytum hefurfjölgað mjög mikið. Talsvert er um það í ná- grannalöndum að menn kaupi gömul skip, sérstaklega seglskip, og geri þau upp til skemmtisiglinga. Á siðastliðnu sumri kom hingað til lands 'vélbáturinn Tornaq frá Grænlandi. Danski blaðamaðurinn Lars Toft Rasmussen keypti hann í Nuuk á siðasta ári með það fyrir augum að hressa upp á hann og nota til skemmtisigl- inga. Þetta er 10 tonna bátur með 25 ha Hundested vél. Báturinn var byggöur i Holbæk í Danmörku 1955 fyrir græn- lensku landstjórnina sem farþega- og rannsóknaskip. Hefur verið vel til bátsins vandað i upphafi og ekkert sparað til að hann stæðist þau átök við is og storma, sem vænta má við Grænland. Eru bönd og byrðingur úr valinni eik og skrokklagið þannig að ef hann lendir í isþrýstingi þá lyftist hann upp. Þá er einnig á honum vönduð ísklæðning. Vélin er jafngömul bátnum og þykir liklega heldur gamal- dags i dag. Er það eins stokks semi diesilvél 25 ha. Margar vélar af þessari gerð og svipaðrar gerðar voru i íslenskum fiski- bátum áður fyrr, og reyndust mjög vel. Þá má geta þess að þótt þessi vél sé gamaldags, þá er hún framleidd enn þann dag í dag og mun vera nokkuð al- geng i dönskum fiskibátum. Læknirlnn býr sig undir aö opna sjúklinginn. Á siðasta ári sigldi Lars bátnum ásamt félaga sinum læknakandidatinum Henning Sloth Pedersen suður fyrir Hvarf og norður með Austur- Grænlandi i kjölfar fyrsta hvita mannsins, sem fór þá leið, en á síöasta ári voru 100 ár frá þvi súferðvarfarin. Fóru þeir félagar norður til Angmagsalik og geymdu bát- inn þar yfir veturinn. Á siðast- liðnu sumri var þráðurinn tek- inn upp að nýju, báturinn mál- aður og vélin yfirfarin, áður en lagt var á stað til Danmerkur. I þeirri ferð var einnig græn- lensk vinkona þeirra Hilda Bianco. Ferðin frá Angmagsalik til Islands gekk heldur rólega vegna óhagstæðra vinda, þvi báturinn, sem gengur 7 milur i logni, stoppar alveg, ef einhvermótvindurer. Tóku þeir fyrst land á Isa- firði, en héldu þaðan norður fyrir land. 14. ágúst urðu þeir fyrir vélarbilun og voru dregnir inn á Húsavík. Daginn eftir kom þangað rannsóknaskipið Árni Friðriksson. Tókst ll-vél- stjóra rannsóknaskipsins að gera við vélina fyrir þá og héldu þeir úr höfn 16. ágúst. Var haldið til Seyðisfjarðar til að taka olíu áður en lagt skildi á hafið að nýju. Gekk ferðin þangð all vel, en þá gripu veð- urguðirnir heldur betur i taum- ana. Lagðist hann i megnustu ótið og urðu þeir veðurtepptir á Seyöisfirði. Hjálpaðist nú allt að til að gera þeim erfitt fyrir. Mjög var gengið á þann tima, sem þeir félagar höfðu til umráða, ótið og orðið áliðið sumars. Var þvi ákveðið að taka bát- inn á vagn og fara með Nor- rönatil Danmerkur. Þótti þeim félögum það ömurlegur endir á annars skemmtilegri ferð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.