Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Blaðsíða 73

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Blaðsíða 73
ungarvík sjónum alla nóttina. Einkum var slikt næturslark hættulegt um skammdegið, og var það sérstaklega vegna þess, að oft varð aö taka land i þreif- andi myrkri. Þá þótti það illt, meðan róió var á ýmsum tim- um sólarhringsins, að oft var lagt yfir lóðir þeirra, sem fyrstir fóru á sjóinn. Aflatjón var óhjákvæmilegt, ef lagt var niður i annarra lóðir, og tafir líka sökum samþættings. Bar ekki ósjaldan við, þegar svo stóð á, að veiðarfærin voru pörtuö eöa skorin sundur. Þó voru þeir formenn miklu fleiri, sem töldu sér skylt að fara með annarra lóðir sem sinar. Það var siöan ákveðið i fiskveiðasamþykkt, að eng- inn mætti róa ur Bolungarvik i skammdeginu fyrren klukkan þrjú að nóttu. Hurð nærri hælum 1890 Hér að framan er lýst vör- unum í Bolungarvik og fyrstu brimlendingunni, sem ég sá þar. Margar lendingar sá ég þar siðar, þar sem mjög var skammt milli lífs og dauða, og reyndar mátti oft frekar búast við dauða en lifi i þeim ham- förum. Það var ósjaldan, meðan áraskipin voru i Bol- ungarvik, að menn brutu skip sin i lendingu. Vil ég hér segja frá lendingu, sem kom hart við mig. Það var veturinn 1890. Var ég þá formaður i Bolungarvík i fyrsta skipti og reri á sexæring frá Kálfavik. Sexæringur þessi hét Breið- ur. Keypti hann siðar Halldór Jónsson að Skálmarnesmúla við Breiðafjörö, nú bóndi að Arngerðareyri í isafirði. Setti Halldór Breiö yfir Kollafjarð- arheiði við sjötta mann. Á heiöinni gerði óveður að þeim félögum, og urðu þeir að skilja þar við Breið. Eftir nokkurn tima gerði blota. Gekk Halldór þá til heiðar við annan mann. Fundu þeir Breið og hvolfdu honum með þeim hætti aö moka undan annarri siðunni, þangaö til þeir gátu velt honum yfir. Síð- ar gerði hjarn, og fór Halldór þá enn til heiðar og flutti Breið til bæjar. Gekk sú ferð ágætlega. Breiöur er enn við lýði sem flutningaskip milli eyja á Breiðafirði. Eftir þennan útúrdúr um Breið held ég áfram frásögn minni. Almenningur reri um nótt- ina, en vegna suðaustan hvassviöris sigldu flestir til lands frá lóðunum ódregnum, en fóru aftur um birtinguna til þess að draga þær. Rétt eftir að bjart var orðiö, snerist veðrið til norðurs, og gerði ofsaveöur á svipstundu. Flestir höföu lokið við að draga lóðirnar á svipuðum tima og lentu þess vegna svo til samtimis, og þvi eðlilega litið um hjálp i landi, sérstak- lega hjá þeim, sem fyrst lentu. Ég var hræddur við að lenda á Mölunum i sliku veðri og ætl- aði mér í fyrstu að lenda i Ós- vör. Er þar nokkurt hlé i aust- norðan, þegar ekki er þvi meiri hafsjór. Ég tók þess vegna stefnu á Ósvör, en litlu siðar sigldum við hjá skipi, sem lensaði á Malirnar. Segir þá einn háseti minn.að það sé hart að flýja vörina sina, þeg- ar aðrir lendi heima hjá sér. Ég þoldi ekki frýjun þessa og breytti stefnu á Malir. Þegar ég kom nær, sá ég, að þar var illlendandi, bæði stormur og stórsjór. Ég haföi fiskað vel og varð þvi að létta skipið, enda var það venja, þegar stórviöri var eða brim. Var þá Sigling út Ojúp, mun málverkið heita, sem myndin er af. Málverkið er i eigu Verkalýðs- og sjómannafélags Bol- ungarvikur og málaö af Bjarna Jónssyni. Sjó- menn sigla út Djúpiö móti kvöldsólinni, en Traðarhornið ber við himin. Milli ólaganna barst hann nær og nær landi og eftir þrjá stundarfjóröunga varhann kominn upp ígrunnbrotiö. Þá sló honum flötum og hann missti ráö. VÍKINGUR 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.