Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Blaðsíða 36
Erum að festast
Áöur þóttu stóru hölin
mikill fengur, á þeim
árum sem magn var
tekiö langt fram yfir
gæöi. Nú hefur viðhorf-
ið breyst þannig að
gæðin eru meira metin,
því að magniö er tak-
markað.
36 VÍKINGUR
sem er líklegra, að flestir
mundu gera, selja hann. (Vís-
ir að kvótasölu og markaðs-
veröi kvóta er þegar að finna I
núgildandi kvótakerfi. Út-
gerðir hafa veriö reiðubúnar
að greiöa umtalsverðar fjár-
hæöir fyrir þorsk syndandi í
sjó.) Augljóslega munu ein-
staklingskvótarnir safnast til
þeirra útgerða sem sýna
nægjanlega hagkvæmni i
rekstri og geta greitt fyrir
kvótann.
Þessi háttur á kvótaúthlut-
un mun hinsvegar aldrei viö-
hafður í reynd heldur verður
aö leita viðeigandi útfærslu
þessarar grundvallarhug-
myndar sem hentað gæti is-
lenskum aðstæðum og tryggt
gæti hagkvæmustu sókn i
fiskistofnana.
Fleiri en útgerðir
fái veiöiréttinn
I Ijósi þess hvernig núver-
andi kvótakerfi er komið til,
þá er eðlilegt aö miöað hafi
verið við kvóta á skip, sem
þegar til lengri tima er litið er
alls ekki sjálfsagður hlutur.
Þannig skulum við gera ráð
fyrir, að i því fiskveiðistjórn-
unarkerfi framtiðarinnar, sem
verður að stefna að, þá þurfi
allir, lika vinnslustöðvarnar,
að hafa möguleika á að
kaupa veiðirétt tiltekinna
fisktegunda og ráða svo til
sin skip eftir eigin hentug-
leikum til að ná þeim afla.
I þvi skipulagi sjávarút-
vegsins sem keppa ber að
þurfa menn einnig að losna
úr viðjum þess hugsunarhátt-
ar að einhverja nauðsyn beri
til að verðleggja þann afla
sem að landi berst. Stöðugt
verður algengara að útgerð
sé í eigu fiskvinnslunnar og i
þeim tilfellum er vitanlega út i
hött að „menn úti i bæ“ í
Verðlagsráði sjávarútvegsins
séu að verðleggja afurð frá
einni deild (veiðum) til ann-
arrar (vinnslu) innan eins og
samafyrirtækis.
Einnig þó svo að sjálfstæö-
ar útgerðir lifi, þá ber alls ekki
nokkra nauðsyn til að verð-
leggja afla, því viðskipti fisk-
vinnslunnar við fiskiskip geta
hæglega komist á, án þess
að hráefnið sé verðlagt.
Fyrir samskipti útgerðar
við sjómenn þarf verðlagn-
ingin ekki að hafa hina
minnstu þýðingu, því sjó-
menn, einir launþega, þurfa
að búa við að fá laun eftir
ákvörðunum stofnunar ,,úti i
bæ“, i stað þess að taka laun
i hlutfalli við vinnuframlag sitt,
líkt og aðrar stéttir. Hægur
vandi væri að byggja upp
launahvetjandi vinnukerfi hjá
sjómönnum likt og gerist hjá
öðrum launþegahópum.
Hér að framan hef ég að
nokkru drepið á hugmyndir
sem eru meðal þeirra, sem
leggja þarf í púkkið, þegar
umræðan um framtiðarskip-
an islerv^ks sjávarútvegs
hefst fyrir álvöru. Þvi miöur
bólar ekki á, að menn leyfi
sér að setjast niður og hugsa
málin til lengri framtiðar en
næsta árs eða næstu tveggja
ára. Sú nauðsyn knýr þó
stöðugt á og verður brýnni til
að komast frá bráðabirgða-
ráðstöfunum á borð við
kvótakerfi þaö, sem við nú
búum við.