Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 43
slæmur í maganum og gat ekki sofið. Þá orti hann þessa vísu: Á mínu ráði er Ijótur Ijóður, mig langar stundum að súpa á pyttlu. En ertu að hegna mér Guð minn góður, geturðu reiðst út af svona litlu? Svo leið nokkur tími en þá var Daníel læknir komin til Nes- kaupstaðar. Þangað fór Egill í sumarfríi og til að láta Daníel skoða magann. Eitt kvöld komu gestir í heimsókn og Daníel dró upþ sjeneverflösku með svolítilli lögg, helti í staup og menn skáluðu, ekkert meira. Egill taldi þetta óhætt fyrst læknirinn bauð. Um nótt- ina vaknaði hann enn með magaverk, settist upp og orti enn til Drottins: Enn ertu Herra að hegna mér, hart er að búa við öfund slíka. Áttu ekki sjálfur sjenever, svo að þú getir bragðað líka? Flámælgi Austfirðinga er al- kunn og hafa margir utan fjórð- ungsins gaman af. Vísur hafa verið ortar, þar sem flámælgin er látin halda sér, svo sem þessi: Einn í felum uppvið á eygði selung stóran. í stígvélunum óðar þá, út í helinn vóð“ann. Þá er þessi vísa ekki síður snjöll: Hörmung að veta, hart er flet, hér eg set óglaður. Fyrir sveta ei sofið get, svona er hetinn maður! Snjöllust er hún þó þessi og takið eftir síðasta vísuorðinu: Svo þér líði sjálfum vel og sért ei kvíða þrunginn, þú skalt ríða þangað tel, þig fer að svíða í - eljarnar. Menn greinir á um höfund þessara vísna, þannig að best er að láta vera að nefna nöfn. Það eru vissulega margar perl- ur til í vísna formi á íslandi. Næsta vísa, sem er eftir Þor- berg Þorsteinsson frá Gils- haga, er vissulega í þeim hópi: Mér er Ijúft að lifa í synd, löngum sér þess vottinn, þú mátt dæma þína mynd, en þó af mildi, Drottinn. Séra Helgi Sveinsson í Hvera- gerði var snilldarhagyrðingur. Hann orti eitt sinn og er mikill sannleikur í þessari vísu: Margur er kátur maðurinn og meyjan hneigð fyrir gaman. Svo kemur helvítis heimurinn og hneykslast á öllu saman. Halldór Blöndal alþingismaður gerði mikið af því að birta vísur eftir sig í Morgunblaðinu. Ekki eru allir jafn hrifnir af yrkingum Halldórs og hann sjálfur. Ein- hverju sinni þegar Halldór hafði birt vísu í Mbl. gekk fram af kunningja hans og fyrrum skólabróður, Jóni Thor Har- aldssyni, og hann orti til Hall- dórs: Lítinn skammt þú hlaust af skáldamiði, því skapadægri verður ekki breytt. En góði láttu ferskeytluna í friði, formið hefur ekki gert þér neitt. Jörundur bóndi og hagyrðingur á Hellu í Strandasýslu kom að ungu pari í ástarleik. Piltinum brá og hljóp á brott. Þá orti Jör- undur: Vappar kappinn vífi frá, veldur knappur friður. Happa tappinn honum á hangir slappur niður. Gísli Ólafsson á Eiríksstöðum var kunnur hagyrðingur og gaf út eina bók sem hann nefndi „Á brotnandi bárum.“ Ýmsar vísur Gísla eru landskunnar, einkum þó gleðivísur hans eins og þessi: Oft á fund með frjálslyndum fyrrum skunda réði, en nú fæst undir atvikum aðeins stundargleði. Nokkrar ástarvísur eru meðal fegurstu perlanna í íslenskri vísnagerð. Þar má nefna þessa vísu Páls Ólafssonar sem hann orti til eiginkonu sinnar: Eg vildi feginn vera strá og visna í skónum þínum, því léttast gengirðu eflaust á yfirsjónum mínum. Eða þá þessi eftir Jón Berg- mann sem við látum verða síð- ustu vísuna að sinni. Ástin blind er lífsins lind, leiftur skyndi vega. Hún er mynd af sælu og synd, samræmd yndislega. VÍKINGUR 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.