Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Side 65
Laxeldi
veröi tilbúinn á næsta ári
... ,,Þá er komin hérfullkomin
rekstrareining og þá hefur
skapast grundvöllur og að-
staðafyrirfiskifræðinginn“.
Aöspurður um hvaða þýð-
ingu þetta nám hefði fyrir
skólann í heild sagði
Skarphéöinn: ,,Min skoðun er
sú að þetta nám hefði mikla
þýðingu fyrir skólann og
mundi skjóta tryggari stoðum
undirgrundvöll hans.
í dag er mikill áhugi á þessu
námi og það kæmi til með að
hafa talsverð áhrif á þetta
þyggðarlag hér. Auk þess má
geta að þetta nám yrði i bein-
um tengslum við atvinnuupp-
byggingu þá sem nú fer frma í
landinu á þessu sviði og það
yrði fyrsta námiö við þennan
skóla sem yrði i beinum
tengslum við atvinnuveg í
byggöarlaginu“.
í máli Skarphéðins kom
ennfremur fram að stækkun
skólans væri til umræðu ef
þyrfti, en sú stækkun myndi
haldast í hendur við þróun
þessarar nýju námsbrautar.
„Það eru þegar til krakkar
hér sem hafa áhuga á þessu
námi“, sagði Skarphéðinn.
Seiöaeldismöguleik-
arnir ótæmandi
I viðræðum Sjómanna-
blaðsins Víkings við aðstand-
endur Laxeldisstöðvarinnar i
Hveravik kom fram að þeir
telja seiðaeldismöguleikana
á því svæði, sem stöðin
stendur við, nánast ótæm-
andi, vegna jarðhitans á
þessum slóðum. Nefna þeir
dæmi um staði eins og Naut-
eyri, Reykjanes, Hörgshlíð,
og Laugaból i Laugadal.
„Hér eru miklir möguleikar
á skipulögðu seiðaeldi“
sagði Pétur Bjarnason.
„Frameldi þessa seiðamagns
getur svo farið fram á öllum
þessum stöðum með nýtingu
sjódælingar blönduðu heitu
vatni. Umsvif slikra stöðva
gætu orðið mjög mikil i fram-
tiðinni ef rétt er haldið á mál-
unum, miðað við það sem
gengur og gerist annarsstað-
ar.“
I máli Péturs kom fram aö
hér er hann að tala um fram-
leiðslu á bilinu 1—2 milljónir
seiða og frameldi á þeim fiski.
Þvi er Ijóst að hlutverk
Reykjanesskóla getur orðið
mjög stórt í framtiðinni við að
útvega menntaðan mann-
skap tii starfa i þennan iðnað.
„Það er þvi meiri þörf á aö
þetta komist í gagnið sem
fyrst þar sem nú er samdrátt-
ur i hefðbundnum búgreinum
og flýr unga fólkið þvi
byggðalögin hér i leit að vinnu
annars staðar.
Við ættum að taka Norð-
menn okkur til fyrirmyndar en
ég hef fylgst með málum þar i
landi frá upphafi þessa at-
vinnuvegarþar" sagði Pétur.
Reynsla Norðmanna
Pétur sagðiað uppúr1973
hafi verið lagður grundvöllur
að þeim stóriðnaði sem lax-
eldi er nú orðið i Noregi. Á
þessu timaþili sem liðið er
hafa Norðmenn gert sér slík-
an mat úr fiskeldi að þaö er
nú orðið annar mesti útflutn-
ingur Norðmanna, næst á eft-
ir olíunni, sem sagt Norð-
menn fá meira út úr skipu-
lögðu fiskeldi nú en þeir fá út
úr hefðþundnum sjávarút-
vegi.
Liztau fyrrverandi sjávarút-
vegsráðherra Norðmanna
hefur sagt að fiskeldiö sé
orðið þjóðinni verðmætara en
olían þar sem fiskeldið væri
auðlind sem Norðmenn sjálfir
gætu stöðugt endurnýjað.
Eldisstööin að innan og
utan. Á annarri mynd-
inni viröa þeir Hilmar,
Skarphéðinn og Pétur
fyrir sér eldiskerið, en á
hinni sést að utanhúss-
framkvæmdir eru enn í
fullum gangi.