Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Page 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Page 27
Utan úr hdmi „28 vændiskonur dóu í lestinni“ Fljótandi líkkista var nafnið sem skipið fékk eftir að upp komst um ódæöið. Umrætt skip kom til eyjarinnar St. Thomas sem er austan við Puerto Rico i Karabíska haf- inu. Skipið var á leigu hjá ameriska félaginu „Caribbean Amusement". Skipið var m.a. fermt með 60 vændiskonum, er teknar voru um borð i hafn- arborginni Philisburg í holl- ensku Antillaeyjum, nánar tiltekið á eyjunni St. Martin. Engin viróist hafa heyrt neyð- aróp kvennanna á leiðinni og eftirlit með líðan þeirra ekkert. Viðkomustaöur skipsins og affermingarhöfn St. Thomas er sem kunnugt er í ameriskri eigu, og sækir staðinn mikill fjöldi skemmtiferöamanna víðs vegar að, en þó aðallega frá U.S.A.. Ekki var þessi flutn- ingur kvennanna neitt sér- stakur þvi slikir flutningar eiga sér staö milli hinna fjölmörgu eyja á hálfsmánaðar fresti, sjálfsagt til aö flytja vinnuaflið og auka tilbreytnina i framboði viðkomandi stofnana. Venju- lega var séð fyrir aö fleiri en eitt loftop væri opið, en i þess- ari ferð var aðeins eitt loftop opið. Flestar voru konurnar frá Dominikanska lýðveldinu, en þar er fátækt gífurleg og stór- kostlegt atvinnuleysi. Uppþot eru þar og tið. Farmgjaldið fyrir vændiskonurnar var ekki skorið við nögl, 800—1000 dollarar fyrir stykkið. Engin vegabréf eða önnur pappirs- gögn fundust á hinum látnu. Konurnar lágu á milli rafknú- inna bifreiða en það var hinn opinberi farmur skipsins. Bifreiðarnar tilheyrðu félag- inu „Caribbean Amusement". „Chapoling", eigandinn á vændishúsi i St. Martin, ertal- inn eigandi „farmsins" en kannast litt viö eignarhaldið eins og málin standa. Að sjálf- sögðu er hann verndaður af yfirvöldum enda mektarmaður á staðnum. Þær stúlkur sem lifðu af (hel)förina voru vart mælandi, enda aðframkomnar af hungri, því ekkert fengu þær vott eða þurrt meðan á ferð- inni stóð. Þær þoldu og vart dagsljósið er þær losnuðu úr prisundinni. Já, þrátt fyrir sól- ina, strendurnar og pálmana á mörg hörmungin sér stað við Karabiska hafið. PHOENIX-KLOSTER ævintýrinu seinkar Á seinustu stundu drógu peningastofnanir loforð sin til baka um fyrirgreiðslu i risann. Risinn átti að vera 380 metra langur og 210 þúsund tonn brt., farþegafjöldi 4000 manns. Karl gefst ekki upp, og hefur nú pantað skip, sem á að taka 2500 farþega. Stærsta skemmtiferðaskip heimsins i dag, Norway, er hann á sjálfur tekur 2000 — 2200 farþega. Bygg- ingarkostnaður er áætlaður 1300-1800 millj. nkr. (6,2—8,6 milljarðar isl. kr.). Kloster segir að Phoenix ris- inn verði kominn um 1990. Royal Caribbean Cruise Line: RCCL-skipafélagið norska hefur nú ákveðiö að byggja 2 farþegaskip, 60.000 tonn brt. hvort skip. Farþegarfjöldi verður 2300, og áhöfn 680 manns. Fáninn verður Liberia, og siglingaáhafnirnar norskar. Þannig munu 125 Norðmenn fá starf á hvoru skipi á árs- grundvelli, en yfir 500 manna þjónustulið verður frá ýmsum þjóðum (chathering person- ale). Sigurbjörn Guömundsson Spamaöur er upphaf auðs: Burmester og Wain skipa- smíðastöðvarnar hafa full- komnað mjög oliusparnað á Panmax skipum sínum (64000 tonn dw.) og seinasta skip þeirra i seriunni er með olíueyðslu ca 27 tonn á sólar- hring. Láta nú B & W menn grimmt gera tilraunir með að 6,29 metra há segl á módel- um, til að finna út hvort ekki megi koma sparnaðinum um- talsvert neðar. VÍKINGUR 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.