Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Blaðsíða 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Blaðsíða 60
Vitræn skoðun Auövitaö beraö taka tillit til álits sérfróöra manna, en tölurþeirra eru áreiöanlega ekki heilagar, þegar þeirgera áætlanir um lífshlaup manna. Ég get glatt þá fé- laga meö því aö þargátu þeir rétt, og ég vona aö viö náum aldrei þeim þroska aö skilja þessi mál eins og þau eru sett upp í grein Helga... 60 VÍKINGUR þykkt einróma á Alþingi, og þeirra er aö þera ábyrgö á lagasetningunni og sjá um aö fjármunir séu fyrir hendi til þess. Fordæmin eru fyrir þar sem er Lifeyrissjóöur þingmanna og ráöherra. Þessu verður að breyta Litum hér á dæmi sem sýnir glögglega það misrétti sem héreráferðinni. Þrir piltar hefja sjó- mennsku á kaupskipi og gera að ævistarfi. Þeir greiða allir sin lífeyrissjóðsiðgjöld i Líf- eyrissjóð sjómanna. Þeir fara i stýrimannaskólann og ger- ast stýrimenn og skipstjórar hjá þremur útgerðum. Einn fer til Eimskipa, annar til Skipadeildar og sá þriðji til Nesskips. Við það að gerast stýrimenn verða þau umskifti að sá sem fer til Nesskips heldur áfram að greiða i LSS. en hinir verða að hefja greiðslu í sjóð Eimskipa og Sambandsins hvort sem þeim likar betur eða ver. Þeir hafa allir svo til sömu laun og greiða sömu upphæð i sjóö- ina. Þegar svo liður að starfs- lokum litur málið þannig út: Sá sem fór til Nesskips getur hætt störfum 60 ára; Sá sem fór til Eimskipa getur hætt störfum 67 ára1 En sá sem fór til Sam- bandsins á að þrauka til 70 ára. Þetta hljóta allir menn að sjá að er slikt misrétti að engan veginn er hægt að búa við það og þessu verður að breyta. Treysti sjóðir Eimskipa og Sambandsins sér ekki til að veita sínum sjómönnum sömu réttindi og Lífeyrissjóö- ur sjómanna verður löggjafin að gripa inni og sjá til þess að allir sjómenn verði tryggðir í sama sjóði, og njóti þar sömu réttinda. Tölur þeirra eru ekki heilagar Ég leyfi mér hér að taka upp nokkrar glefsur úr kveðjuávarpi Hermanns Þor- steinssonar fyrrverandi for- stöðumanns Lifeyrissjóðs Sambandsins. Hann segir m.a.: „Það er fyrst með verð- tryggingarstefnunni sem fór að glæta fyrir lifeyrissjóðina og á það hefur einn af eldri tryggingarfræðingum bent, sérstaklega þegar hinir yngri á meðal þeirra sjá fram á gjaldþrot nema áunnin rétt- indi i sjóðunum verði stórlega skert. Auðvitað ber að taka tillit til álits sérfróðra manna (trygg- ingarfræðinga) en tölur þeirra eru áreiðanlega ekki heilag- ar, þegar þeir gera áætlanir um lífshlaup manna m.m.. Glögg eru dæmin um áætl- anaútreikning verkfræðinga um sama efnislega hlutinn, eða mannvirkið. Oft ber mjög mikið á milli hjá þeim“. Þá segir Hermann ennfremur: „Að minu mati er það ögrandi um of, að hækka ellilífeyris- mörkin úr 67 árum (eins og hjá almannatryggingum) i 70 ár, á sama tíma og opinberir starfsmenn og bankamenn og grannar okkar annarstað- ar á Norðurlöndum njóta ó- skerts ellilifeyris frá 65 ára aldri. Og á meðan óleyst er mál sjómanna/farmanna sem nú gera kröfu um óskertan ellilifeyri frá 60 ára aldri eftir vissum reglum“. Makalifeyr- isákvæðin hefði aö skoðun Hermanns þurft að gaum- gæfa betur. „Endurskoðandi sem endurskoðað hefur Lif- eyrissjóö SÍS. undanfarin ár lýsir ánægju sinni yfir reikn- ingi sjóðsins fyrir árið 1985 sem hann segir bera vott um „gott bú“. Ég er honum sam- mála“, segir Hermann. Hér talar maður með mjög langa reynslu af lifeyrismál- um að baki. ... þeir vilja eitthvaö meðan þeir lifa Helgi getur þess i lokaorð- um greinar sinnar að þeir fé- lagar geri ekki ráð fyrir að for- ráðamenn Skipstjóraféalgs íslands skilji það sem hann kallar staðreyndir málsins, svo oft og af svo mörgum sé búið að fara yfir þær með þeim án sýnilegs árangurs. Ég get glatt þá félaga með þvi að þar gátu þeir rétt, og ég vona að við náum aldrei þeim þroska að skilja þessi mál eins og þau eru sett upp i grein Helga sem hin einu réttu. Ég veit að almennir fé- lagsmenn Vélstjóra- og Stýrimannafélagsins eru mjög á öðru máli en samn- inganefndarmenn þeirra, enda kvartar Helgi yfir að þeir telji þá deiga og lata. Það tel ég nú of djúpt í árinni tekið, að menn séu latir. En sjálfra ykkar vegna vona ég að nú verði snúið við blaði og slyðruorðið rekið af i lífeyris- sjóðsmálum og kjaramálum almennt. Ég óska svo Helga og fé- lögum hans til hamingju með nýgerðan kjarasamning. Vissulega var góður áfangi að fá inn tryggingu vegna sóttdauða, en mér heyrist á mönnum að þeir vilji lika eitthvað meðan þeir lifa. Og mannalegra hefði nú verið að viðhafa almenna atkvæðagreiðslu í félögun- um, í stað þess að greiða at- kvæði á einum fundi þar sem aðeins mjög lítill hluti félags- manna hefur möguleika á að láta álit sitt i Ijós, en þetta er víst lýðræði þeirra félaganna árið 1986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.