Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Qupperneq 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Qupperneq 27
Utan úr hdmi „28 vændiskonur dóu í lestinni“ Fljótandi líkkista var nafnið sem skipið fékk eftir að upp komst um ódæöið. Umrætt skip kom til eyjarinnar St. Thomas sem er austan við Puerto Rico i Karabíska haf- inu. Skipið var á leigu hjá ameriska félaginu „Caribbean Amusement". Skipið var m.a. fermt með 60 vændiskonum, er teknar voru um borð i hafn- arborginni Philisburg í holl- ensku Antillaeyjum, nánar tiltekið á eyjunni St. Martin. Engin viróist hafa heyrt neyð- aróp kvennanna á leiðinni og eftirlit með líðan þeirra ekkert. Viðkomustaöur skipsins og affermingarhöfn St. Thomas er sem kunnugt er í ameriskri eigu, og sækir staðinn mikill fjöldi skemmtiferöamanna víðs vegar að, en þó aðallega frá U.S.A.. Ekki var þessi flutn- ingur kvennanna neitt sér- stakur þvi slikir flutningar eiga sér staö milli hinna fjölmörgu eyja á hálfsmánaðar fresti, sjálfsagt til aö flytja vinnuaflið og auka tilbreytnina i framboði viðkomandi stofnana. Venju- lega var séð fyrir aö fleiri en eitt loftop væri opið, en i þess- ari ferð var aðeins eitt loftop opið. Flestar voru konurnar frá Dominikanska lýðveldinu, en þar er fátækt gífurleg og stór- kostlegt atvinnuleysi. Uppþot eru þar og tið. Farmgjaldið fyrir vændiskonurnar var ekki skorið við nögl, 800—1000 dollarar fyrir stykkið. Engin vegabréf eða önnur pappirs- gögn fundust á hinum látnu. Konurnar lágu á milli rafknú- inna bifreiða en það var hinn opinberi farmur skipsins. Bifreiðarnar tilheyrðu félag- inu „Caribbean Amusement". „Chapoling", eigandinn á vændishúsi i St. Martin, ertal- inn eigandi „farmsins" en kannast litt viö eignarhaldið eins og málin standa. Að sjálf- sögðu er hann verndaður af yfirvöldum enda mektarmaður á staðnum. Þær stúlkur sem lifðu af (hel)förina voru vart mælandi, enda aðframkomnar af hungri, því ekkert fengu þær vott eða þurrt meðan á ferð- inni stóð. Þær þoldu og vart dagsljósið er þær losnuðu úr prisundinni. Já, þrátt fyrir sól- ina, strendurnar og pálmana á mörg hörmungin sér stað við Karabiska hafið. PHOENIX-KLOSTER ævintýrinu seinkar Á seinustu stundu drógu peningastofnanir loforð sin til baka um fyrirgreiðslu i risann. Risinn átti að vera 380 metra langur og 210 þúsund tonn brt., farþegafjöldi 4000 manns. Karl gefst ekki upp, og hefur nú pantað skip, sem á að taka 2500 farþega. Stærsta skemmtiferðaskip heimsins i dag, Norway, er hann á sjálfur tekur 2000 — 2200 farþega. Bygg- ingarkostnaður er áætlaður 1300-1800 millj. nkr. (6,2—8,6 milljarðar isl. kr.). Kloster segir að Phoenix ris- inn verði kominn um 1990. Royal Caribbean Cruise Line: RCCL-skipafélagið norska hefur nú ákveðiö að byggja 2 farþegaskip, 60.000 tonn brt. hvort skip. Farþegarfjöldi verður 2300, og áhöfn 680 manns. Fáninn verður Liberia, og siglingaáhafnirnar norskar. Þannig munu 125 Norðmenn fá starf á hvoru skipi á árs- grundvelli, en yfir 500 manna þjónustulið verður frá ýmsum þjóðum (chathering person- ale). Sigurbjörn Guömundsson Spamaöur er upphaf auðs: Burmester og Wain skipa- smíðastöðvarnar hafa full- komnað mjög oliusparnað á Panmax skipum sínum (64000 tonn dw.) og seinasta skip þeirra i seriunni er með olíueyðslu ca 27 tonn á sólar- hring. Láta nú B & W menn grimmt gera tilraunir með að 6,29 metra há segl á módel- um, til að finna út hvort ekki megi koma sparnaðinum um- talsvert neðar. VÍKINGUR 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.