Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Side 79
Stofnmæling
lega minni en i venjulegu
fiskitrolli þar sem lögö er
áhersla á aö veiöa bæði stór-
an fisk og ungviði. Möskvinn
er 135 mm i fremri hluta vörp-
unnar, 80 mm i millistykki og
pokinn er klæddur með 40
mm möskva.
Veiðiaðferð er einnig stöðl-
uð eftir þvi sem kostur er.
Toghraði er 3,8 sjm/klst og
toglengd 4 sjm.. Ekki vartalið
raunhæft að fastákveða
lengd togvira fyrirfram, en þó
mælt með um það bil þreföld-
um virum miða við dýpi. Gert
er ráð fyrir að sömu stöðvar,
þ.e. sömu tog, verði endur-
teknar i komandi leiðöngrum i
þessu verkefni.
Niðustöður
Hér verður lýst almennum
liffræðilegum niðurstöðum
fyrir helstu fiskstofna, þ.e.
þorsk, ýsu, ufsa, karfa, stein-
bit og skrápflúru. Ennfremur
verður gerð grein fyrir niður-
stöðum varðandi stofnmat
þessara tegunda. í fyrstu skal
þó vikið stuttlega að umhverf-
isþáttum og mælistærðum
veiðarfærisins.
Umhverfisþættir
Hitastig sjávar við botn var
mælt á 435 stöðvum í leið-
angrinum og yfirborðshiti á
505 stöövum. Nákvæmni
þessara mælinga er um það
bil 0,1 gráða á Celsius. Sjáv-
arhitinn reyndist óvenju hár
miðað við árstima og hefur
jafn hár sjávarhiti ekki mælst
á þessum árstima frá þvi
mælingar hófust árið 1970 (3.
mynd).
Vindhraði mældur í vind-
stigum og ölduhæð lýsir þeirri
óvenjulegu veðurbliðu sem
ríkti á öllum miðum lengst af
meðan á gagnasöfnun stóö
Við mælingar á vörpunni i
rannsóknaleiðangrinum kom
í Ijós að höfuðlinuhæð er um 3
metrar að jafnaði. Áætlað er
að bil milli vængenda sé um
17 metrar.
Gagnasöfnun
Fyrsti rannsóknaleiðangur
fór fram 8.-25. mars 1985 á
togurunum Arnar HU 1,
Drangey Sk 1, Hoffell SU 80,
Páll Pálsson IS 102 og Vest-
mannaey VE 54. Þessir tog-
arar eru smiðaðir eftir sömu
teikningu i Japan á árunum
1972 — 73. Leiðangrar fóru
fram í mjög góðu veðri, og
voru teknar 595 togstöðvar á
75 úthaldsdögum eða tæp-
lega 8 stöðvar á dag að jafn-
aði.
Gagnasöfnun beindist að
öllum helstu botnlægum fisk-
stofnum á rannsóknasvæð-
inu, alls 27 talsins. Fiskarnir
voru lengdarmældirog teknar
kvarnir til aldursgreiningar.
Hjá tegundum sem vaxa
mishratt eftir kynferði, t.d.
skarkola og hrognkelsi, var
fiskurinn einnig kyngreindur.
Á hverri togstöð voru upplýs-
ingar skráðar um sjávarhita,
veðurfar auk almennra upp-
lýsinga um staðsetningu,
dýpi o.þ.h.. Allar mælingar og
upplýsingar voru skráðar
jafnharðan inn á tölvu um
borð i rannsóknatogurunum.
Tiðni YFIRBORÐSHITI T(<jni B0TNHITI
Tiðm VINDHRAÐI Tl(Jnj ÖLDUHÆÐ
(3. mynd). Ætla verður að
veðurlag kunni að reynast
mun óhagstæöara i komandi
leiðöngrum. Gert er ráð fyrir
að nota mælistærðir veður-
fars til þess að leiðrétta fyrir
áhrifum veðurs og sjólags á
veiðihæfni rannsóknatogar-
anna.
Veiðarfærið
Eins og fram er komið áöur
var toglengd ákveðin 4,0 sjó-
milur. I raun var toglengd 4,0
3. mynd. Hitastig sjáv-
ar, vindhraöi og öldu-
hæð i rannsóknaleið-
angri 8.-25. mars
1985.
VÍKINGUR 79