Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Blaðsíða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Blaðsíða 48
Oryggismál sjómanna Hálfdán Henrýsson. 48 VÍKINGUR Neiðaráætlun um borð ískipum Um síöustu áramót tóku gildi nýjar reglur um björgun- ar- og öryggisbúnað is- lenskra skipa. Reglur þessar lúta aöal- lega aö gerö, fyrirkomulagi, staösetningu og meðferð öryggisbúnaöar. í þeim eru ennfremur ákvæöi um viður- kenningu öryggistækja, þ.e.a.s. öll björgunar- og öryggistæki þ.m.t. lögboöin siglingatæki, eru háö viður- kenningu Siglingamálastofn- unar rikisins. í 17.5. gr. þessara reglna segireftirfarandi: í skipum, 100 brl og stærri, skal hengja upp neyðaráætl- un þar sem fram koma verk- efni og skyldur skipverja þeg- ar hættu ber aö höndum. í sömu skipum skal koma fyrir neyðarmerkjabúnaði þ.e., bjöllum eöa sirenum, sem nota skal til að gera við- vart um yfirvofandi hættu. Sé neyðarmerkjabúnaðurinn tengdur aðalraforkubúnaði skipsins skal hann jafnframt tengdur neyðarorkugjafa þess. Stjórnun búnaðarins skal vera i brú. Hljóðmerkin skulu vera auðheyranleg og auðgreinanleg i vistarverum og á öðrum þeim svæðum þar sem gera má ráð fyrir að menn séu að störfum. Hljóð- merkin skulu vera sem hér segir: 1. Alemnn viðvörun: sjö stutt og eitt langt endurtek- iö. 2. Viövörun um eldsvoða: síendurtekiö stutt merki. 3. Fyrirmæli um að skipið skuli yfirgefiö: stöðugur hljómur. I fyrri reglum um björgunar- og öryggisbúnað islenskra skipa (Nr. 424/1980) varekki gerð krafa um slíka neyðar- áætlun en i Torremolinos- samþykktinni frá 1977, sem fjallar um öryggi fiskiskipa, er krafa um slika áætlun, en jafnframt heimilt að fella kröf- una niður ef viðkomandi yfir- völd óska i skipum styttri en 45 m vegna fámennis i áhöfn. Torremolinossamþykktin hefur verið staðfest af hálfu íslands, en hefur enn ekki tekið gildi, þar sem ákvæðum um heildartonnafjölda fiski- skipa hefur enn ekki verið náð. í „SOLAS“ samþykktinni frá 1948 er krafa um slika neyðaráætlun i kaupskipum stærri en 500 brl. Sú krafa er endurtekin i Solas samkomu- laginu frá 1960 og 1974, en endurbættur þriðji kafli þess samkomulags, sem fjallar um björgunar- og öryggisbúnað i kaupskipum, tók gildi 1. júli sl.. Greinarhöfundur minnist þess að þegar hann hóf sjó- mennsku fyrir 28 árum hjá Eimskipafélagi íslands voru slikar neyðaráætlanir fyrir hendi og björgunaræfingar haldnar samkvæmt þeim. Upp úr 1960 virðist sem áhugi á slikum neyðaráætl- unum hafi dofnað samfara minni áhuga á björgunar- og eldvarnaræfingum. Á þessum árum varð ákveðin kynslóða- skipting um borö i islenskum kaupskipum og stöðurá þeim ekki eins eftirsóknarverða og áðurfyrr. Á sjötta áratugnum var mjög algengt að hásetar á kaupskipum væru réttinda- menn og ekki var hlaupið i stöður yfirmanna á skipum. Það ástand breyttist á sjö- unda áratugnum og varð fljótlega þannig að yfirmönn- um með undanþágur frá rétt- indum fjölgað verulega. Hvort þetta hefur átt sinn þátt i minnkandi áhuga á öryggis- málum skal látið ósagt, en ekki er ólíklegt að svo hafi verið. Á islenskum fiskiskipum hefur þróunin liklega verið svipuð. Björgunaræfingar voru ekki óalgengar um borð í nýsköpunartogurunum og allir sjómenn kunna sögur af þvi hvernig gekk að sjósetja björgunarbátana. Á þessum tíma var lika verið að setja um borð i skipin gúmbjörgun- arbáta og margir töldu ekki lengur ástæðu til að halda gamla búnaönum við. Ekki er mér kunnugt um hvort i togurunum hafi verið slikar neyðaráætlanir, en liklega hefur það ekki veriö þar sem engar alþjóðlegar kröfur voru um það, og ekki gerðar kröfur um það af is- lenskum stjórnvöldum. Eins og áður sagði var ákveðið á siðasta ári að setja kröfu um neyðaráætlanir i öll islensk skip stærri en 100 brt., og tók sú reglugerð gildi um siðustu áramót. í reglunum er ekki getið um gerð forms fyrir neyðaráætl- un, aðeins að neyðaráætlun skuli hanga uppi svo skip- verjar geti kynnt sér skyldur sínar og verkefni til að vera viðbúnir, beri hættu að hönd- um. Lita ber svo á að skip- stjórum sé í sjálfsvald sett hvernig þeir útbúa slika neyðaráætlun og í hvaða út- liti, aðeins að hún sé til stað- ar. Til aö auðvelda mönnum gerð slíkrar neyðaráætlunar ákvað Siglingamálastofnun að útbúa sérstakt form, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.