Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Side 91
LAX. Markaður fyrir niðursoðinn lax er stöð-
ugur um þessar mundir, enda hefur 75—80%
af Alaska smálaxi (sockeye) farið i frystingu á
þessu ári. Um miðjan seþtember voru birgðir af
niðursoðnum laxi i Bandarikjunum 9.762 tonn
en 21.888 tonn á sama tima i fyrra. Stórir
innflytjendur i Evrópu hafa gert mikil innkaup
auk þess sem þeir hafa keypt mest alla fram-
leiðslu i British Columbia (Kanada) sem var á
þessu ári 12.678 tonn alls.
Gangverð innan lands á 24 heildósum (2
punda dósum) er 2352 kr. en til útflutnings
2226 kr.; Gangverð á 24 hálfdósum (1 punds
dósum) er 1512 kr. á innanlandsmarkaði en
1428 kr. til útflutnings.
Þótt markaöur fyrir niöursoðinn Alaskalax sé
stöðugur hefur hann versnað fyrir niðursoðinn
Kyrrahafssmálax (pink), mikið hefur verið
framleitt i bæði Bandarikjunum og Kanada. i
Bandarikjunum er framleiðslan nú orðin
50.342 tonn miðað við 48.154 á sama tima í
fyrra, sem einnig var mikið framleiðslu ár. Þótt
verðið sé ennþá lágt hefur markaðurinn heldur
batnaö.
Gangverð á þessum laxi, 24 heildósum til út-
flutnings, er 1176 kr. en 1218 á innanlands-
markaði.
Um markað fyrir frystan lax má segja það
sama og um niöursoðinn að framboð er mikið
og þvi hafa safnast miklar birgðir þótt nokkuð
sé það misjafnt eftir tegundum. Aukning birgða
i Bandarikjunum af frystum laxi nemur um 23%
miðað við sama tíma i fyrra. Þær voru i ágúst
s.l. 23.939 tonn en ekki nema 9.577 tonn í júli
s.l. en á sama tima í fyrra 19.471 tonn og hafa
þvi aukist um 4.468 tonn á milli ára. Þessi
aukning stafar þó aðallega af þvi að stórir inn-
flytjendur í Evrópu eru ekki byrjaðir aö kaupa
enn þá. Þeir kaupa venjulega i júli og ágúst en
hafa nú haldið að sér höndum og veldur þaö
framleiðendum i Bandarikjunum nokkrum
áhyggjum. Búist er þó við að innflytjendur á
frystum laxi hugsi sér til hreyfings snemma i
október.
KÓNGAKRABBINN sem er gríðar stór og
getur orðið á annan tug kilógramma á þyngd,
veiðist aðallega við strendur Alaska. Meðal
þyngd þessara krabba á þeirri vertið sem nú
stendur yfir hefur þó ekki verið nema 2,5 kg.
Verð upp úr sjó var í byrjun vertiðar 300
kr/kg en er nú komið niður i 150 kr. eða hefur
lækkað um helming. I upphafi vertiðar var gert
ráð fyrir að verðið mundi lækka i 170 kr/kg,
lækkunin hefur því orðið heldur meiri. Hver bát-
urmáveiða12tonn.
Talið er að markaðurinn verði góður þar sem
veiðar á Alaskalaxi (reds) verói með minna
móti eða um 2.700 tonn. Heildsölumarkaður
fyrir krabbann er sterkur þvi að i lok ágúst-
mánaðar voru birgöir af frystum kóngakrabba
aðeins 1.642 tonn en voru 2.189 i júlimánuði
og i ágúst á siðasta ári 4.013 tonn.
LÚÐA. Markaðurinn er að styrkjast jafnvel
þótt afli hafi verið það sem af er árinu 24.943
tonn á móti 20.520 tonnum á sama tima siö-
asta ár.
Um miðjan september var verö á lúðu i heild-
sölu 156 — 164 kr. kg.og hefur hækkaðá öllum
stærðar flokkum frá fyrri hluta ársins sem var
116-122 kr. kg.
Birgðir hafa minnkað, voru 3.557 tonn i lok
ágúst en 4.651 tonn i mánuöinum á undan og
8.071 tonn i ágúst á síöasta ári. Mikið af lúðu
fer nú í verksmiðju framleidda rétti og eru
birgöir af slíkum réttum 1049 tonn, en voru 423
tonn i júli og 417 tonn i ágúst 1984. Smásölu-
verð á tilbúnum fiskréttum úr lúðu fer hækk-
andi sem gæti dregið úr neyslunni. Það nálgast
nú 252 kr. kg og fari það upp fyrir það verð mun
hækkunin verða hægari.
Heildsöluverðið bendirtil smásöluverðs sem
yrði 284 kr. á kg eða hærra. Búast má við að
þessi sterki markaöur leiði af sér hærra verö til
fiskimanna á næstu lúðu vertiö.
RÆKJA. Rækjan berst stöðugt á land og á
vestur strönd Bandarikjanna voru komin á land
um miöjan september 8.527 tonn, en voru
3.967 tonn á sama tima í fyrra. Verö upp úr
skipi er 29,40 kr. á kg. Þrátt fyrir metveiði i
Noregi er talið að rækjuverð muni hækka bæði
vegna lækkunar dollarsins og aukinnar eftir-
spurnar i Japan og Evrópu.
SURIMI. Japanir hafa leyfi til að selja 300
tonn af surimi í Bandarikjunum og ekki er lik-
legt að um viðbótar kaup verði að ræða. Kórea
hefur aukið framleiðslu sina á surimi og er orð-
in sterkur aðili á þeim markaði. Verð á surimi er
um 32 kr. kg.
Hér hleypum viö af
stokkunum nýjum
fréttaþætti í Vik-
ingnum, þar sem
sagðar verða í ör-
stuttu máli helstu
fréttir af þróun
markaösmála i út-
löndum, undir nafn-
inu Ratsjá. Sömu-
leiðis veröa sagöar
smáfréttir af at-
höfnum annara
fiskveiöiþjóöa og
verður sá þáttur
kallaöur Víösjá.
Víkingurinn hefur
fengiö leyfi rit-
stjóra tímaritsins
Pacific Fishing til
aö þýöa og endur-
segja fréttir úr
blaöi hans, sem þar
eru birtar undir
dálkaheitunum
Seafood report og
World watch. Paci-
fic fishing er eitt
víölesnasta tímarit,
sem nú er gefið út
um sjávarútvegs-
mál. Þaö er gefiö út
í Seattle í USA og
hefur fréttaritara
um allan heim.
VÍKINGUR 91