Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Blaðsíða 28
Notkun ENSÍMA í s Kristján G. Jóakimsson útvegsfræöingur 28 VÍKINGUR INNGANGUR Algeng einföld skilgreining á hugtakinu liftækni er: „not- kun lifvera eða hluta þeirra i framleiðslu- og þjónustu- greinum". Liftækni er ekki sjálfstæð fræðigrein, heldur byggist hún á samnýtingu fræðigreina eins og örveru- fræði, efnafræði, erföafræði og verkfræði. Frá fornu fari hafa aðferðir líftækninnar verið notaðar og má þar til dæmis nefna framleiðslu á bjór, vini, ediki, mjólkurafurð- um, bóluefnum o.fl. Mikil uppbygging og örar framfarir eiga sér nú stað í lif- tækni viða í heiminum. Aðal ástæður þessa er aukinn skilningur á eðli örvera, ensima og þeim erfðaefnum sem stýra nýsmiði ensima og annarra lifefna i frumunni og flestar iðnaðarþjóðir heims leggja nú mikið kapp og fjár- magn í það að vera framar- lega i þessari þróun. Þær greinar sem hafa orðið fyrir eða munu líklega verða fyrir áhrifum liftækninnar eru mat- vælaiðnaður, fóðuriðnaður, oliuiönaður og annar orku- iðnaður, nýting úrgangs og endurvinnsla, mengunar- varnir, lyfjaiðnaður og heilsu- gæsla. Mikilsvert er að við ís- lendingar verðum einnig sem fyrst gjaldgengir á þessu tæknisviði og getum tileinkað okkur grundvallaratriði þessarar tækni. Bæði vegna fyrirsjáanlegra áhrifa á hefð- bundna atvinnuvegi og vegna tækifæra til nýrrar fram- leiöslu. Menn mega þó ekki hafa yfirdrifnar væntingar um öra þróun nýs iðnaðar. Held- ur munu eflaust smám saman skapast tækifæri til að koma fótum undir sérhæfðan lif- tækniiðnað, einnig hér á ís- landi, og þá fyrst og fremst á þeim sviðum sem gæði landsins bjóða upp á. Þau landsgæði sem hér er átt við er hafiö umhverfis landið og það sjávarfang sem þar finnst. Líklegt er þvi að sjáv- arútvegurinn sé sú atvinnu- grein hér á landi sem verður fyrir einna mestum áhrifum líftækninnar. Nú er svo komið að varla þarf að reikna með mjög mik- illi aukningu í afla hefðþund- inna fisktegunda hér við land. Aukin verðmætasköpun í sjávarútvegi hlýtur þvi fyrst og fremst að þyggjast á bættri meðferð og nýtingu þess sem aflað er. Áhrif líftækninnar i sjávar- útvegi veröa i fyrstu að öllum líkindum af tvennum toga, það er lifefnavinnslu úr sjáv- arfangi og notkun ensima i fiskiðnaði sem er aðal viö- fangsefni þessarar greinar. d). Ensím Ensim eru lífrænir efna- hvatar sem stuðla að flestum þeim efnabreytingum sem eiga sér stað i lifandi verum. Öll ensim eru prótein (eggja- hvítusambönd) og er virkni þeirra mjög háð ýmsum um- hverfisþáttum eins og hita og sýrustigi. Notkun ensima í fiskiðnaði er svo til ný af nál- inni, þó svo aö þau hafi verið notuð í öðrum matvælaiðnaði í langan tima. i hefðbundinni fiskvinnslu hefur höfuðá- hersla verið lögð á véltækni- legar lausnir flestra vinnslu- þátta. 'I sumum tilfellum má beita aðferðum ensimtækn- innar til þess að einfalda og auka hagkvæmni vinnslunn- ar. i öðrum tilfellum má ef til vill beita ensímum við lausnir vandamála þar sem vélþún- aði hefur ekki verið við komið. Ýmsar hugmyndir hafa komið upp varðandi hugs- anlega notkun ensima i fisk- iðnaði. Fiskimjölsiönaður I Danmörku er fyrirtæki (Novo) sem framleiðir ensim sem ætlað er til notkunar i fiskimjölsiðnaði. Ensimiö hef- ur það hlutverk að minnka seigjumyndun í soði þegar það er eimað. Það hefur aftur i för með sér að hægt er að þykkja soðið meira en ella áður en það er leitt i mjöl- þurkara og sparast með þvi umtalsverð orka. (2). Smokkfiskur Smokkfiskur veiddur við Noreg verður gjarnan mjög seigur við hitameðhöndlun. Það er talið vera vegna þess aö himnur sem umlykja káp- una herpast saman og verða mjög seigar við suðu. Ekki hafa fundist vélar til að fjar- lægja þessar himnur og gekk þessi smokkfiskur þvi illa á neytendamarkaði í Evrópu. Þess i stað var hann nýttur til beitu. Upp úr 1980 er þróuð, við Háskólann í Tromsö, Noregi, aðferð til að fjarlægja þessar himnur með ákveön- um ensímum. Þessi aðferð hefur siðan leitt til þess að mun betur hefur gengið að selja smokkfiskinn á neyt- endamarkaði i Evrópu. (3). Roðfletting á síld og öðrum fiski Menn hafa tekið eftir við slægingu á þorski og fleiri fisktegundum að stundum kemur úr maga þeirra roðlaus smáfiskur sem virðist heill að öðru leyti. Það er að melting- arensím og magasýrur þorsks geta auðveldlega leyst upp roð, áður en fisk- vöðvinn byrjar að leysast upp. Með þessa vissu fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.