Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Síða 91

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Síða 91
LAX. Markaður fyrir niðursoðinn lax er stöð- ugur um þessar mundir, enda hefur 75—80% af Alaska smálaxi (sockeye) farið i frystingu á þessu ári. Um miðjan seþtember voru birgðir af niðursoðnum laxi i Bandarikjunum 9.762 tonn en 21.888 tonn á sama tima i fyrra. Stórir innflytjendur i Evrópu hafa gert mikil innkaup auk þess sem þeir hafa keypt mest alla fram- leiðslu i British Columbia (Kanada) sem var á þessu ári 12.678 tonn alls. Gangverð innan lands á 24 heildósum (2 punda dósum) er 2352 kr. en til útflutnings 2226 kr.; Gangverð á 24 hálfdósum (1 punds dósum) er 1512 kr. á innanlandsmarkaði en 1428 kr. til útflutnings. Þótt markaöur fyrir niöursoðinn Alaskalax sé stöðugur hefur hann versnað fyrir niðursoðinn Kyrrahafssmálax (pink), mikið hefur verið framleitt i bæði Bandarikjunum og Kanada. i Bandarikjunum er framleiðslan nú orðin 50.342 tonn miðað við 48.154 á sama tima í fyrra, sem einnig var mikið framleiðslu ár. Þótt verðið sé ennþá lágt hefur markaðurinn heldur batnaö. Gangverð á þessum laxi, 24 heildósum til út- flutnings, er 1176 kr. en 1218 á innanlands- markaði. Um markað fyrir frystan lax má segja það sama og um niöursoðinn að framboð er mikið og þvi hafa safnast miklar birgðir þótt nokkuð sé það misjafnt eftir tegundum. Aukning birgða i Bandarikjunum af frystum laxi nemur um 23% miðað við sama tíma i fyrra. Þær voru i ágúst s.l. 23.939 tonn en ekki nema 9.577 tonn í júli s.l. en á sama tima í fyrra 19.471 tonn og hafa þvi aukist um 4.468 tonn á milli ára. Þessi aukning stafar þó aðallega af þvi að stórir inn- flytjendur í Evrópu eru ekki byrjaðir aö kaupa enn þá. Þeir kaupa venjulega i júli og ágúst en hafa nú haldið að sér höndum og veldur þaö framleiðendum i Bandarikjunum nokkrum áhyggjum. Búist er þó við að innflytjendur á frystum laxi hugsi sér til hreyfings snemma i október. KÓNGAKRABBINN sem er gríðar stór og getur orðið á annan tug kilógramma á þyngd, veiðist aðallega við strendur Alaska. Meðal þyngd þessara krabba á þeirri vertið sem nú stendur yfir hefur þó ekki verið nema 2,5 kg. Verð upp úr sjó var í byrjun vertiðar 300 kr/kg en er nú komið niður i 150 kr. eða hefur lækkað um helming. I upphafi vertiðar var gert ráð fyrir að verðið mundi lækka i 170 kr/kg, lækkunin hefur því orðið heldur meiri. Hver bát- urmáveiða12tonn. Talið er að markaðurinn verði góður þar sem veiðar á Alaskalaxi (reds) verói með minna móti eða um 2.700 tonn. Heildsölumarkaður fyrir krabbann er sterkur þvi að i lok ágúst- mánaðar voru birgöir af frystum kóngakrabba aðeins 1.642 tonn en voru 2.189 i júlimánuði og i ágúst á siðasta ári 4.013 tonn. LÚÐA. Markaðurinn er að styrkjast jafnvel þótt afli hafi verið það sem af er árinu 24.943 tonn á móti 20.520 tonnum á sama tima siö- asta ár. Um miðjan september var verö á lúðu i heild- sölu 156 — 164 kr. kg.og hefur hækkaðá öllum stærðar flokkum frá fyrri hluta ársins sem var 116-122 kr. kg. Birgðir hafa minnkað, voru 3.557 tonn i lok ágúst en 4.651 tonn i mánuöinum á undan og 8.071 tonn i ágúst á síöasta ári. Mikið af lúðu fer nú í verksmiðju framleidda rétti og eru birgöir af slíkum réttum 1049 tonn, en voru 423 tonn i júli og 417 tonn i ágúst 1984. Smásölu- verð á tilbúnum fiskréttum úr lúðu fer hækk- andi sem gæti dregið úr neyslunni. Það nálgast nú 252 kr. kg og fari það upp fyrir það verð mun hækkunin verða hægari. Heildsöluverðið bendirtil smásöluverðs sem yrði 284 kr. á kg eða hærra. Búast má við að þessi sterki markaöur leiði af sér hærra verö til fiskimanna á næstu lúðu vertiö. RÆKJA. Rækjan berst stöðugt á land og á vestur strönd Bandarikjanna voru komin á land um miöjan september 8.527 tonn, en voru 3.967 tonn á sama tima í fyrra. Verö upp úr skipi er 29,40 kr. á kg. Þrátt fyrir metveiði i Noregi er talið að rækjuverð muni hækka bæði vegna lækkunar dollarsins og aukinnar eftir- spurnar i Japan og Evrópu. SURIMI. Japanir hafa leyfi til að selja 300 tonn af surimi í Bandarikjunum og ekki er lik- legt að um viðbótar kaup verði að ræða. Kórea hefur aukið framleiðslu sina á surimi og er orð- in sterkur aðili á þeim markaði. Verð á surimi er um 32 kr. kg. Hér hleypum viö af stokkunum nýjum fréttaþætti í Vik- ingnum, þar sem sagðar verða í ör- stuttu máli helstu fréttir af þróun markaösmála i út- löndum, undir nafn- inu Ratsjá. Sömu- leiðis veröa sagöar smáfréttir af at- höfnum annara fiskveiöiþjóöa og verður sá þáttur kallaöur Víösjá. Víkingurinn hefur fengiö leyfi rit- stjóra tímaritsins Pacific Fishing til aö þýöa og endur- segja fréttir úr blaöi hans, sem þar eru birtar undir dálkaheitunum Seafood report og World watch. Paci- fic fishing er eitt víölesnasta tímarit, sem nú er gefið út um sjávarútvegs- mál. Þaö er gefiö út í Seattle í USA og hefur fréttaritara um allan heim. VÍKINGUR 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.