Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Page 59
hádegismat. Mér tókst einhvern veginn að
skorða mig fastan inni í messanum og sofnaði
samstundis. Þegar ég vaknaði loksins, eftir
órólegar draumfarir, vantaði klukkuna fimm mín-
útur í tólf; fimm mínútur þangað til hádegismatur
átti að hefjast!
Nú var kokkurinn fljótur fram úr, það má hann
eiga. Þrútinn og illa lyktandi hentist hann fram í
eldhús og tvísteig þar svolitla stund meðan hann
reyndi aó átta sig á því hvernig ætti að bjarga
þessu. Sem þetur fer hafði hann ekki rænu á að
skamma mig vesalinginn neitt að ráði; hann hafði
svo sem ekki úr háum söðli að detta eftir frammi-
stöðu sína um morguninn.
Loksins tók hann ákvörðun. „Ommeletta!“
hrópaði hann. „ Við rétt náum að búa til ommel-
ettu!“ Ég sagði ekki eitt einasta orð meðan kokk-
urinn braut þau örfáu egg sem eftir voru á pönnu,
saxaði út í hræruna gamalt bjúga og lauk og
sagði mér svo hróðugur að þetta væri ommeletta.
Aftur á móti var hann svolítið skrýtinn, svipurinn
á vaktinni, þegarhún kom niðurog varöðru sinni
boðið upp á ommelettu, nú íhádegismat. Þennan
dag voru menn hins vegar umburðarlyndir í ann-
arra garð enda höfðu flestir nóg með sjálfa sig.
Þess vegna sögðu þeir ekki neitt en nörtuðu lyst-
arlitlir i ommelettuna sína. Stauluðust svo þegj-
andiíburt.
Þegar tími var kominn fyrir kvöldmat var ég
blessunarleaga laus úr prísundinni og kominn i
koju. Ég hafði aldrei kjark til þess að spyrja hinn
messaguttann hvort ommeletta hefði verið á
borðum. En næsta sumar fór ég í byggingar-
vinnu.
En ístaö þess að
fara í varhélthann
sig úti íóveörinu
miöju, tilþesseins
aö geta sent
útgeröinni skeyti
meö reglulegu
milliþili: Höldum
sjó ítólfvind-
stigum.
VÍKINGUR 59