Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Blaðsíða 40
A skipi og bíl
Gamalt skip i höfninni i
Bergen.
... þaðerekki hægt
að teikna myndaf
þeim með orðum.
Maður veröur
einfaldlega að fara
þangaö, ferðast um,
skoða og tala viö
fólkið — lifa.
40 VÍKINGUR
Maður verður einfaldlega að
fara þangað, ferðast um,
skoða og tala við fólkið — lifa.
Farið ekki til Færeyja i leit
að sólskini og bliðviðri. Þið
getið hitt á það, kannski dag-
stund, jafnvel heilan dag, og
ef þið eru einstaklega heppin
er gott veður allan timann
sem þið standið við. Liklegast
er þó að þið fáið þoku og súld
með töluveröum strekkingi og
jafnvel rok og úrhellis rign-
ingu. Öll þessi sýnishorn af
veöri fengum við hjónin að
reyna þá þrjá daga sem við
stóðum þar við. En það var
þess virði. Færeyingar segja
sjálfir að það eina örugga við
veðriö sé að það er óöruggt.
En okkur Islendingum bregð-
ur varla mikið við það.
Farið heldur ekki til Fær-
eyja i leit að háþróaðri hótel-
menningu eða matargerðar-
list á heimsvisu. Þar eru að
visu til góðar hótelbyggingar,
meira að segja eru þar á
meðal mjög fallegar bygging-
ar, innréttaðar eins og vera
ber um slik hús, en náttúru-
börnin sem byggja eyjarnar
hafa ekki enn lært að skapa
það andrúmsloft faglegrar og
ópersónulegrar þjónustu,
sem heimsborgirnar skarta.
Og maturinn er bara góður,
en ekki svoleiðis matur sem
maður vill fá, þegar maður
„fer út að borða". Þar er held-
ur ekki leyfilegt að selja
sterkari drykki en 2,25%
áfengt öl. En ef til vill er þetta
ein af sterkum hliðum Fær-
eyja. Mér datt i hug til saman-
burðar að fyrir fáum áratugum
vissu auglýsingameistarar
kvikmyndanna upp á hár
hvað kvikmyndahúsagestir
vildu fá að sjá, hvernig hin
örugga formúla vinsældanna
var. Allar kvikmyndir voru svo
gerðar eftir sömu formúlunni
og urðu því i stórum dráttum
eins, og ekkert kom áhorf-
endum lengur á óvart. Hótelin
í Færeyjum koma manni á
óvart.
Farið til Færeyja til þess að
sjá og reyna það sem þið get-
iö hvergi annarsstaðar upplif-
að. Það er heppilegt að
stoppa i tvo eða þrjá daga i
Færeyjum, þegar ferðast er
með Norröna. Ef ferðinni er
heitið frá Seyöisfirði til Berg-
en, er beðið i þrjá daga i Fær-
eyjum, meðan skipið fer til
Danmerkur. Ef þið farið á hinn
bóginn til Danmerkur beina
leiö og akið suður um lönd, og
farið aftur um borð i Dan-
mörku á heimleið, biðið þið i
Færeyjum i tvo daga, meðan
skipið fer til Bergen. Ég ætla
bara að vara ykkur við; farið
ekki fyrst til Danmerkur og
þaðan norður um Skandina-
viu til Bergen og þar um borð
á heimleið, þvi þá missið þið
af Færeyjadvölinni.
Okkarferð um Færeyjarvar
ógleymanlegt ævintýri, frá
uþphafi til enda. Seyðisfjörð-
ur gaf okkur nagla i dekk að
skilnaði, en við vissum ekki af
þvi fyrr en kom að því að
keyra i land i Þórshöfn. Þá var
örlítið loft eftir i dekkinu, svo
við létum okkur hafa það aö
keyra i land, m.a. til að þurfa
ekki að stoppa alla umferðina
um borð, meðan við tindum
allt út úr skottinu, skiptum um
dekk og tindum allt inn i
skottið aftur. Klukkan var hálf
sjö að morgni þegar við opn-
uðum skottið á bilastæði á
hafnarbakkanum, til að byrja
á andstyggðinni. En meira
fengum við ekki að gera.
Pinulitið óstöðugur Færey-
ingur með ölflösku i hendi
(guð má vita hvar hann fékk
hana) birtist á sviðinu og
sagði að hann skyldi sjá um
þetta. Og innar tiðar kom
annar pinulitið óstöðugur
Færeyingur þeim fyrri til
hjálpar. Þetta var fyrsta
sýnishornið af hjálpsemi og
elskulegheitum Færeyinga
við okkur og við urðum aldrei
vör við neitt annað frá þeim.
Það var heldur ekkert annað
hægt að segja um kaup-
manninn i pinulitilli búðarholu
með afgreiðsluborði og út-
stillingum um loft og veggi