Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Qupperneq 48
Oryggismál sjómanna
Hálfdán
Henrýsson.
48 VÍKINGUR
Neiðaráætlun um borð ískipum
Um síöustu áramót tóku
gildi nýjar reglur um björgun-
ar- og öryggisbúnað is-
lenskra skipa.
Reglur þessar lúta aöal-
lega aö gerö, fyrirkomulagi,
staösetningu og meðferð
öryggisbúnaöar. í þeim eru
ennfremur ákvæöi um viður-
kenningu öryggistækja,
þ.e.a.s. öll björgunar- og
öryggistæki þ.m.t. lögboöin
siglingatæki, eru háö viður-
kenningu Siglingamálastofn-
unar rikisins.
í 17.5. gr. þessara reglna
segireftirfarandi:
í skipum, 100 brl og stærri,
skal hengja upp neyðaráætl-
un þar sem fram koma verk-
efni og skyldur skipverja þeg-
ar hættu ber aö höndum.
í sömu skipum skal koma
fyrir neyðarmerkjabúnaði
þ.e., bjöllum eöa sirenum,
sem nota skal til að gera við-
vart um yfirvofandi hættu. Sé
neyðarmerkjabúnaðurinn
tengdur aðalraforkubúnaði
skipsins skal hann jafnframt
tengdur neyðarorkugjafa
þess. Stjórnun búnaðarins
skal vera i brú. Hljóðmerkin
skulu vera auðheyranleg og
auðgreinanleg i vistarverum
og á öðrum þeim svæðum þar
sem gera má ráð fyrir að
menn séu að störfum. Hljóð-
merkin skulu vera sem hér
segir:
1. Alemnn viðvörun: sjö
stutt og eitt langt endurtek-
iö.
2. Viövörun um eldsvoða:
síendurtekiö stutt merki.
3. Fyrirmæli um að skipið
skuli yfirgefiö: stöðugur
hljómur.
I fyrri reglum um björgunar-
og öryggisbúnað islenskra
skipa (Nr. 424/1980) varekki
gerð krafa um slíka neyðar-
áætlun en i Torremolinos-
samþykktinni frá 1977, sem
fjallar um öryggi fiskiskipa, er
krafa um slika áætlun, en
jafnframt heimilt að fella kröf-
una niður ef viðkomandi yfir-
völd óska i skipum styttri en
45 m vegna fámennis i áhöfn.
Torremolinossamþykktin
hefur verið staðfest af hálfu
íslands, en hefur enn ekki
tekið gildi, þar sem ákvæðum
um heildartonnafjölda fiski-
skipa hefur enn ekki verið
náð.
í „SOLAS“ samþykktinni
frá 1948 er krafa um slika
neyðaráætlun i kaupskipum
stærri en 500 brl. Sú krafa er
endurtekin i Solas samkomu-
laginu frá 1960 og 1974, en
endurbættur þriðji kafli þess
samkomulags, sem fjallar um
björgunar- og öryggisbúnað i
kaupskipum, tók gildi 1. júli
sl..
Greinarhöfundur minnist
þess að þegar hann hóf sjó-
mennsku fyrir 28 árum hjá
Eimskipafélagi íslands voru
slikar neyðaráætlanir fyrir
hendi og björgunaræfingar
haldnar samkvæmt þeim.
Upp úr 1960 virðist sem
áhugi á slikum neyðaráætl-
unum hafi dofnað samfara
minni áhuga á björgunar- og
eldvarnaræfingum. Á þessum
árum varð ákveðin kynslóða-
skipting um borö i islenskum
kaupskipum og stöðurá þeim
ekki eins eftirsóknarverða og
áðurfyrr.
Á sjötta áratugnum var
mjög algengt að hásetar á
kaupskipum væru réttinda-
menn og ekki var hlaupið i
stöður yfirmanna á skipum.
Það ástand breyttist á sjö-
unda áratugnum og varð
fljótlega þannig að yfirmönn-
um með undanþágur frá rétt-
indum fjölgað verulega. Hvort
þetta hefur átt sinn þátt i
minnkandi áhuga á öryggis-
málum skal látið ósagt, en
ekki er ólíklegt að svo hafi
verið.
Á islenskum fiskiskipum
hefur þróunin liklega verið
svipuð. Björgunaræfingar
voru ekki óalgengar um borð í
nýsköpunartogurunum og
allir sjómenn kunna sögur af
þvi hvernig gekk að sjósetja
björgunarbátana. Á þessum
tíma var lika verið að setja
um borð i skipin gúmbjörgun-
arbáta og margir töldu ekki
lengur ástæðu til að halda
gamla búnaönum við.
Ekki er mér kunnugt um
hvort i togurunum hafi verið
slikar neyðaráætlanir, en
liklega hefur það ekki veriö
þar sem engar alþjóðlegar
kröfur voru um það, og ekki
gerðar kröfur um það af is-
lenskum stjórnvöldum.
Eins og áður sagði var
ákveðið á siðasta ári að setja
kröfu um neyðaráætlanir i öll
islensk skip stærri en 100
brt., og tók sú reglugerð gildi
um siðustu áramót.
í reglunum er ekki getið um
gerð forms fyrir neyðaráætl-
un, aðeins að neyðaráætlun
skuli hanga uppi svo skip-
verjar geti kynnt sér skyldur
sínar og verkefni til að vera
viðbúnir, beri hættu að hönd-
um. Lita ber svo á að skip-
stjórum sé í sjálfsvald sett
hvernig þeir útbúa slika
neyðaráætlun og í hvaða út-
liti, aðeins að hún sé til stað-
ar. Til aö auðvelda mönnum
gerð slíkrar neyðaráætlunar
ákvað Siglingamálastofnun
að útbúa sérstakt form, sem