Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 21
„EG SKIPTI"
-spiallaöi
talstöðina
Nú er komin reynsla á hið umdeilda kvótakerfi
varðandi ferskfisKútflutning, sem gilt hefur í
sumar. Ljóst er að árangur þess er lítill sem
enginn, þar eð fiskverð hefur verið nær það
sama á erlendu mörkuðunum og í fyrrasumar.
Tilgangur kvótans var einmitt að takmarka út-
flutning til að halda uppi verðinu.
Vegna kvótakerfisins hefur verið meira til
handa fiskvinnslunni hér heima. í Vestmanna-
eyjum hafa smábátaeigendur kvartað undan
því að fiskvinnslan hafi notfært sér þá stöðu
sjómanna aö geta ekki flutt afla sinn út á er-
lendan markað, með því að bjóðast til að kaupa
eina tegund á fullu verði gegn því að fá aðrar
fyrir hálfvirði. Menn hafa komið fram undir nafni
í DV og haldið þessu fram og því hefur ekki
verið mótmælt.
í ágústmánuði sauð uppúr í nefndinni sem
annast um úthlutun leyfa til ferskfiskútflutn-
ings. Fulltrúi LÍÚ, Vilhjálmur Vilhjálmsson,
gekk af fundi og lýsti því yfir að hann myndi ekki
taka þátt í störfum hennar framar. Formaður
LÍÚ, Kristján Ragnarsson, var í sumarfríi þegar
þetta gerðist. Um leið og hann kom úr fríinu var
málið tekið til meðferðar hjá LÍÚ og þá ákveðið
að fulltrúi landssambandsins skyldi aftur taka
sæti í nefndinni. Þegar Vilhjálmur gekk út þótt-
ust þeir sem gerst þekkja til vita að svona
myndi fara, enda Kristján Ragnarsson einlæg-
ur kvótaunnandi og helsti stuðningsmaður
Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra,
guðföður kvótakerfisins.
Hverskonar skömmtun og þar af leiðandi bið-
raðalíf í A-Evrópuríkjunum hefur löngum
hneykslað okkur Islendinga sem ekki höfum
þurft að lifa við slíkt síðan skömmu eftir stríð.
Nú hefur orðiö breyting á, því að kvótinn á
ferskfiskútflutninginn hefur orðið til þess að
menn sem hafa hug á að láta skip sín sigla með
afla verða að fá til þess leyfi hjá LÍÚ. Þar gildir
sú regla að þeir sem koma fyrstir á fimmtu-
dagsmorgni fá þau leyfi sem úthlutað er, hinir
verða frá að hverfa. Til að mæta þessu tóku
menn það til bragðs að standa í biðröð fyrir
framan skömmtunarskrifstofu LÍÚ. Fyrst stóöu
menn í tæpan sólarhring, síðan rúman sólar-
hring og það endaði með því að farið var að
standa í biðröð allt að tveimur sólarhringum
áður en úthlutunin fór fram. Framkvæmdast-
jórar útgerðarfélaga úti á landi fengu vini og
kunningja í Reykjavík til að fara í biðröðina fyrir
sig. í sumum tilfellum tóku tveir eða fleiri aðilar
það að sér að skiptast á um að standa í biðröð-
inni.
Það hefur löngum farið fyrir brjóstið á sjómönn-
um að útgerðarmenn skuli komast upp með að
selja óveiddan fisk úr sjó sín á milli. I fyrra voru
um það bil 2 þúsund lestir af þorski seldar með
þessum hætti. í ár hefur keyrt um þverbak því
búið er að selja um 12.500 lestir af óveiddum
þorski, fyrir utan karfa og rækju. Hvert kíló af
óveiddum þorski er nú selt á 8 til 10 krónur.
Sjómenn fá ekkert um þetta mál að segja, ekki
einu sinni þeir sem eru á bátum sem kvóti er
seldur frá. Með svona kvótasölu er þó augljós-
lega verið að skerða tekjumöguleika þeirra sjó-
manna sem kvóti er seldur frá.
Þann 19. september síðastliðin bárust þau
gleðitíðindi að loðnan væri loks fundin og bátar
tóku að veiða af krafti. Allt frá því í byrjun ágúst
að loðnuveiðar máttu hefjast hafði lítil sem
engin loðna fundist. Fiskimjölsframleiðendur
voru orðnir áhyggjufullir, vegna þess að þeir
höfðu gert mikla fyrirframsölu á loðnumjöli.
Þeir óttuðust afleiðingarnar ef þeir gætu ekki
staðið við gerða samninga og raunar er ekki
enn þá Ijóst hvort þeir geta það vegna þess hve
seint loðnan fannst.
Það hefur vakið athygli og reiði sjómanna að á
sama tíma og loðnan fannst ekki neyddist Haf r-
annsóknastofnun til að leigja rannsóknarskipið
Árna Friðriksson til Grænlands, þar eð engir
peningar fengust til að senda rannsóknarskip
til loðnuleitar. Bent var á að rannsóknarskip
færi í hefðbundinn leiðangur í október til að
kanna stærð loðnustofnsins. Um aðra leið-
angra yrði ekki að ræða vegna fjárskorts. Alli
ríki á Eskifirði kom fram með þá hugmynd að
teknir yrðu einhverjir aurar af hverju veiddu
loðnukílói til að mynda sjóð sem síðan kostaði
loðnuleit síðsumars. Ekki galin hugmynd það,
fyrst Hafrannsóknastofnun er svo naumt
skammtað að hún getur ekki sinnt leitarhlut-
verkinu.
Þær fréttir berast víða að af landinu að bátar
og togarar séu margir hverjir langt komnir með
aflakvóta sinn. Óttast menn atvinnuleysi á
ýmsum stöðum undir lok ársins vegna þessa. í
ár er Ijóst að veitt verður vel á fjórða hundrað
þúsund lesta af þorski. Á næsta ári boðar sjáv-
arútvegsráðherra mikinn niðurskurð eða 300
þúsund lesta kvóta vegna versnandi ástands
Hér verður
endurvakinn
þátturinn í
talstöðinni en f
honum verða
sagðar stuttar
fréttir um hitt og
þetta sem helst er á
döfinni í íslenskum
sjávarútvegi. Á að
setja kvóta á
útflutning á
ferskfiski? Er
loðnan ioksins
fundln? Verður
atvinnuleysl þegar
kvótinn klárast? í
þessum dúr verður
lopinn spunninn í
þættinum í
talstöðinni sem er í
umsjá manns sem
kýs að gegna
heitinu Gámur.
VÍKINGUR 21