Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Page 95

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Page 95
Fréttaskýring Hcr oé nú Framvinda þinga hags- munaaðila i sjávarútvegi komu leikmanni mjög á óvart á dögunum. Menn rifust hálfu og heilu dagana um kvóta eða ekki kvóta, en voru samt allir sammála um að tak- marka þurfi veiðar enn um sinn. Það er einmitt mergur þess máls, hvort sem stjórn- unin nefnist kvóti, skrap eða bara Jónina, svona til mála- miðlunar. Þá tók við karp um kvóta i eitt, tvö eða þrju ár. Sjávarútvegsráðherra vill kvóta til lengri tima en eins árs og þvi varpaði hann fram þriggja ára hugmyndinni. Eftir japl og jaml og fuður féllust menn á tvö ár og gerðust þannig stefnumarkandi i mál- inu, en eftir sem áöur fékk Halldór samþykki til meira en eins árs. Að þessu loknu tók við enn eitt karpið. Núna um þá fáu titti sem trillukarlar hafa verið svo heppnir að krækja i, þetta besta gæftaár til trilluróðra i manna minnum. Eins og þessir tittir skipti sköpum i heildinni og eins og íslensk veðrátta eigi ekki eftir að setja sinn kvóta á skak fyrr en varir. Aö svo búnu var mönnum að vonum orðið stirt um stef svo að mál málanna, afkoman, fór því miður fyrir ofan garð og neðan. Á máli breiöfirskra haukalóða- manna, fékk fréttamaður lok, i mesta lagi sprek, á krókinn i þeirri umræðu, en alfiskis- flyðra beit ekki á þótt Björgvin Jónsson og Kristján Ragn- arsson hafi nartað i önglana á Fiskiþingi og aðalfundi LIÚ. Manni dettur helst í hug að menn liggi á einhverri falskri meltu. Forrétturinn hafi verið endurgreiddur söluskattur á aðföngum til sjávarútvegs, aðalréttur skuldbreytingar bornar fram með 250 milljón- um króna úr Rikissjóði i vaxtakostnað vegna afurða- lána á skreið og eftirrétturinn svolítil viðbót við kvótann á næsta ári. Menn tala um vaxandi út- flutningstekjur af sjávarút- vegi og hækkandi hlutfall sjávarafurða i gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. En maður heyrir ekki í sömu andrá að óvenju litlar birgðir séu i landinu nú i árslok. Það er meira að segja búið að selja hvern smá- rækjutitt. Þessar gleðifréttir eru þvi tvöfaldar i roöinu. En ekki skal þó gleyma þeim birgöum, sem eftir munu sitja tryggar i sessi um áramót. Það er skreiðin. Menn telja það eitt mesta áfall sjávarút- vegsins í mörg ár þegar Nig- eriumarkaður lokaðist. Það var rétt þegar það átti sér stað. En ef markaðurinn opn- ast á ný, ríður nýtt skreiðar- áfall yfir sjávarútveginn þvi stór hluti birgðanna er orðinn ónýtur og hvernig á að gera þau ósköp upp við afurða- lánakerfið? Ekki koma bank- arnir til skjalanna þvi á einum aðalfundinum nú i haust lýsti Jónas Haralds, bankastjóri, þvi ótvirætt yfir að héðan i frá fengju útvegsfyrirtæki aðeins afurðalán. Dygði það ekki einhverjum fyrirtækjum, yrðu þau að fara á hausinn. Hafa menn hugleitt að margir sild- arsaltendur, einkum á Aust- fjörðum, fara á hausinn ef gengisskráningu verður ekki breytt til muna og það hið bráöasta? Og áfram með sildina. Hver er til i að salta sild næsta haust upp á þessa áhættu? Ef enginn vill salta, borgar sig þá að veiða hana í bræðslu? Meira um bræðslu- fisk. Horfur fyrir næstu loðnu- vertið eru slæmar. Stundum hafa þær batnað þegar nær dregur vertiö, en stundum hafa þær versnað, eða eru menn búnir að gleyma algjöru loðnuveiðibanni? Miðað við kvótaúthlutun á þorski fyrir næsta ár gæti aflinn orðið um það bil 250 þúsund tonn. Menn tala nú eins og þessi afli sé kominn á land, líklega i Ijósi þorskveiðanna fyrir vest- an i allt sumar. Það er ekki lengur þjóð- saga, heldur örugg reynsla, að þegar smokkfiskur gengur í miklum mæli upp að Vest- fjörðum er von á góðri þorsk- gengd i kjölfarið. I fyrrahaust gekk mikill smokkur upp að Vestfjöröum og mikil þorsk- veiði fylgdi i kjölfarið, en hefur einhver rekist á smokk fyrir vestan i haust? Gefi þorskur- inn sig samt til fyrir vestan næsta sumar, hvaða trygg- ingu höfum við þá fyrir fá- dæma gæftaleysi i Norðursjó annað árið i röð svo að við sleppum fyrir horn i gámum eins og i sumar? Og svona i lokin, hvað ætli að það yrðu mörg „Hafskipsmál“ i sjávar- útvegi ef flotinn og frystihúsin yrðu strax á morgun metin á raunvirði og bókfærsluleikn- um hætt? Sjávarútvegsmenn, sem ekki glima viö að brjóta þessi mál til mergjar, eru sko aldeil- is ekki neinn grátkór, eins og þeir hafa stundum verið kall- aðir, þeir eru mestu bjartsýn- ismenn þessa þjóðfélags og líklega heimsins. Þvi hlýt ég að Ijúka þessum utandag- skrárumræðum á hagsmuna- þingum með orðunum: Lengi lifi bjartsýnin. Gissur Sigurðsson, fréttamaður. Gissur Sigurösson fréttamaöur Enn er rennt á nýrri slóö. Víkingurinn hefur fengiö nokkra af reyndustu frétta- haukum fjölmiðl- anna til liö viö sig. Þeir ætla aö skipt- ast á um aö renna fránum augum yfir fréttaefni síöustu vikna áöur en Vík- ingurinn kemur út, og segja frá hvernig þeir at- burðir koma þeim fyrir sjónir. Fyrstur fer úr vör Gissur Sigurðsson frétta- maður hjá útvarp- inu og hanntelurað störu málin hafi falliö æöi mikið i skuggann af þeim smáu á nýafstöön- um þingum hags- munasamtaka í sjávarútvegi. VIKINGUR 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.